Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 49
Sauma má vindþéttefni þvert yfir hettunasvo hún verði enn hlýrri.
lambhúshetta
lambhúshetta, tvílit
Efni: 1 þráður plötulopi, 1 þráður
tvinnað loðband, grátt og
mórautt.
Prjónar nr. 4
Þensla: 22 1 — 22 umf= 10x10 cm
Fitjið upp 100 1 með silfurfit. Prjónið
6 umf sl prj fram og til baka, en síðan
1 hring 1 sl 1 br 34 umf ljósgrátt — 3
umf mórautt — 9 umf ljósgrátt — 2
umf mórautt — 2 umf ljósgrátt. Þá eru
felldar af 28 1 með garðaaffellingu, en
í næstu umf fitjaðar upp jafnmargar
með hundafit. Prjónið 16 umf mó-
rauðar. Er þá komið að úrtöku á
hvirfli. Lykkjum er fækkað með því að
prjóna 2 1 sm alla næstu umf
(auðveldara er að prj þá umf sl) prj 10
umf. Aftur er lykkjum fækkað um
helming með því að prj 2 1 sm alla umf,
prj 5 umf. Dragið síðustu 1 saman í koll-
inn. Þvoið, þerrið, þurrkið, og notið
svo í kuldum í vetur.
V.P.
Efni: 1 þáttur plötulopi, 1 þáttur
tvinnað loðband.
Prjónar: hringprjónn nr. 4
Þensla: 22 1 - 22 umf: 10x10 cm.
Fitjið upp 100 1. með silfurfit. Prjón-
ið slétt fram og til baka 6 umferðir (3
garðar). Síðan er prj í hring 1 sl. 1 br.
í 12 umf. I næstu umferð er önnur hver
lykkja tekin úr, auðveldast er að
prjóna þá umf sl, prj 10 umf. 1 sl. 1 br.
Nú er aftur aukið út í 88 1 og prj 12
umf. Síðan felldar af 18 1 með garðaaf-
fellingu, og er þá prj fram og aftur 26
umf áður en fitjaðar eru upp aftur 18
I í stað þeirra sem felldar voru af.
Prjónað í hring 1 sl og 1 br í 22 umf.
Er þá komið að úrtökum á hvirfli.
Skipt yfir í slétt prjón og prj 2 1 sm alla
umf. Prj 5 prjóna sl. Aftur er tekið úr
önnur hver 1 og eftir það prj 8 umf.
Þær lykkjur, sem eftir eru, eru dregnar
saman í kollinn. Felið enda. Þvoið
hettuna og leggið til þerris.
V.P.
HUGUR og hönd
49