Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 47
húfa
Efni: 100 gr. þrefaldur plötulopi.
Prjónar: Hringprjónn nr. 5 — 60 cm
iangur og sokkaprjónar nr 5. skiftið
yfir á sokkaprjóna þegar þröngt er
orðið að prjóna á hringprjóninn.
Skammstafanir: 1= lykkja, umf= um-
ferð, pr= prjónn, prj= prjóna, sl=
slétt, sm=saman.
Fitjið 64 1 upp á hringpr nr 5 og prj 2
garða fremur fast. Tengið saman og prj
í hring sl prj. I annari umf sl prjónsins
er aukið út þannig:
Aukið út 1 1, prj 2 1, aukið út 1 1, prj
6 1. Endurtakið þetta uns umf er lokið
( 8 sinnum alls ). Prj 3. og 4. umf án
þess að auka út. Aukið út í 5. umf eins
°g í 2. umf. Gætið þess að prjóna alltaf
sömu tvær lykkjurnar á milli útauka, en
8 I í stað 6 1 í 2. umf. Aukiö út á sama
hátt í 8. umf og aftur í 11. umf. Pá eru
128 1 á prjónunum. Athugið að lykkj-
unum, sem prjónast milli útauka fjölgar
um 2 í hverri útaukaumf verða þannig
10 í 8. umf og 12 í 11. umf.
Prj næst 10 umf án þess að auka út. Prj
þá úrtökur í kolli þannig: Prj 2 1 sm og
svo 14 1. Endurtakið það uns umf er
lokið ( 8 úrtökur alls ) Takið þannig úr
8 sinnum í annari hverri umf með jöfnu
bili uns 3 1 eru milli úrtaka, en eftir það
í tveim næstu umf. Athugið að lykkjum
milli úrtaka fækkar um eina í hverri
úrtökuumf. Pegar úrtöku er lokið eru
16 1 á prjónunum. Dragið bandið í
gegn um þær og gangið frá endanum.
Þvoið húfuna og þæfið hana uns hún er
mátulega stór. Kembiö hana og þurkið
síðan á hæfilega stórum diski ( þvermál
um það bil 25 cm ). Gott er að vefja
handklæði utan um diskinn áður en
hann er látinn inn í húfuna. Húfuna má
prjóna með tvíbanda munstri t.d. bekk
í 5 - 6 umf áður en úrtaka byrjar og
munstri í miðjum kolli.
Margrét Jakobsdóttir
hugur og hönd
47