Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 43
AÐ LITA GULAN LIT MEÐ BEITIL YNGI
(Calluna vujgaris)
100 gr ullarband
300 gr þurrkað beitilyng (450 gr nýtt bcitilyng)
18 gr alún (aluminii kalii sulfas)
10 gr vinsteinn (kalii bitartras)
5 1 vatn.
Nota má glerjaðan pott, ál- eða stálpott.
Bandið er undirbúið á sama hátt og fyrir mosalitunina.
Beitilyngið er klippt niður og lagt í bleyti yfir nótt, síðan
soðið næsta dag í eina til tvær klst., látið kólna niður í 40—
45 C° . Pá er lyngið síað frá litunarleginum. Alún og vín-
steinn er leyst upp í snarpheitu vatni (nota má glerkrús og
tré- eða glerpinna til að hræra með í upplausninni) og látið
vel uppleyst í litunarlöginn. Bandið sem legið hefur smá-
stund í volgu vatni er nú sett útí og hitað hægt upp í 85—90
C° og því hitastigi haldið í eina klst., meðan hreyft er varlega
við bandinu af og til. Gott er að láta bandið kólna í litunarl-
eginum og bíða yfir nótt áður en það er þvegið úr volgu sáp-
uvatni og skolað. Liturinn verður þá sterkari og ljósþolnari.
Litunarbaðið má nota aftur og er farið að eins og við fyrri
litunina. Álún og vínsteinn notað í samræmi við garnþyngd
og litað í minnst eina klst. Liturinn úr seinni litunarleginum
verður nokkuð ljósari.
AÐ LITA BRÚNAN UT MEÐ LITUNARMOSA
(Parmelia saxatilis)
100 gr ullarband
400 — 500 gr litunarmosi
5 — 6-1 vatn
1 bolli cdik
Nota má glerjaðan pott, ál- eða stálpott. Verksmiðjuum-
bindingar eru fjarlægðar af bandhespunum og bundið
aftur um þær lauslega með bómullargarni á þremur stöð-
um. Bandið er síðan þvegið og skolað vel. Mosinn er mu-
linn milli handanna lagður í bleyti yfir nótt og soðið uppá
honum með edikinu næsta dag og látinn sjóða í tvær klst.
Gott er að láta löginn bíða síðan enn eina nótt. Mosalögur-
inn er þá hitaður upp í 40—45 C° og bandið sem legið hef-
ur smástund í volgu vatni er sett út í og hitað hægt upp í
85—90 C° . Hreyft er varlega við bandinu öðru hverju á
meðan því hitastigi er náð. Gæta verður vel að því að hreyfa
ekki bandið svo óþrymilega í Iituninni að það þófni, sérstak-
lega á þetta við í mosalituninni þar sem mosinn er ekki
síaður frá litunarleginum. Lituninni er haldið áfram í minnst
eina klst. Ef óskað er eftir dekkri lit er bandið hitað áfram
í leginum þar til æskilegur litatónn er fenginn.
Ef litaðar eru fleiri hespur er mosi, edik og vatn mælt upp
og aukið í samræmi við garnþyngdina. Litunarílátið verður
einnig að vera stærra.
Mismunandi litastyrk má fá á hespurnar með því að taka
þá fyrstu upp eftir u.þ.b. klukkutíma litun og síðan hinar
hespurnar hverja af annarri eftir því sem liturinn gengur í
þær. Hitastiginu 85—90 C° má halda í allt að fjórar klst. í
senn. Seinustu hespurnar má láta liggja í litunarleginum yfir
nótt og hita síðan hægt upp daginn eftir og lita þar til dekksti
liturinn er fenginn. I þessari uppskrift þarf engin bindiefni
að nota, aðeins mosann, vatn og edik sem hjálpar til að
leysa litarefnið úr mosanum. Að litun lokinni er bandið
þvegið úr volgu sápuvatni og skolað vel. Liturinn verður
rauðbrúnn og bandið hefur sérstakan og sætan ilm lengi á
eftir.
Áslaug Sverrisdóttir
24. september 1981
hugur og hönd
43