Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 31

Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 31
leyndarmál sitt. Stundum var villu- ietur notað en tæplega er nokkur texti itragðlausari en sá sem fæst úr leystu dulmálskerfi. Gestir og hugdettur Með tímanum breyttist liöfðaletrið. Gamlir stafir fóru að þekkjast á öðrum eyrnamörkum en áður og nýir komu til sögunnar. Suntir voru fengnir úr öðrum stílgerðum, got- neskri bréfaskrift, rómverskum há- stöfum og svo framvegis, og aðlöguðu sig umhverfinu með því að taka á sig sörnu skreytingarnar. Aðrir stafir voru að ég held búnir til þegar á þurfti að halda, eins og flöskutappi getur komið í stað týnds taflmanns ef báðir leikmennirnir ganga að því, Suma stafi gat vantað í áletrun sem höfð var til fyrir- myndar við að gera aðra. Þá var undir tréskurðarmanninum komið hvað hann notaði í þeirra stað. Þegar til lengdar lét leiddi þetta til vandræða. Hamfarir Sumir stafir sem líta út eins og umskiptingar hafa samt vissan ættar- svip þegar vel er að gáð. Við skulum takadæmi: efst ástafnum í er í mörgum gotneskra smástafa svolítill tvískiptingur til skrauts. Stafurinn t fékk sköpulag sem einstaett er i gotneskri leturhefð. I höfðaletri var hann stundum aukinn þangað til hann leit út eins og hrútshorn. Þverstrikið gildnaði og gat orðið helmingur af hæð stafsins. Krókurinn neðstá leggnum varð að stýfingu. Þessi þróun tók tæp hundrað ároghún fékkágætar viðtökur. Fjöldaframleiðsla Nokkrar fyrirmyndiraf höfðaletri voru prentaðar á fyrri hluta þcssarar aldar. Með þeim varðiil misskilið mat á ‘réltum' og'röngum’ staf- formum. Um leiðog letrið varð aðgengilegra en áður, hætti þróun þess að heita má. Til allrar hamingju voru þeir sem upp teiknuðu ágætustu kunnáttumenn og komu á framfæri vel gerðum og smekklegum dæmum fyrir ílestar þarfir. Höfðaletur er enn í notkun og meira nú á tímum en nokkru sinni fyrr. A mjólkurfernum fer það inn á hvert heimili. Ferðamenn kaupa það á ntinjagripum sent margir hverjir eru því miður gerðir af einstöku smekkleysi. Þeirnytjahlutirá heimilum sem enn eru smíðaðir úr t ré eru hvorki skreyttir né líklegir til að ganga í erfðir eins og áður var. Samt er enn töluvert gert af stuttum höfuðleturstextum í tré og málm. Þeir eru aðallega seldir í verslunum, gjafavara og þess háttar. F.kki er þar um auðugan garð að gresja en handverkið oftast meðgóðu lagi. Fátt er skorið eftir Döntun. Sérsmíðaðir hlutir eru venjulega gjafir fyrir trúnaðarstörf og í tilefni stórafmæla, virðingarvottur handa þeim sem ekkert skortir í lífinu annað en útskorinn vindlakassa. Stóll séra Ólafs Þorleilssonar frá Söndum (d 169fi) er smíðaður af mikilli list. Klst á bakinu er sérstaklega íburðarmikill höfðaleturstexti; honum eru gerð skil vinstra megin í opnunni. Þjms 3058. hugur og hönd

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.