Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 28.12.2019, Qupperneq 60
Við getum boðið upp á allt það sem fólk þarfnast þegar það er komið á efri árin, til dæmis regluleg innlit eða aðstoð við hvers konar hluti, eins og böðun eða aðstoð við matmálstíma. Ásdís Halldórsdóttir Ásdís Halldórsdóttir íþrótta-fræðingur er forstöðumaður Heilsu og vellíðunar hjá Sóltúni Heima sem sérhæfir sig í heimaþjónustu og heilsueflingu eldri borgara. Ásdís segir að heilsuefling hafi mikið að segja fyrir fólk sem er farið að eldast, sérstaklega er mikilvægt að gera styrktar- og jafnvægisæfingar þar sem jafnvægisskynið minnkar með aldrinum. „Við erum búin að byggja upp mjög öfluga heilsuefl- ingu og höfum verið að þjálfa hópa sem hefur gefist mjög vel. Með styrktarþjálfun getur fólk aukið styrk sinn og jafnvægi auk þess að minnka hættu á falli. Þetta er eitt það besta sem fólk getur gert til að halda góðri heilsu og lífsgæðum. Við erum með flottan tækjasal þar sem boðið er upp á æfingar undir leiðsögn þjálfara,“ segir Ásdís. Hún bendir á að einn hópurinn, Kraftajötnar, samanstandi af hressum körlum á aldrinum 67-92 ára. „Konur eru í öðrum hópi sem nefnist Kjarnakonur og þær hittast tvisvar í viku eins og karlarnir og gera styrktar- og jafnvægisæfingar ásamt góðum teygjum. Síðan erum við með þriðja hópinn, Morgun- hana, sem er blandaður hópur karla og kvenna. Að síðustu má nefna Vatnaliljur sem eru í vatns- leikfimi. Það hentar sumum mun betur að gera æfingar í vatni. Það er til dæmis auðvelt að hoppa í sundi,“ segir Ásdís og bætir við að allir hóparnir kynnist vel og með þeim skapist skemmtilegur félags- skapur sem mörgum er dýrmætur. „Þetta eru litlir hópar og við höldum vel utan um hvern og einn. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að vera með okkur,“ segir hún. „Eftir hvern tíma sest fólkið niður, spjallar saman og fær sér kaffi.“ Anna Þóra Árnadóttir sem er sjötug hefur stundað æfingar hjá Kjarnakonum. „Þessar æfingar hafa sannarlega verið til bóta bæði andlega og líkamlega,“ segir hún. „Þetta er annar veturinn minn í þessum hópi og það eru ekki bara æfingarnar sem hafa gert mér gott heldur einnig félagsskapurinn. Hópurinn samanstendur af skemmtilegum konum og ég get mælt hundrað prósent með þessu. Ég hef alltaf stundað leikfimi og útiveru en ég þurfti að styrkja bakið og þessar æfingar með Kjarnakonum hafa hjálpa mér mikið.“ Sóltún Heima býður einnig víðtæka heimaþjónustu. „Við getum boðið upp á allt það sem fólk þarfnast þegar það er komið á efri árin, til dæmis regluleg innlit eða aðstoð við hvers konar hluti, til dæmis böðun eða aðstoð við matmálstíma. Við höfum fengið frábær viðbrögð og ánægju með þjónustuna okkar. Allt okkar starfsfólk talar íslensku,“ segir Ásdís og bendir á að Sóltún Heima bjóði einnig upp á heimahreyf- ingu. „Þá förum við heim til þeirra sem eiga erfitt með að fara úr húsi. Kerfið er byggt á einstöku æfinga- kerfi frá Danmörku með mark- vissum styrktaræfingum sérstak- lega fyrir aldraða. Reynslan hefur sýnt að þær skila auknum styrk og bættu jafnvægi.“ Sóltún Heima býður upp á fjóra líkamsræktarhópa, þeir nefnast Morgunhanar, Krafta- jötnar, Kjarnakonur og Vatna- liljur. Styrktarþjálfunin fer fram í íþróttahúsi ÍFR, Hátúni 14, en vatnsleikfimin í Mörkinni við Suðurlandsbraut. Heilsuhóparnir fara af stað 7. janúar og skráning er hafin. Upplýsingar og skráning á heima- síðunni www.soltunheima.is, soltunheima@soltunheima.is eða síma 5631400. Öflug heilsuefling eldri borgara Sóltún Heima er sérsniðin þjónusta fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra. Áhersla er lögð á hreyfingu með styrktarþjálfun sem styrkir vöðva og bein ásamt því að bæta jafnvægið. Anna Þóra og Ásdís en sú fyrrnefnda er ákaflega ánægð með heilsuræktina hjá Sóltúni Heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sabína Steinunn Halldórsdóttir. Teikningar: Auður Ýr Elísabetardóttir Útivist er alls konar, útivera er alls konar og náttúran alls konar, iðandi af lífi og nær- ingu. Náttúran er alltaf opin öllum sem vilja sækja hana heim, hún gerir engan mannamun en eina kröfu: að þú gangir vel um hana og af virðingu,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir sem í vetur gaf út bókina Útiveru með 52 hug- myndum sem nota má til að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar í náttúrunni allan ársins hring. „Hugmyndirnar má leika með hvar sem er í heiminum hvort sem búið er í borg, bæ, þorpi eða sveit; það geta allir nýtt þær og eflt hugmyndaflug sitt jafnt og þétt. Að fá tækifæri og tíma til að leika og læra í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á allan þroska barna og forspárgildi um virkni þeirra og heilsu á efri árum. Með því að velja það að verja tíma úti með barni og börnum er sáð fræi til frambúðar,“ segir Sabína Steinunn. Ævintýrin gerast hvar sem er og hvenær sem er. „Aðalatriðið er að vera í núinu og njóta staðar og stundar og helst skilja snjalltækin eftir heima. Þitt hlutverk í þessum ævintýrum er að leiða leikinn, ekki stjórna, leyfa barninu að læra af reynslunni, vera farþeginn sem spyr spurninganna, hvetja til könnunnar, hlusta eftir viðbrögðum, aðstoða barnið við að ná þroskaáföngum og umfram allt: njóta gæðastunda með þínum dýrmætasta fjársjóði.“ Hósíkósí og næturbrölt með börnum Leikur í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á allan þroska barna og forspárgildi um virkni þeirra og heilsu á efri árum. Sabína Steinunn Halldórsdóttir er viskubrunnur góðra hugmynda að útiveru. Næturbrölt Hvenær: Skemmtilegast þegar það er farið að dimma, hvort sem er snemma að morgni eða seint á daginn. Áhöld: Vasaljós, eitt eða fleiri, og bók. Hvernig: Mikilvægast er að eiga vasaljós og rafhlöður fyrir gönguna. Vasa- ljósagöngu þarf ekki að skipu- leggja heldur er best að leyfa ævin- týrunum að gerast. Skemmtilegt að hafa fleiri en eitt vasaljós. Tillögur: Skiptist á að hafa vasaljós og leiða gönguna. Feluleikur – felið ykkur en blikkið ljósinu við og við. Einn í einu vísar veginn og stjórnar þrautakóngi. Leggist á góðan stað og segið sögu. Hafið bók meðferðis og lesið á góðum stað. Útbúið dulmál með vasaljósinu, eitt blikk táknar til dæmis hæ, eða tvö blikk tákna komdu. Þykist vera leyni- lögregla, læðist um og reynið að komast óséð frá A til B. Úðarar Áhöld: Úðabrúsi, matarlitur og vatn. Hvernig: Það er gaman að hafa nokkra úða- brúsa til að hafa marga liti. Það má nota ýmiss konar brúsa sem hafa klárast, svo sem undan glerúða eða öðru sem fellur til á heimilinu. Byrjið á að blanda liti í úðabrúsa með matarlitum áður en farið er út að skreyta en það er skemmtilegast að skreyta þegar það er snjór úti. Tillögur: Búið til snjókarl eða furðuverur og skreytið með litum. Gaman er að búa til risaorm með mörgum snjó- kúlum í röð sem síðar má ganga á og gera færniæfingar. Spreyið línur í snjó og vinnið með jafn- vægi og hoppæfingar. Spreyið línu sem upphafspunkt, hnoðið bolta til að kasta og setjið merki með lit þar sem hann lendir. Endurtakið og reynið að kasta lengra næst. Teiknið myndir í snjó með litunum. Skrifið í snjóinn, til dæmis nafnið ykkar eða annað sem þið viljið. Útbúið reikningsdæmi í snjó með einum lit og leysið með öðrum lit. Skiptist á að gera reikningsdæmi. Hósíkósí Áhöld: Kerti, krús og eldfæri. Hvernig: Það er gaman að byggja upp eftir- væntingu áður en haldið er af stað og fara út að kvöldi til þegar það er farið að skyggja og er sérstaklega huggulegt í góðu veðri á aðvent- unni eða í jólaljósum jólahátíðar- innar. Mjög gaman er að fara í náttfötum undir kuldagallann því það eykur enn á ævintýraljómann að fara út eftir háttatíma. Tillögur: Finnið kósí stað og hafið teppi meðferðis. Hugmyndirnar eru endalaust skemmtilegar. Til dæmis að lesa bók við kertaljós úti. Syngið við kertaljós úti í garði. Borðið kvöldmat úti í skógi við kertaljós. Útbúið snjóhús fyrir ykkur eða bara lítið snjóhús fyrir kerti. Takið nokkrar kertakrukkur með og setjið upp ratleik, við hverja krukku er eitt verkefni. Klárið heimalesturinn utandyra við kertaljós. 30 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RHEILSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.