Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 42
Til þcss að f'á haldgóða græna liti verður að lita með indigo yfir góðan gulan lit cða öfugt. Ýmis græn litbrigði má fá á þcnnan hátt. Brúnt og svart er fengið með indigólitun yfir krapprót- arlit cða öfugt., cinnig cr litað svart og grátt með jurtum og hcrki ríkum af sútunarsýrum, ásamt járnsöltum. Ýmsar mosatcgundir gcfa ákaflcga fallcga og haldgóða brúna lili. Má ncfna litunarmosann íslenska (Parmclia saxatilis). Hcr skal svo látið staðar numið í upptalningu helstn litunarjurtanna. Margl licfur vcrið ritað unt liti og litun, gagnlegt og gamansamt. I Evrópu koma ttest tilsagnarrit um litun fram á 18. öld. Mörg þcirra ágælar fræðibækur með skýrunt uppskriftum og gagnlcgum leiðbeiningum. Aðrar nokkuð rcikular í rásinni og efnismeðhöndlunin speglar þá gjarnan tíðarandann, ýmsa hjátrú og hindurvitni. Agæt bók scm sameinar gaman og alvöru kom út í Kaupmannahöfn árið 1786. „Fyrirsagnar tilraun um Lit- unar-gi0rð á Islandi bæði með útlenzkum og innlenzkum mcðólum, ásamt viðbæti um ýmislegt því og öðru viðvík- inadi.“ Höfundur er Olafur Olafsson, en hann nefndi sig Olavius. Bókin er með mörgum fögrum orðum tileinkuð Lovisu Augustu kronprinsessu, sem höfundur biður guð að gefa „Naade, Magt, Styrke og Hiertelav, jo meer Aldcr- en modnes”, og hefst á formála með þessum orðum: „At vera illa til fara, ryfinn og slitinn, eðr óhreinn, þat eru liós merki annathvert til fátæktar eðr óþrifnaðar, eðr og hvers- tveggia. Fátækdóminum vita allir at sialldan er svo inipg auðvcllt at hrynda af hpndum: en hitt tná lagfæra á þá leið, at opt megi lítil lagliga fara. Eigi er þat tilgángr minn, með því at rita þennan litla bækling, at hver einn smal- adrengur, eðr þessháttar múgi skuli gánga litklæðum bú- inn: en at Heiðursfólk af bænda-stett og æðri röð ætti skrautlig klæði, lituð úr þcitn tegundum, er í landinu vara”, ... I bókinni eru síðan leiðbeiningar inn hvernig lita á með indigo, cochenillum, krapprót, orseille, gulmöðru, gulspón og tteiri litunarefnum. Aðrar gagnlegar upplýs- ingar fylgja, svo sem tilsögn í sápugerð og blekgerð, leiðbeiningar um blettahreinsun o.m.tt. Bókin er bæði fróðleg og skcnnntileg og er ein af fyrstu íslensku kennslu- bókunum í jurtalitun. Eins og fram ketnur í formála Olaviusar þá líst honum ekki á það að smaladrengir og annar múgi gangi í litklæð- um, þau hæfi betur æðri stéttum. Höfundi þessarar greinar gengur þó næsta betur að ímynda sér íslenska smalann sem hysjar upp um sig jurta- lituðu ullarsokkana sína á spretti eftir ánum, en Loðvík 15. á jurtalituðum silkibrókum, sprangandi um Versalahöll. F.n efni og aðstæður hafa ævinlcga ákvarðað svigrúm litar- ans. Litirnir í sokkum smalans hafa verið fengnir úr jurt- um í hlaðvarpa og haga íslenska bóndans og húsfreyjan hefur notað litunarjafna (il þess að festa litinn ogjárnsvarf úr smiðjunni til þess að dekkja hann á meðan ekki var annað til. Litunarmeistarar Loðvíks 15. höfðu yfir öllum þeim litunarefnum að ráða sem þekkt voru á þeim tímum. En aðferðir íslensku bóndakonunnar og franska litunar- meistarans voru í grundvallaratriðum þær sömu. Hér á landi hafa margar jurtalitunaraðferðir forfeðr- anna geymst til þessa tíma, en aðrar virðast glataðar svo sem að lita rautt með kúahlandi og blátt með blágresi. Við höfunt verið svo lánsöm að eiga listiðnaðarfólk á borð við Matthildi Halldórsdóttur frá Garði í Aðalclal en hún var óþreytandi við litunartilraunir sínar og eljusöm í að kynna jurtalitunaraðferðir og þar með haldið vakandi áhuga og kunnáttu annarra á þessu gatnla handverki. Meði tilkomu gervilitanna um miðja 19. öld var notkun jurtalita í almennum textiliðnaði lokið. En margir listiðnað- armenn nota jurtaliti eingöngu enn í dag. Spurningin um gæði og endingu jurtalitanna samanbor- ið við gæði og endingu tilbúnu litanna varðar jafnt viðhorf og kröfur listiðnaðarmannsins til verks síns, sem vísinda- legt mat á eiginleikunt hvers litar. Jurtalitirnir hafa sérstak- an blæ samræmis og jafnvægis innbyrðis og virðast laða fram mýkt, fjaðurmögnun og glans náttúrlegra textilefna. En tilbúnir litir hafa á móti frískleika og glampa sem hæfa ýmsum textilverkum mæta vel. Hver listiðnaðarmaður vel- ur sér svo liti \ ið sitt hæfi eftir þeirri sérstöku tilfinningu listmannsins senr ckki \crður skilgreind hér. Að endingu verða gefnar tvær einfaldar uppskriftir af íslenskunt jurtalitum. 42 HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1022-4963
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
61
Skráðar greinar:
818
Gefið út:
1966-í dag
Myndað til:
2023
Samkvæmt samningi er 3 ára birtingatöf á tímaritinu.
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
rit Heimilisiðnaðarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1981)
https://timarit.is/issue/406971

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1981)

Aðgerðir: