Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 54

Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 54
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Auka blóðflæði og súrefnisupptöku | Styðja við vöðva og liðamót| Hraða endurheimt | Draga úr líkum á meiðslum Henta vel í • Hjólreiðar • Hlaup • Íþróttir • Útivist TRÖNUHRAUNI 8 | 220 Hafnarfirði www.stod.is | 565 2885 Ýmsir litir í boði Telma er virk á Instagram og Snapchat þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með lífsstíl sínum. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu þótt hún hafi ekki sinnt henni alla tíð, eftir því sem hún segir. Í dag er Telma lífsglöð, jákvæð og örugg. Þegar hún er spurð um góð ráð til að koma sér af stað í hreyfingu eftir áramótin, svarar hún: „Drífa sig af stað. Röskur göngutúr er til dæmis ekkert f lókinn. Við þurfum ekki að vera í formi til að byrja að æfa, en við verðum að æfa til að komast í betra form og það krefst vinnu, tíma, skuld- bindingar og þolinmæði. Að byrja daginn á hreyfingu sem þú hlakkar til að stunda gerir daginn þinn miklu betri, þú verður orku- meiri og mataræðið í meira jafn- vægi,“ segir hún. Telma segir að breytingar eigi ekki að valda kvíða, vanlíðan eða orkuleysi. Best sé að kunna sér hóf og bera virðingu fyrir eigin líkama. „Það er heljarinnar vinna að byggja heilsuna upp aftur ef hún hrynur,“ nefnir Telma sem segist þekkja það á eigin skinni. „Ég veiktist fyrir 12 árum og hef síðan þá þurft að fórna mörgu úr mataræðinu því ég kýs að lifa lífinu full af orku og í andlegu jafnvægi. Það er frábært að vakna ferskur á morgnana og hlakka til að takast á við verkefni dagsins, eitthvað sem allir eiga að upp- lifa. Það tekur ekki nema eitt ár að rústa heilsunni en það tekur þrisvar sinnum lengri tíma að vinna hana til baka,“ segir hún. Margir setja sér heit um áramót. Telma segist kannast við það. „Það vilja allir vera hraustir og sterkir. Allt of margir æða af stað án undirbúnings en oftast endar slíkt kapphlaup við rásmarkið. Ekki enn einn kúrinn. Heilbrigt líferni er lífsstíll sem hefst á því að fylla ísskápinn af hollustu, elda mest frá grunni og drekka vatn. Fyrsta skrefið er að setja sér mark- mið, finna rétta hreyfingu, borða mat sem þér finnst góður og er nærandi. Það verða allir að taka skynsamlega ákvörðun áður en farið er af stað í breytingar. Allt of margir gera illt verra. Betra er að fá faglega aðstoð.“ „Það er aldrei of seint að byrja og aldur skiptir ekki máli. Það hefur verið mikil vakning meðal eldra fólks að hreyfa sig en yngri kynslóðin er áhyggjuefnið, með þessu áframhaldi verður hún fyrsta kynslóðin til að deyja á undan foreldrum sínum vegna lífsstílssjúkdóma, streitu, hreyf- ingar- og næringarleysis. Íslendingar eru margir virkir í hreyfingu en það vantar upp á þekkinguna. Það er ekki nóg að hreyfa sig og liggja svo í gosi og skyndibita með nammipoka á milli fótanna. Það er svakalegt álag á líkamann ef hann fær ekki rétta næringu, góðan svefn og hugarró. Heilsan er svo miklu meira en holdafar, við erum 90% bakteríur sem þarf að huga að,“ segir Telma. Telma segist alltaf hafa haft áhuga á heilsu og var virk í íþróttum sem barn og unglingur. „Skíðaganga var mín keppnis- íþrótt á veturna og fótbolti á sumrin, ásamt öllum öðrum íþróttum sem hægt var að stunda í mínum heimabæ. Ég ólst upp á Ólafsfirði og í kringum 17 ára aldur þá hætti ég að hreyfa mig. Ég var ekki við góða heilsu þegar ég f lutti suður 1997, þá 21 árs. Ég byrjaði f ljótlega að æfa í Hress og eignaðist mitt fyrsta barn 23 ára,“ segir hún. „Þegar ég sá hvert líf mitt stefndi, orðin 30 kg of þung á líkama og sál, setti ég mér skrif leg markmið og fékk faglega hjálp. Ég held að það hafi sett punktinn yfir i-ið að hafa þjálfara á hliðar- línunni sem hrósaði mér og hvatti mig áfram,“ segir hún. „Heilsan yfirtók huga minn,“ upplýsir Telma. „Síðan þá hef ég unnið við það að hjálpa öðrum í gegnum Netþjálfun og er með Hópþjálfun í Hress þar sem konur æfa saman undir minni leiðsögn. Til að ná að sinna öllum sem til mín leita hannaði ég Heilsu- pakkann sem er ódýr kostur til að halda sér á tánum. Nýtt plan fyrir hreyfingu og næringu kemur mánaðarlega til að bæta heilsuna. Það verðskulda allir að vera í góðu formi og það á enginn að fara á mis við þau lífsgæði að búa í hraustum líkama. Það er bara þessi líkami og þetta líf, núna.“ Nokkur góð ráð frá Telmu n Góður svefn, vatn og bros er ódýrasta og besta leiðin til lifa góðu lífi. n Að borða ferskan og hreinan mat og matreiða hann sem mest sjálfur. n Tyggja matinn vel því meltingin byrjar í munninum. n Hugsa lengra en bara um útlitið, ertu að fara vel með það sem við sjáum ekki, meltingarveginn og líffærin, allt sem húðin felur? Að vera grannur þýðir ekki að þú sért heilbrigður. n Borða sem mest af grænu, allt sem kemur frá plöntum, þar er að finna töframeðalið. n Að minnka einföld og unnin kolvetni, þá helst sykur og hveiti. n Vera meira úti og fá næringuna sem þar er að finna, súrefnið og sólina. n Vera jákvæð og koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. n Sleppa reykingum og neyta áfengis í hófi. n Hlæja og hlæja aftur og hlæja meira. Hlátursköst og gleði er ein besta næring sem ég upp- lifi og eitt það heilbrigðasta og skemmtilegasta, sagt er að hláturinn lengi lífið. Heilsa er meira en holdafar Telma Matthíasdóttir hefur verið vinsæll einkaþjálfari um árabil. Hún er alltaf á fullu, 43 ára, móð- ir, þjálfari og eigandi fitubrennsla.is. Að auki rekur hún Bætiefnabúlluna ásamt unnusta sínum. Telma Matthíasdóttir lumar á ýmsum góðum ráðum fyrir þá sem vilja taka sig í gegn á nýju ári. Þegar ég sá hvert líf mitt stefndi, orðin 30 kg of þung á líkama og sál, setti ég mér skrif leg markmið og fékk faglega hjálp. Ég held að það hafi sett punktinn yfir i-ið að hafa þjálfara á hliðar- línunni sem hrósaði mér og hvatti mig áfram. 24 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.