Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Oct 2019, Page 13

Læknablaðið - Oct 2019, Page 13
LÆKNAblaðið 2019/105 429 R A N N S Ó K N Niðurstöður Á tímabilinu 2006­2016 fengu tæplega 23.000 manns á aldrinum 18­35 ára ávísað einu eða fleiri lyfjum úr flokki þunglyndislyfja, róandi lyfja eða svefnlyfja. Árið 2006 fengu 4005 manns eina eða fleiri ávísanir á ofangreind lyf og árið 2016 hafði þeim fjölgað um tæp 66% og voru þá orðnir 6645. Hluti þessa fólks fékk ávísað lyfi úr fleiri en einum lyfjaflokki. Eldri einstaklingar fengu fleiri ávís­ anir en þeir yngri en mesta aukningin varð á ávísunum til 18 ára einstaklinga, úr 48 í 155, eða um tæp 223%. Þegar ávísanir fyrir þessa þrjá lyfjaflokka eru skoðaðar kemur í ljós að mesta fjölgunin varð á þeim sem fengu ávísað þunglyndis­ lyfjum, eða um tæplega 87% frá 2006­2016. Þá fengu tæplega 75% fleiri einstaklingar ávísað róandi lyfjum árið 2016 borið saman við árið 2006 (tafla I). Ekki voru miklar breytingar á hlutfalli karla og kvenna sem fengu ávísað þunglyndislyfjum og róandi lyfjum á rannsóknar­ tímabilinu. Konur voru í meirihluta öll árin, tvær á móti einum karli. Á tímabilinu varð breyting á kynjahlutfalli þeirra sem fengu ávísað svefnlyfjum í þá átt að það varð jafnara en þó voru konur alltaf fleiri. Árið 2006 var hlutfallið svipað og fyrir þunglyndis­ og róandi lyf, eða um 66% konur, en árið 2016 hafði hlutfall karla aukist í tæp 45% og hlutfall kvenna var komið niður í 55%. Á mynd 1 og í töflu I sést að langflestar ávísanir voru á þunglyndislyf. Frá 2006­2014 voru fleiri ávísanir á svefnlyf en róandi lyf en árin 2015 og 2016 voru ávísanir á róandi lyf orðnar fleiri. Þunglyndislyf Fjöldi einstaklinga sem fékk ávísað þunglyndislyfi tæplega tvö­ faldaðist frá 2006­2016 en að meðaltali jókst hann um 6,2% (p<0,001) milli ára og var hlutfallsleg aukning meiri hjá konum. Lyfjaávís­ anir voru fleiri árið 2016 en árið 2006 en frá 2008­2009 fækkaði þeim um meira en 3500 (mynd 2). Ávísuðum dagsskömmtum þunglyndislyfja fjölgaði að meðaltali um 10,5% (p<0,001) milli ára á tímabilinu. Af undirflokkum þunglyndislyfja höfðu sértækir serótónín­ endurupptökuhemlar (SSRI) langstærsta hlutdeild og var hún frá 81%­86% á tímabilinu (mæld í DDD/1000 íbúa/dag). DDD SSRI ­lyfja á hverja 1000 íbúa á dag jukust ár frá ári og árið 2016 hafði orðið tæplega þreföldun hjá konum en hjá körlum varð aukningin 146% (mynd 3). Róandi lyf og kvíðastillandi lyf Fjöldi einstaklinga sem fékk ávísað róandi lyfjum jókst hlutfalls­ lega jafnmikið hjá konum og körlum frá 2006­2016 og að meðal­ tali fjölgaði þeim um 4,9% (p<0,001) milli ára. Svipuð fjölgun varð á lyfjaávísunum á tímabilinu. Fjöldi DDD jókst að meðaltali um 3,0% (p<0,001) frá ári til árs en frá 2008­2009 jukust þeir um 22,7% (p<0,001), þar af um 12,9% (p<0,001) hjá konum og 39,5% hjá körl­ um (p<0,001) (mynd 4). Af þeim körlum sem fengu ávísað róandi lyfjum árið 2009 höfðu 35% ekki fengið ávísað lyfjunum árið áður. Mynd 1. Fjöldi ávísana róandi lyfja, svefnlyfja og þunglyndislyfja til einstaklinga 18- 35 ára hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 2. Þunglyndislyf, fjöldi ávísana til einstaklinga 18-35 ára hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 3. Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 4. Róandi og kvíðastillandi lyf, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 1. Fjöldi ávísana geðlyfja. Einstak ingar 18-35 ára sem fengu ávísað þunglynd s-, róandi- og svefnlyfjum á Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. Mynd 2. Þunglyndislyf, fjöldi ávísana. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 5000 10000 15000 20000 25000 30000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Róandi lyf Svefnlyf Þunglyndislyf 0 2500 5000 7500 10000 12500 15000 17500 20000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Karlar Konur Heild Mynd 1. Fjöl i ávísana geðlyfj . Einst klingar 18-35 ára sem fen u ávísað þunglyndis-, róandi- og svefnly jum á Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tíma ilinu 2006-2016. Mynd 2. Þunglyndislyf, fjöldi ávísana. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 5000 10000 15000 20000 25000 30000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Róandi lyf Svefnlyf Þunglyndislyf 0 2500 5000 7500 1000 12500 15000 17500 2000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 201 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Karlar Konur Heild Mynd 3. Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 20 40 60 80 100 120 140 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild 0.0 1.0 2.0 3.0 4.0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild Mynd 3. Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 20 40 60 80 100 120 140 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild 0.0 1.0 2.0 3.0 4.0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.