Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 13

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2019/105 429 R A N N S Ó K N Niðurstöður Á tímabilinu 2006­2016 fengu tæplega 23.000 manns á aldrinum 18­35 ára ávísað einu eða fleiri lyfjum úr flokki þunglyndislyfja, róandi lyfja eða svefnlyfja. Árið 2006 fengu 4005 manns eina eða fleiri ávísanir á ofangreind lyf og árið 2016 hafði þeim fjölgað um tæp 66% og voru þá orðnir 6645. Hluti þessa fólks fékk ávísað lyfi úr fleiri en einum lyfjaflokki. Eldri einstaklingar fengu fleiri ávís­ anir en þeir yngri en mesta aukningin varð á ávísunum til 18 ára einstaklinga, úr 48 í 155, eða um tæp 223%. Þegar ávísanir fyrir þessa þrjá lyfjaflokka eru skoðaðar kemur í ljós að mesta fjölgunin varð á þeim sem fengu ávísað þunglyndis­ lyfjum, eða um tæplega 87% frá 2006­2016. Þá fengu tæplega 75% fleiri einstaklingar ávísað róandi lyfjum árið 2016 borið saman við árið 2006 (tafla I). Ekki voru miklar breytingar á hlutfalli karla og kvenna sem fengu ávísað þunglyndislyfjum og róandi lyfjum á rannsóknar­ tímabilinu. Konur voru í meirihluta öll árin, tvær á móti einum karli. Á tímabilinu varð breyting á kynjahlutfalli þeirra sem fengu ávísað svefnlyfjum í þá átt að það varð jafnara en þó voru konur alltaf fleiri. Árið 2006 var hlutfallið svipað og fyrir þunglyndis­ og róandi lyf, eða um 66% konur, en árið 2016 hafði hlutfall karla aukist í tæp 45% og hlutfall kvenna var komið niður í 55%. Á mynd 1 og í töflu I sést að langflestar ávísanir voru á þunglyndislyf. Frá 2006­2014 voru fleiri ávísanir á svefnlyf en róandi lyf en árin 2015 og 2016 voru ávísanir á róandi lyf orðnar fleiri. Þunglyndislyf Fjöldi einstaklinga sem fékk ávísað þunglyndislyfi tæplega tvö­ faldaðist frá 2006­2016 en að meðaltali jókst hann um 6,2% (p<0,001) milli ára og var hlutfallsleg aukning meiri hjá konum. Lyfjaávís­ anir voru fleiri árið 2016 en árið 2006 en frá 2008­2009 fækkaði þeim um meira en 3500 (mynd 2). Ávísuðum dagsskömmtum þunglyndislyfja fjölgaði að meðaltali um 10,5% (p<0,001) milli ára á tímabilinu. Af undirflokkum þunglyndislyfja höfðu sértækir serótónín­ endurupptökuhemlar (SSRI) langstærsta hlutdeild og var hún frá 81%­86% á tímabilinu (mæld í DDD/1000 íbúa/dag). DDD SSRI ­lyfja á hverja 1000 íbúa á dag jukust ár frá ári og árið 2016 hafði orðið tæplega þreföldun hjá konum en hjá körlum varð aukningin 146% (mynd 3). Róandi lyf og kvíðastillandi lyf Fjöldi einstaklinga sem fékk ávísað róandi lyfjum jókst hlutfalls­ lega jafnmikið hjá konum og körlum frá 2006­2016 og að meðal­ tali fjölgaði þeim um 4,9% (p<0,001) milli ára. Svipuð fjölgun varð á lyfjaávísunum á tímabilinu. Fjöldi DDD jókst að meðaltali um 3,0% (p<0,001) frá ári til árs en frá 2008­2009 jukust þeir um 22,7% (p<0,001), þar af um 12,9% (p<0,001) hjá konum og 39,5% hjá körl­ um (p<0,001) (mynd 4). Af þeim körlum sem fengu ávísað róandi lyfjum árið 2009 höfðu 35% ekki fengið ávísað lyfjunum árið áður. Mynd 1. Fjöldi ávísana róandi lyfja, svefnlyfja og þunglyndislyfja til einstaklinga 18- 35 ára hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 2. Þunglyndislyf, fjöldi ávísana til einstaklinga 18-35 ára hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 3. Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 4. Róandi og kvíðastillandi lyf, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2006-2016. Mynd 1. Fjöldi ávísana geðlyfja. Einstak ingar 18-35 ára sem fengu ávísað þunglynd s-, róandi- og svefnlyfjum á Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. Mynd 2. Þunglyndislyf, fjöldi ávísana. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 5000 10000 15000 20000 25000 30000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Róandi lyf Svefnlyf Þunglyndislyf 0 2500 5000 7500 10000 12500 15000 17500 20000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Karlar Konur Heild Mynd 1. Fjöl i ávísana geðlyfj . Einst klingar 18-35 ára sem fen u ávísað þunglyndis-, róandi- og svefnly jum á Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tíma ilinu 2006-2016. Mynd 2. Þunglyndislyf, fjöldi ávísana. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 5000 10000 15000 20000 25000 30000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Róandi lyf Svefnlyf Þunglyndislyf 0 2500 5000 7500 1000 12500 15000 17500 2000 2006 2007 2008 2009 2010 2011 201 2013 2014 2015 2016 Fj öl di á ví sa na Ár Karlar Konur Heild Mynd 3. Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 20 40 60 80 100 120 140 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild 0.0 1.0 2.0 3.0 4.0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild Mynd 3. Sértækir serótónín-endurupptökuhemlar, DDD/1000 íbúa/dag. Einstaklingar á aldrinum 18-35 ára sem fengu ávísað lyfjunum hjá Heilusgæslu höfuðborgarsvæðisins á tímabilinu 2006-2016. 0 20 40 60 80 100 120 140 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild 0.0 1.0 2.0 3.0 4.0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 D D D /1 00 0 íb úa /d ag Ár Karlar Konur Heild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.