Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 13
vettlingar með vaskaskinni í lófa
Stærð: Unglinga eða dömustærð.
Efni: 60 gr tvöfaldur plötulopi, vaska-
skinn 20x20 cm (fáanlegt í Leðurvöru-
verslun Jóns Brynjólfssonar).
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3 '/> og 4.
Þensla: 10 L og 12 umf sl prj= 5x5 cm.
Vinstri vettlingur:
Fitjið upp á pr nr 3 '/2 36 L. Tengið
saman í hring og prj 2 sl, 2 br, 7 cm.
Skiptið yfir á pr nr 4 og sl prj 6 cm.
Þá er komið að þumli. Prj þar til 6 L
eru eftir á 2. pr. Prj þessar 6 L með
mislitum þræði, flytjið þær yfir á vinstri
pr og prj þær aftur með lopanum. Prj
9 cm eða fram fyrir litla fingur. Þá er
komið að úrtöku.
1. pr: Prj 1 L sl, takið næstu L óprj,
prj I L sl, steypið óprj L yfir, prj út
prjóninn.
2. prj: Prj þar til 3 L eru eftir á pr, prj
2 L sl sm, I L sl.
3. pr: Eins og I.
4. pr: Eins og 2.
Milli úrtökuumf eru fyrst prj 2 umf, þá
1 umf, síðan er tekið úr í hv umf þar
til 8 L eru eftir. Slítið frá og dragið
endann í gegn um L.
Þumall: Rekið mislita þráðinn úr.
Takið upp 6 L að neðan, 5 L að ofan
og 2 L í hverju viki. í fyrstu umf þum-
als er tekin úr 1 L í öðru vikinu, eru þá
14 L á prjónunum. Prj 5 cm eða fram
á fingurgóm. Á þumli er tekið úr eins
og á vettling nema nú er engin L höfð
fyrir utan úrtöku á enda pr. Tekið er
úr tvisvar sinnum með 1 umf millibili.
Þá eru 6 L eftir. Slitið frá og dragið
endann í gegn um L. Hægri vettlingur
er prj eins, nema þumall er í byrjun 3.
pr. Gangið frá endum, þvoið vett-
lingana og þurkið. Búið til snið af
annari hlið vettlings, frá brugðning,
skiptið neðri hluta sniðsins í þrennt.
Klippið upp í það jafn langt og lengd
þumals, sníðið þumaiinn til eftir úrtöku
á þumli vettlings. Sníðið skinnið og næ-
lið það með títuprjónum á vettlinginn.
Þræðið eða varpið það á með hörgarni
eða öðrum sterkum þræði (gott er að
nota fína þrístrenda nál, þær fást hjá
Jóni Brynjólfss.).
H.T.