Fréttablaðið - 28.12.2019, Page 61
Bára Sigurborg Ólafsdóttir og Helga Margrét Clarke taka vel á móti öllum sem koma í Heilsuborg. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Auðvelt er að fylgjast með árangrinum á líkamsgreiningartækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Í Heilsuborg sér fagfólk um alla þætti þjálfunar.
Hér er almenn skynsemi og gagnreyndar aðferðir hafð-ar leiðarljósi og nálgunin er
uppbyggileg. Hún byggir á hvatn-
ingu og þeirri staðreynd að fólk er
ólíkt. Mikill meirihluti þeirra sem
til okkar leita hefur áhuga á því að
léttast og/eða styrkja líkamann.
En ástæðurnar geta verið f leiri,
svo sem vöðvabólga eða verkir,
þreyta, streita, andleg vanlíðan,
óhollt mataræði og f leira. Það sem
hentar einum hentar ekki endi-
lega næsta manni,“ segir Helga
Margrét Clarke, forstöðumaður
heilbrigðisþjónustu hjá Heilsu-
borg.
„Oft veit fólk ekki hvernig best
er að byrja á því að bæta heilsu og
líðan. Það er t.d. svo mikið af mis-
vísandi upplýsingum um næringu
sem á að henta öllum. Töfralausnir
sem eiga að leysa málin í hvelli
dúkka upp reglulega. Vandinn
við þessar töfralausnir er að oftar
en ekki næst ekki sá árangur sem
til var ætlast. Margir kannast við
að byrja af krafti en verða svo
svangir og þreyttir og uppgjöfin á
næsta leiti með niðurrifspúkann
á öxlinni,“ segir Bára Sigurborg
Ólafsdóttir, fagstjóri líkamsræktar
hjá Heilsuborg.
Aðstoðum fólk að taka
fyrstu skrefin
„Hér í Heilsuborg vinnum við
öðruvísi. Við vitum að töfralausn-
ir eru ekki líklegar til árangurs til
lengdar. Við leggjum áherslu á að
fólk er ólíkt og að það sem hentar
einum hentar ekki endilega
öðrum. Þess vegna skoðum við
einstaklinginn, skoðum líkams-
samsetningu og lífsstíl og metum
með honum hvaða leiðir séu lík-
legastar til að skila honum þeim
árangri sem hann sækist eftir,“
segir Helga.
„Við höfum sniðið þjónustuna
að því að margir sem leita til
okkar þurfa stuðning við að
taka fyrstu skrefin að betra lífi,
bæði hvað varðar hreyfingu og
mataræði. Ýmsir möguleikar eru
í boði, bæði einstaklingsþjónusta
og grunnnámskeið í hreyfingu og
mataræði,“ bætir Bára við.
Hvernig léttumst við?
„Að svelta líkamann er ekki góð
leið. Þess vegna eru megrunarkúr-
ar ekki efst á óskalistanum hér í
Heilsuborg. Þetta er samt ótrúlega
lífseigt viðhorf, eitthvað gamalt og
inngróið í þjóðarsálina. Ástæðan
er sú að þegar líkaminn er sveltur
þá skrúfar hann niður starf-
semina og kerfið fer í hægagang.
Eins erum við líklegri til að leita
í skyndiorku og að velja kyrrsetu
við þessar aðstæður,“ segir Helga,
en í Heilsuborg er lögð áhersla á að
léttast á heilbrigðan hátt með því
að borða hollan og hreinan mat.
„Hjá okkur er ekkert bannað og
við leggjum til að gera breytingar
á mataræðinu skref fyrir skref
með því að bæta inn hollum mat
sem okkur finnst góður. Þann-
ig dettur óholli maturinn smám
saman út. Margir verða forviða á
að til að léttast þurfi þeir að borða
mun oftar og stundum jafnvel
meiri mat en þeir gerðu áður. Og
það er mikilvægt að fólk finni
hollan mat sem því finnst góður.
Enginn endist til lengdar í því að
borða eitthvað sem honum líkar
ekki.
Við gefum fólki margvíslegar
hugmyndir að hollum og ljúf-
fengum mat, kennum því jafnvel
að elda, leyfum því að smakka og
gefum uppskriftir. Við erum með
tvo ástríðukokka á okkar snærum
sem hafa sjálfir fundið nýtt líf með
hollari mat,“ segir Helga.
Aukinn styrkur og þol
Hjá Heilsuborg býðst margvísleg
líkamsrækt og þjálfun, bæði í
hópum og sem einstaklingsþjón-
usta. „Hér er afar vel búin aðstaða
til líkamsræktar, vel búinn tækja-
salur og salir fyrir hópþjálfun.
Við gætum þess að viðskiptavinir
Heilsuborgar hafi greiðan aðgang
að fagfólki í salnum, þar sem hægt
er að fá ráðgjöf íþróttafræðinga,
sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræð-
inga á auglýstum tímum,“ segir
Bára, en þetta fyrirkomulag hefur
reynst sérlega vel.
„Við höfum einlægan áhuga á
því að fólk nái árangri hjá okkur.
Þess vegna bjóðum við leið til
að fylgjast með árangrinum. Í
líkamsræktarkortum Heilsuborg-
ar, einstaklings- og hópþjálfun er
innifalinn aðgangur að mælingum
á líkamsgreiningartæki. Þar eru
m.a. grunnbrennslan, vöðvamassi,
innri kviðfita og önnur fitudreif-
ing mæld. Hægt er að skella sér í
mælingu á auglýstum tímum, eins
oft og fólk kýs,“ greinir Bára frá.
Taktu fyrsta
skrefið hjá
Heilsuborg
Er erfitt að komast af stað og breyta lífsstíln-
um? Í Heilsuborg getur þú tekið fyrsta skrefið,
enda einstakt heilsufyrirtæki þar sem fagfólk
tekur höndum saman til að aðstoða fólk við að
ná markmiðum sínum, hvort sem það vill við-
halda góðri heilsu eða bæta hana.
Frí ráðgjöf
Fyrir þá sem eru ekki vissir um næstu skref býður Heilsuborg fría
símaráðgjöf (15 mínútur). Hægt er að skrá sig á heimasíðu Heilsu-
borgar eða hafa samband við móttöku Heilsuborgar í síma 560 1010
eða senda póst á radgjof@heilsuborg.is
Nánari upplýsingar: Heilsuborg, Bíldshöfða 9,
sími 5601010 - www.heilsuborg.is
Ef þú kannast við eitthvert einkenni hér að neðan er góð hugmynd
að óska eftir frírri ráðgjöf í Heilsuborg.
n Vöðvabólga
n Kyrrseta/hreyfingarleysi
n Löngun til að breyta lífsstílnum
n Stöðug þreyta
n Að elda sjaldan og kaupa í staðinn skyndibita
n Kaffi eða orkudrykkir notaðir til hressingar oft á dag
n Þörf fyrir að vera nartandi yfir daginn
n Löngun í sætindi
n Löngun til að fara út og hreyfa sig en gera ekkert í málinu
n Að byrja af krafti í ræktinni en hætta fljótt aftur
n Að vera óánægð(ur) með sjálfa(n) sig
n Löngun til að styrkjast
n Að hafa prófað ýmsa kúra en bara í stuttan tíma
KYNNINGARBLAÐ 31 L AU G A R DAG U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 HEILSA