Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 52

Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 52
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Ég er menntaður sjúkra-þjálfari og hef hátt í tuttugu ára reynslu í að hjálpa fólki að ná sínum markmiðum, hvort sem það er að léttast, styrkjast, auka orkuna sína eða jafna sig eftir veikindi, segir Linda en námskeiðin hennar Endurheimtu orkuna hafa vakið mikla athygli. „Yfir 100 manns hafa lokið nám- skeiðinu með frábærum árangri. Þeir sem hafa lokið námskeiðinu eru almennt léttari á sálinni, með minni verki, meiri orku og með- vitaðri um heilnæmt mataræði og umhverfið.“ Linda leggur mikla áherslu á að finna rót vandans hjá hverjum og einum og gerir áætlun út frá því. Hún segir nauðsynlegt að leiðrétta bólguástand sem hefur myndast í líkamanum með breyttu mataræði þar sem 70-80% af ónæmiskerfinu liggi í meltingarveginum og því sé mikilvægt að stuðla að heilbrigðri þarmaflóru þegar tekin eru skref í átt að bættri heilsu. Þarmaflóran sé í rauninni forsenda heilbrigðrar starfsemi meltingarfæranna, en einnig hafi hún áhrif á taugakerfið og hormónakerfið. „Við förum svo vel yfir hvaða fleiri umhverfis- þættir geta haft skaðleg áhrif á okkur ásamt því hvaða líkams- staða og æfingar henta hverjum og einum. Þá er ég með fræðslu um svefnvenjur og mikilvægi þeirra ásamt opnum hugleiðslutíma alla föstudaga.“ Lítil verkefni daglega Námskeiðið byrjar á sex vikna prógrammi þar sem Linda setur þátttakendum fyrir verkefni á hverjum degi. „Þetta eru lítil verkefni sem fólk setur hægt og rólega inn í sínar daglegu venjur. Stór partur af þessu er að vera á hreinu mataræði í 24 daga til þess að gefa líkamanum tæki- færi til að núllstilla sig. Eftir að fyrsta áfanganum er lokið tekur við annað tímabil þar sem lögð er áhersla á fjölbreyttar æfingar sem ég vel vandlega útfrá markmiðum hvers fyrir sig.“ Innifalið í nám- skeiðinu er einnig árs aðgangur að sjúkraþjálfara. „Þeir sem eru hjá mér á námskeiði geta alltaf leitað til mín og ég gef persónu- lega og góða þjónustu. Miðað er við vikuleg samskipti til þess að ég geti fylgst vel með hvernig gengur og hvort það þurfi að uppfæra eða breyta æfingum. Æfingarnar henta öllum, hvort sem þú vilt losna við verki, léttast, styrkjast, auka þol eða verða sáttari í eigin skinni,“ segir Linda og bætir við að námskeiðið sé sniðið að hverjum og einum. „Það frábæra við þetta námskeið er að þátttakendur stjórna sínum tíma og geta gert æfingar nákvæmlega þegar þeim hentar, ég fylgist vel með og passa upp á að markmiðum sé fylgt. Samskiptin fara fram í gegnum æfingaapp, tölvupóst eða á Facebook. Á átta vikna fresti upp- færi ég æfingaáætlunina til þess að þú fáir sem mest út úr þjálfuninni. Æfingarnar er ýmist hægt að gera í tækjasal eða heima og við vinnum með líkama og sál sem heild og finnum saman rætur vandans. Það er ótalmargt hægt að gera til að láta sér líða betur og öðlast meiri orku til þess að geta notið lífsins til fulls,“ segir Linda Gunn sjúkra- þjálfari að lokum. Opið hús 3. janúar Föstudaginn 3. janúar milli klukkan 17-19 verður opið hús við Kirkjulund 19 í Garðabæ þar sem Linda tekur vel á móti þeim sem vilja kynna sér námskeiðin betur og þá þjónustu sem hún býður upp á. Léttar veitingar verða í boði og allir hjartanlega velkomnir. Allar nánari upplýsingar á endur- heimt.is og í síma 832-0404. Meiri orka, minni verkir og bætt melting Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur langa reynslu af því að aðstoða fólk til að ná heilsu með því að finna jafnvægi milli mataræðis, hreyfingar, svefns og um- hverfisáhrifa sem geta haft skaðleg áhrif á líkamann. Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari hefur tuttugu ára reynslu í að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og býður upp á sérsniðin námskeið til að bæta heilsu og létta lífið, bæði andlega og líkamlega. Könnunin leiddi í ljós að þeir sem eru elstir svarenda, 56-79 ára, gefa sjálfum sér hæstu einkunn. Sjö af hverjum tíu eldri borgurum eru ánægðir með aldur sinn og eru sáttir við sjálfa sig. Könnunin sýnir enn fremur að þeir sem eru eldri hafa meira sjálfs- traust en þeir sem yngri eru. Þeim líður betur og eru sáttari við lífið en yngri kynslóðir. Þeir eru sömu- leiðis sáttari við umhverfi sitt og einkalíf. Þá var elsta kynslóðin einnig ánægðari með heilsu sína. Alls tóku 1.196 manns þátt í könnuninni á aldrinum 16-79 ára. Svo virðist vera sem áhyggjur, streita, ótti, reiði og öfund minnki með aldrinum. Fólk er að flestu leyti sáttara við sig þegar það eld- ist og það er auðveldara fyrir þann aldurshóp að sætta sig við ýmsa óvissu í lífinu. Svo virðist sem lífsreynslan kenni fólki að takast á við mismunandi aðstæður í lífinu. Þegar maður þekkir aðstæð- urnar verða viðbrögðin ekki eins ógnvekjandi og fyrir þá sem ekki þekkja til þeirra. Reynslan kennir okkur ýmislegt, að því er kemur fram í tímaritinu MåBra. Önnur rannsókn sem gerð var við háskólann í Washington í Seattle í Bandaríkjunum sýnir hvernig fólk frá mismunandi heimshlutum upplifir sig miðað við aldur. Skoðað var hvernig fólk sem komið er yfir sjötugt upplifir sig yngra. Mjög margir upplifðu sig sem 65 ára þótt þeir væru tíu árum eldri í raun. Rannsóknin fór fram í 195 löndum í gegnum gagnagrunn Global Burden of Diseases. Á grundvelli upplýsinga reiknuðu vísindamennirnir aldur fólks af mismunandi þjóðernum. Niðurstöður sýna að huglægur aldur er mismunandi eftir löndum. Í Japan og Sviss upplifðu þeir sem eru 76 ára sig sem 65 ára. Í Svíþjóð upplifðu þeir sem eru 73 ára sig vera 65 ára en Svíar komu best út af Norðurlandaþjóðum. Í Banda- ríkjunum var upplifun aldurs ekki mikil því þeir sem voru 68,5 ára töldu sig geta verið 65 ára. Hér fyrir neðan kemur fram hversu gamalt fólk er þegar það upplifir sig sem 65 ára eftir löndum. 1 Japan: 76,1 ára 2 Sviss: 76,1 ára 3 Frakkland: 76,0 ára 4 Singapúr: 76,0 ára 5 Kúveit: 75,3 ára Það er gott að eldast glaður Svíar verða ánægðari með sig eftir því sem þeir eldast, samkvæmt nýrri rannsókn sem fjarskipta- fyrirtækið Doro lét framkvæma. Góð heilsa og sjálfstraust gerir fólk hamingjusamt á efri árum. Innifalið í námskeiðinu: n Dagsverkefni fyrir 36 daga – handbók með öllum upplýs- ingum og fræðslu sem þú þarft n Æfingaapp, sérsniðnar heima- æfingar fyrir þig og þitt mark- mið n Átta fræðslufyrirlestrar í formi myndbanda ásamt glærum n Rafbók með uppskriftum (morgunverðir, millimál og kvöldverðir) n Rafbók með vikumatseðli og innkaupalista n Aðgangur að lokuðum stuðn- ingshóp á Facebook n Opinn hugleiðslutími alla föstudaga n Upphafs- og lokaviðtal n Sérsniðinn bætiefnalisti n 365 daga aðgangur að æf- ingaappi og ótakmarkaður aðgangur að sjúkraþjálfara n Uppfærð æfingaáætlun á átta vikna fresti Eldra fólk er hamingjusamara en margir þeirra yngri. Fólki finnst því líka vera yngra en áður þegar það eldist. 22 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.