Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 4
tvær sjaldgæfar finnskar bandgrindur
Á sýningu, sem nefndist á sænsku „Rosband och plocka-
band” og sett var upp í Norræna húsinu í desenrber 1979,
mátti sjá ýmsar gerðir af munsturofnum böndum. Þau
voru öll ofin í sérstæðum bandgtindum, sem notaðar hafa
verið á ýmsum stöðum í Finnlandi.
Þetta eru tvær gerðir af bandgrindum, sem eiga það
sameiginlegt, að í þeim er hægt að aðskilja munsturþræði
frá grunnþráðum, en það auðveldar nrjög úttalningu
munsturs.
Yngri gerðin hefur sérstakar styttri raufar fyrir
munsturþræðina, eti grunnþræðirnir koma sinn hvoru
megin við þá, til skiptis í langar raufar og göt og bindast
í eins konar javabindingu, 1. rnynd. Munstrið byggist á
skálínum. Munsturhlutar eins og tíglar, krossar, oddar og
1. MYND
Bandgrind með styttri raufum fyrir 9 munsturþræði.
Eign minjasafns Austurbotns í Vasa.
hjörtu eru algetig, 2. nrynd. Þessi bandgrind hefur fyrst og
frernst verið notuð í syðstu strandhéruðum Austurbotns,
en hefur einttig verið til hér og hvar inn í landinu. Á
Álandi hef ég heyrt hana nefnda „austurbotneska band-
grindin'. Elstu bandgrindur okkar af þessari gerð eru frá
fyrri hluta 19. aldar. Þær voru gerðar fyrir 7 og allt að 17
munsturþræði, hringlaga eða ferhyrndar og oft fagut iega
útskornar og málaðar. Þá voru þær oftast tryggðapantar.
Hin verðandi brúður frá Austurbotni óf sér gerðarlega
aktauma fyrir brúðkaupið í stórum og sterklegum band-
grindum af þessari gerð, oftast með 9 munsturþráðum. í
þá var ofið nafn og ártal tueð rauðurn og gulum litum, en
stundum bláu. grænu og fjólubláu. Það er harla undarlegt
að notkun þessa verkfæris skuli að mestu hafa fallið í
gleymsku, þegar tekið er tillit til þess, hve handhægt og
auðvelt er að vinna með því.
Enn þá minni vitneskja er til um eldri tegundina, band-
grindur með tvöfaldri gataröð. Hún var notuð í strandhér-
uðum Austurbotns og í skerjagarðinum fyrir utan, einnig
á eyjunum fyrir utan Ábo og á Álandi. Margar merktar
bandgrindur af þessari gerð eru frá 18. öld. Á sunrum er
tvöföld gataröð yfir alla breiddina, á öðrum aðeins fyrir
ákveðinn þráðafjölda á miðju, 3. mynd. Mjög lítið er til á
minjasöfnum af böndum ofnurn í þessum bandgrindunr.
Mér hefur þó lánast að fá nokkrar munnlegar heimildir
unr bandvefnað nreð tveinr gataröðum. Tvenns konar
munstur hafa r erið ofm nreð þessu tæki, 4. nrynd. 1 skerja-
garðinum \ ið Ábo og á Álandi voru ofin bönd með einum
grunnþræði milli munsturþráða. Munsturþræðirnir eru
dregnir í efri gataröðina og grunnþræðirnir í raufarnar,
en jaðarþræðir í neðri gataröð og raufar (einskeftubind-
ing). Munstrið er byggt á þráðasamstæðum (2 eða 3
þráðurn), senr mytida lausaslöngur yftr 1, 3 eða 5 fyrir-
drög. Fyrirdrögin liggja laus undir sömu þráðum og koma
þar í ljós. Þessi munsturgerð hefur verið oftn í Svíþjóð
(Sollerö) og kemur einnig fyrir sem jaðarmunstur á bönd-
um frá Eystrasaltslöndunum. í hinni munsturgerðinni
koma tveir grunnþræðir milli munsturþráða og bindast í
einskeftu. Munsturþræðirnir eru dregnir í aðra gata-
röðina, grunnþræðirnir í hina og raufarnar. Munstur af
4
HUGUR OG HÖND