Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 67

Fréttablaðið - 28.12.2019, Side 67
Um 400 klukkustunda verk eftir Ólaf. Í því eru 145 bútar úr 65 viðarteg- undum. Boðskapurinn er ósk um frið. Þessi myndar- legi askur er renndur af Ólafi og útskorinn af Siggu á Grund. vorum að ala upp fimm stráka. En þá var ekki verið að keyra krakka út og suður á íþróttaæfingar, í afmæli og heimsóknir hvern einasta dag. Allt á f lugferð eins og nú er.“ Bergþóra segir að auk þeirra stráka hafi oft verið aukabörn á sumrin. „Það þótti sjálfsagt að koma börnum í sveit á þeim tíma, það var eins og þau væru bara á beit og ekkert fyrir þeim að hafa!“ Hún kveðst hafa starfað sem nuddari líka og leigt aðstöðu í Grænumörk á Selfossi. „Svo vorum við með kart- öflurækt,“ bætir hún við. Galleríið hugmynd Bergþóru Ólafur segir það algerlega hafa verið hugmynd Bergþóru að koma upp listasafninu. „Við áttum þetta hús saman, bræðurnir, og hún fór í það að kaupa af þeim húsið,“ lýsir hann. Bergþóra getur þess að þrjú ár hafi farið í að endurbyggja húsið, eftir efnum og ástæðum. Ólafur kveðst strax hafa haft hljómburð í huga við endurbæturnar. „Ég var búinn að spila svo oft í Skálholtskirkju og Hveragerðiskirkju að ég þurfti ekk- ert að finna upp hjólið. Þegar gólf eru hörð, veggir úr steini og timbur í lofti verður besti hljómburður sem hægt er að fá í viðkomandi húsi. Með aukinni lofthæð eykst hann að sjálfsögðu. Það er hærra loft í orgelstofunni,“ útskýrir hann. Bergþóra hefur safnað fallegum borðbúnaði, einkum kaffikönnum sem hún stillir upp í galleríinu. „Við erum líka oft með myndlistarsýn- ingar hér á sumrin, enda er þá dag- legur gestagangur,“ lýsir hún. Í galleríinu á líka nágranni þeirra Forsætishjóna, Sigga á Grund, nokkra veglega gripi, aðra á Ólafur og sumir eru samvinnuverkefni. „Ég renni og hún sker út,“ segir Ólafur. „Öll verkin mín eru gerð eftir árið 2000. Þá ákvað ég að leyfa hand- verkinu að eiga nokkur ár ef ég héldi góðri heilsu. Byrjaði ég á fullu og það var eins og hugmyndirnar hefðu hrannast upp í höfðinu á mér, ég var mikið í svona fínni smíði þegar ég var unglingur.“ Smíðaverkstæði föður Ólafs, Kristjáns Sigurjónssonar, er upp- sett í einu horninu. „Pabbi var landsþekktur fyrir að smíða nettar spunavélar. Með sínum fátæklegu verkfærum gerði hann um 180 stykki sem hann seldi út um allt land og til Færeyja. Hann missti heilsuna fimmtugur og mátti ekk- ert reyna á sig, þá lágu 200 pantanir fyrir og ég, elstur af fjórum bræðr- um, var ekki nema tíu ára svo fram- leiðslan lagðist af. Það er allt um þetta í bókinni Ull verður gull.“ „Þetta voru öll verkfærin hans tengdapabba og hann smíðaði hvað sem var með þeim. Það gæti enginn ungur maður gert neitt með þessu í dag,“ segir Bergþóra. „Tengda- mamma óf líka þau vefnaðarstykki sem hér eru. Þau voru mikið hand- verksfólk bæði.“ Gullbrúðkaup fram undan Bergþóra er úr Garðinum en hefur búið í Forsæti í 50 ár. Ég spyr hana hvernig þau hjón hafi kynnst. „Láttu Ólaf segja þér það. Það er skemmtilegra,“ svarar hún sposk. „Sú saga er tiltölulega einföld. Þessu var bara stjórnað,“ segir Ólafur. „Það var aðalþorrablót sveitarinnar fram undan, sem ég fór alltaf á eftir að ég komst til vits og ára. En segi við frænda minn: „Mig langar meira austur á Hellu núna, held það verði meira gaman þar.“ „Hvað? Ertu orðinn snarruglaður?“ spurði hann en sagðist svo sem geta komið með mér. Það var mikil hálka á veginum og ungir piltar voru komnir út af hér austur í Holtum. Ég átti Land Rover og dró þá upp á veg, í þakklætis- skyni sögðu þeir: „Við eigum pantað borð í Hellubíói og þið verðið bara heiðursgestir við það.“ Það kom sér vel. Hellubíó var pakkfullt og hvergi önnur sæti. Það var árshátíð Húsmæðraskólans á Laugarvatni og mikið kvennaval á þessu balli. Ég var ekki fyrr sestur en ég sá unga dömu við borð nálægt mér og ég vissi samstundis að þetta mundi verða konan mín. Við eigum 50 ára brúðkaupsafmæli á næsta ári.“ Nú er komið að því að kveðja. En áður spyr ég þau hjón hvað næst sé á döfinni í Tré og list og orgelstofunni. „Það er í bígerð að bjóða sveitung- unum öllum á orgeltónleika eftir áramótin,“ svarar Ólafur brosandi og bætir við: „Ef ég næ að æfa mig nóg! Tíminn fer svolítið í það núna.“ Björgvin Franz G ísl as on Stína Ágústsd ót tir Sigurður Flosa so n KK STJÓRNANDI & KYNNIR: Sigurður Flosason NÝÁRSTÓNLEIKAR Í ELDBORG 5. JANÚAR KL. 20.00 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27L A U G A R D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.