Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 7
hesputré Myndirnar eru af gömlu hesputré í eigu Sigrúnar Stefánsdóttur fyrrv. verslunarstjóra Islensks Heiniilisiðnað- ar. Hún er frá Eyjadalsá í Bárðardal og segir að þar hafi verið svipað tré, en þetta keypti hún gamalt og ekki vitum við hver smíðaði það, þó komið frá Norður eða Suður-Þingeyjarsýslu. Eg spurði hana um notkun trésins: Hesputréð var ómissandi hjálpartæki á hverju heimili þar sem tóskapur var um hönd hafður fyrr á árum og það var í raun og veru unnið að ullariðnaði á hverju býli til sjávar og sveita. Hlýr fatn- aður var nauðsynlegur. Spunakonan sat við rokkinn og teygði lopann, snæld- an fylltist fljótt af bandi eða þræði ef um vefnað var að ræða, og þegar þar kom að meira komst ekki á snælduna var hún lekin úr rokknum og sctt í snældustól og þá kom þetta nauðsynlega hesputré til notkunar. Stærð hesputrésins var ákveðin að ummáli 165 cm, vafningar 44 í skreppu og venjulega 11 skreppur í hespu. Þræði er brugðið á milli skrepp- anna og taldi þær. Þessi þráður var sterkur og kanski heldur grófari og var kallaður skreppuspotti. Þessi sami spotti var notaður aftur og aftur og geymdur í skál við vefstólinn eða krónuna þegar undið var af hesputrénu og balbínað sem kallað var fyrir vefínn. Þannig var hægt að reikna hve mikið var fyrir hendi af þærði og sérstaklega létti það útreikninginn þegar um vefnað var að ræða. Hesputréð er lóðréttur standur upp- úr því sem kallað er blokk, ýmist þrí-eða fjórfættur sökkull, framan á trénu eru fjórar álmur, svonefndur kross; ás sem gengur í gegnum krossinn snýr litlu tannhjóli, sem aftur hreyfir stærra hjól, ekki ólíkt og í klukku. Ejöður er á stand- inum og tyttur á hjólinu sem fjöðrin smellur á við ákveðinn vafningafjölda, þess vegna er það kallað skreppa þegar þannig skreppur í. Handfang er á einni álmu krossins sem haldið var um þegar snúið var. Meðan gömlu inálin voru notuð var talað um að hver hespa væri 2 álnir og 2 kvartél og þrír þumlúngar og 8 lóð á þyngd sem eru 120 gr. Ein umferð á krossinum var líka kallaður þráður, þannig að 11 skreppur voru 484 þræðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1981)
https://timarit.is/issue/406971

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1981)

Aðgerðir: