Fréttablaðið - 28.12.2019, Síða 82
Á ég þá bara að gefa þér svona stuttan útdrátt úr mínu lífi?“ segir Birta hlæjandi sem er komin til viðtals við blaðamann í mið-
borginni.
Það stafar hlýlegri orku af Birtu
og þeir sem hana þekkja segja hana
vel að velgengninni komna. Hún
hefur lagt áherslu á að vera sterk og
jákvæð fyrirmynd og hefur talað
opinberlega af einlægni um for-
dóma sem hún hefur orðið fyrir.
Lítið um beinagrindur
Hún er fædd í Reykjavík en bjó um
tíma í sveit í Hörgárdal. Þaðan lá
leiðin í Mosfellsbæ. Ólíkt mörgum
krökkum í hennar árgangi var hún
við nám í Menntaskólanum við
Sund.
„Megnið af krökkunum í mínum
árgangi úr Mosó ætlaði í Kvennó.
Mig langaði að víkka sjóndeildar-
hringinn, prófa nýja hluti og kynn-
ast nýju fólki. Þess vegna ákvað ég
að fara í MS,“ segir Birta, sem er
nýorðin tvítug.
„Það hjálpaði kannski líka til við
að vinna titilinn að ég hef ekki gert
mikið af mér. Ég fór ekki í gegnum
þetta klassíska villinga- og upp-
reisnarskeið eins og svo margir
unglingar. Ég var smá englabarn
og get ekki sagt að ég sé með ein-
hverjar beinagrindur í skápnum,“
segir Birta og skellir upp úr.
Algjör sveitalubbi
Birta ber Manuelu Ósk, öðrum
umsjónarmanni keppninnar, vel
söguna og er þakklát fyrir hennar
handleiðslu.
„Þegar ég kem inn í keppnina er
ég algjör sveitalubbi. Ég átti hvorki
háa hæla né förðunarbursta. Ég var
ekki á samfélagsmiðlum, eða jú, ég
var með Facebook fyrir ömmu mína
sem býr á Akureyri. Síðan stofnaði
ég Instagram-aðgang eftir að ég fór
í keppnina, það hefur verið gott að
geta leitað til Manuelu með sam-
skiptamiðlana. Fyrst þegar kynn-
ingin á okkur var birt opinberlega
var ég með um 400 fylgjendur. Í dag
er ég með rúmlega 65 þúsund.“
Hún viðurkennir að það sé ekki
alltaf dans á rósum að vera í sviðs-
ljósinu en jákvæðu viðbrögðin vegi
mun þyngra en hin neikvæðu.
„Mér finnst mest gaman að fá
hrós frá krökkum. Börn eru engir
lygarar. Þau horfa bara í augun á
þér og segja nákvæmlega hvað þeim
finnst.“
Erfitt að sjá sig ekki í neinum
Ein af verðlaunum sem fylgdu titl-
inum Miss Universe Iceland var
mánaðarferð um Bandaríkin.
„Í þeirri ferð var ég þjálfuð enn
betur í því að labba. Ég labbaði
meira að segja á New York Fashion
Week. Úti hitti ég líka einkaþjálfara
og lærði um hollt og gott mataræði.
Við hittum líka styrktaraðila
keppninnar þarlendis. Þetta var
allt öðruvísi en heima, í Bandaríkj-
unum eru svona keppnir svo stór-
ar. Sérstaklega í Suðurríkjunum.
Krakkarnir líta upp til keppenda,
þau horfðu bara á okkur eins og við
værum alvöru prinsessur. Ein lítil
stelpa kom til mín, tók í höndina á
mér og hvíslaði: „Er kórónan þín úr
alvöru demöntum?“,“ segir Birta.
Vænst þykir henni þó um þegar
börn segjast geta séð sig í henni.
„Því ég veit hversu erfitt það var
að alast upp á Íslandi og sjá ekki
sjálfa mig í neinum.“
Þakklát foreldrum sínum
Móðir Birtu er íslensk en blóðfaðir
hennar er „einhvers staðar í Afríku“
segir Birta en hún hefur aldrei hitt
hann.
Það að hafa blóðföður sinn ekki í
lífi sínu hefur ekki komið mikið að
sök í uppeldi Birtu, það hafi verið
gott og hún er foreldrum sínum
þakklát fyrir að hafa alið hana upp
sem þá manneskju sem hún er í dag.
Uppeldisfaðir Birtu ættleiddi hana
þegar hún var 12 ára gömul, og því
kallar hún hann að sjálfsögðu bara
pabba.
„Hann er alíslenskur líka, þannig
að í minni fjölskyldu er ég sú eina
litaða. En mér er svo mikilvægt að
vera opin með þetta og ræða þetta.
Þetta gat reynt mikið á. Besta ráðið
gaf pabbi minn mér: Ef þú ert fyrir-
mynd fyrir eða hjálpar einni mann-
eskju, þá er þetta allt þess virði. Það
skipti miklu meira máli en einhver
titill.“
Birta segist alltaf hafa fylgt hug-
sjóninni að fjölskylda manns sé
fólkið sem er til staðar og elur mann
upp.
„Þó að við pabbi minn deilum
ekki sömu genum þá var það hann
sem setti mig í mitt fyrsta straff. Það
var hann sem kenndi mér að hjóla.
Það var hann sem sat yfir mér og
kenndi mér stærðfræði þegar ég var
alveg að gefast upp. Við erum samt
enn ósammála um hve erfið algebra
sé,“ segir Birta brosandi. „En eins og
ég sagði, við pabbi deilum kannski
ekki genum en við deilum sálinni
okkar og verðum alltaf til staðar
hvort fyrir annað. Það er að vera
pabbi.“
Fyrirmynd fyrir alla
Birta fékk mörg ljót og leiðinleg
skilaboð frá ókunnugu fólki þegar
opinberað var hverjir tækju þátt í
keppninni í ár.
„Það voru margir sem vildu ekki
að ég tæki þátt, enn síður að ég
myndi vinna. Ég hef birt pistil um
það hvernig það er að alast upp
litaður á Íslandi. Ég fann mikið
fyrir stuðningi foreldra, krakka og
unglinga sem annaðhvort upplifðu
það sama og ég eða höfðu tekið eftir
því úr sínu nánasta umhverfi. Svo
var líka hellingur sem hafði aldrei
tekið eftir né pælt í þessu, þetta var
oft aðeins eldra fólk sem vildi gera
betur og þakkaði mér fyrir að opna
mig svona með þetta,“ segir Birta.
Hún segist hafa fundið fyrir
mikilli ást og umhyggju þegar hún
vann.
„Mér fannst þetta líka sýna hvað
við þurfum að auka á fjölbreyti-
leikann, gefa einstaklingum sem
krakkar í svipaðri stöðu geta litið
upp til meira pláss í fjölmiðlum til
dæmis. Alls ekki bara af því að ég
VIÐ PABBI DEILUM
KANNSKI EKKI GENUM
EN VIÐ DEILUM SÁLINNI OKKAR
OG VERÐUM ALLTAF TIL STAÐAR
HVORT FYRIR ANNAÐ. ÞAÐ ER
AÐ VERA PABBI.
LITAÐIR KRAKKAR
ERU ALLS EKKI ÞEIR
EINU SEM LÍÐUR ILLA EÐA EINS
OG ÞAU SÉU ÚTSKÚFUÐ. ÞAÐ
GETUR KOMIÐ FYRIR ALLA.
Þú færð Bergþóru á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Bergþóra er öflug. Kúlur sem springa í rauðar
og grænar brakandi glitrandi stjörnur. Því
næst gulllituð pálmablóm með hvítu
og grænu leifturljósi og að lokum
gulllituð pálmablóm með bláum,
rauðum og grænum laufum
sem falla niður. Endar á
silfurlituðu stjörnuregni
með blossum.
skot
49
SEK
4
5
7,5
49
kg
Var algjör
sveitalubbi
Þegar Birta Abiba hóf þátttöku í Miss Uni-
verse Iceland var hún lítið á samfélags-
miðlum og alls ekki upptekin af því að vera
í sviðsljósinu. Nú er hún með 65 þúsund
fylgjendur á Instagram og gætir enn að því
að týna ekki gildum sínum, því þrátt fyrir
vinsældirnar er hún mjög jarðbundin.
er lituð. Það var aldrei mín meining
að vera fyrirmynd bara fyrir litaða
krakka, ég geri mitt besta til að vera
fyrirmynd fyrir alla krakka. Litaðir
krakkar eru alls ekki þeir einu sem
líður illa eða eins og þau séu útskúf-
uð. Það getur komið fyrir alla.“
Samkenndin mikilvægust
Hún segist ánægð með
aðkomu sína að því
að opna enn frekar á
umræðuna.
„Við Íslendingar
eigum það til að fara
í vörn þegar kemur
að gagnrýni á okkur
sjálf. Ég hef aldrei
verið með neinar beinar yfirlýsing-
ar eða alhæfingar. Ég upplifði mikið
mótlæti, vissulega. Það voru margir
sem lýstu því yfir að rasismi væri
hreinlega ekki vandamál á Íslandi
lengur.“
Hún segir það hafa verið erfitt
fyrir foreldra hennar að verða vitni
að dóttur sinni lenda í kynþáttafor-
dómum.
„Þau lögðu mesta áherslu á að ég
væri góð við aðra, líka þá sem væru
ekki góðir við mig. Þau sögðu allt-
af: „Þú veist ekki hvað hin mann-
eskjan hefur gengið í gegnum. Þín
orð geta verið það sem byggir upp
manneskju eða brýtur hana niður.
Ég gekk vissulega í gegnum tímabil
sem táningur þar sem ég fór ekki
alveg eftir þessu, mér leið eins og ég
væri ein um það að líða illa. En þau
lögðu mikið upp úr því að ég lærði
samkennd með öðrum og gæti sett
mig í spor annarra. Síðan þá hef
ég reynt að lifa eftir þeirri reglu og
taka ekki inn á mig orð annarra,
ég verð ekki reið lengur þegar
ég les ljóta hluti um mig. Ég
hugsa: Hvað hefur gerst í lífi
þeirra sem fær þau til að sýna
svona sterk og neikvæð við-
brögð við því sem ég er að
segja? Það eina sem ég get gert
er að sýna þessu fólki samkennd.“
steingerdur@frettabladid.is
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ