Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 20
barnahúfa I
Stærð: 3-5 og 5-7 ára, ummál u.þ.b.
50 cm.
Efni: Kambgarn, 40 gr af grunnlit, tveir
litir í munstur u.þ.b. 10 gr af hvorum.
Prjónar: Hringpr nr. 3‘/> 40 cm langur,
sokkapr nr 3Vi
Heklunál nr 2Vi
Pensla: 12 L og 17 umf =5x5 cm.
Fitjið upp með grunnlit á hringpr 120
L og prj sl. Samskeyti eru höfð á miðju
að aftan. I 4. umf byrjar munstur (sjá
teikningu). A stærð 5-7 ára er bætt við
4 umf. Eru þá endurteknar 4 síðustu
umf fyrir úrtöku. Tekið er úr í annarri
hv umf (einlitri umf). Fyrsta úrtaka er
gerð í 34. (39.) umf, eru þá 11. og 12.
L prj sm, í næstu úrtöku eru 10. og 11.
L prj sm o. s. frv. Skipt er yfir á sokka-
pr þegar þess gerist þörf. Eftir 50 (54)
umf er úrtökul prj blá í hverri umf.
Þegar eftir eru 10 L á pr er úrtöku lok-
ið. Þessar 10 L eru prj með bláu 8 umf.
Slítið frá og dragið endann í gegn
um L.
Eyrnaskjól: Prj upp frá réttu 25 L,
telst það 1. umf. Prj fram og til baka.
Byrjað er að taka úr á 10. pr, sjá teikn.
Þegar 3 L eru eftir á pr er slitið frá og
endinn dreginn í gegn um L.
Heklað er í kantinn á húfunni með
bláu, 1 umf fastahekl, síðan takkar.
Takkar: 1 fl í fyrstu L fyrri umf x 3
loftl, 1 fastal í 1. loftl, 1 fastal í 3. L
(hlaupið yfir 2 fl í fyrri umf) x endur-
tekið frá x — x.
Gangið frá endum og pressið húfuna
létt. Snúið snúrur úr fimmföldu garni
u.þ.b. 25 cm langar og festið í eyrna-
skjólin. pj -p
barnahúfa með uppbroti
Stærð: 4-7 ára.
Efni: Kambgarn, 40 gr rautt, 10 gr
bleikt, 10 gr mosagrænt, smáhniklar
af gulu og skærgrænu.
Prjónar: Hringpr nr 3 Vi 40 cnr
langur, sokkapr nr 3 Vi.
Þensla: 13 L og 17 umf =5x5 cm.
Fitjið upp með rauðu, á hringpr nr
3 Vi 120 L. Prj brugðning 2 sl, 2 br 12
cm. Skiptið yfir í sl prj og munstur (sjá
teikningu). I 37. umf munsturs eru 9.
og 10. hv L prj sm. Eftir munstrið er
skipt yfir á sokkapr og tekið úr í annari
hv umf með því að prj alltaf 2 L sl sm,
þar til 7 L eru eftir á pr. Prj 7 umf.
Þessar umf mynda lítinn topp á húfuna,
honum má sleppa og setja dúsk í stað-
inn. Gangið frá endum og pressið kol-
linn á húfunni, en ekki brugðninginn.
H.T.
barnahúfa með
tveim röndum
Efni: 80 gr kambgarn
2 prjónar nr 3 Vi
Þensla: 5 1 -7 umf= 2x2 cm
Stærð: 3 — 4 ára
Fitjaðar upp 56 1 og prj 1 sl 1 br í 20
umf. Þá prj sl prjón í 28 umf, gerð hvít
rönd 2 umf og blá 3 umf. Nú er tekið
úr í báðum hliðum á sl prj 1 1 í byrjun
og önnur á enda prjóns 15 sinnum, og
svo aftur aukið út á sama hátt í 56 1.
Rendur prj, 28 sl umf 20 umf 1 sl og 1
br, fellt af. Hliðar saumaðar saman.
V.P.
HUGUR OG HÖND