Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 16

Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 16
skakki Efni: 150 gr tvinnað loðband frá Gefjun. Hringprjónn nr 6 prjónað á hann fram og aftur. Fitjaðar voru upp 7 I og prj garða- prjón. Aukið var út á fjórum stöðum ( sjá teikn. ) með því að bregða bandi um prjóninn. Útauking gerð í annari hverri umferð. Þegar búið var að prjóna 14 umf ( 7 garða ) var byrjað á smá gatamunstri á miðju baki, byrjaði það á 3 I en varð 13, voru þær prj sl milli gataodda, en þetta getur hver haft eftir sínu höfði og má allt eins hafa garðaprjón í öllu. Eftir 40 garða var gert gatasnar á hliðarvængina, var það prj 3svar og hafðir 2 garðar á milli, að því búnu voru prj 10 garðar í viðbót. Var þá komin full sídd á hliðarvængina og nú prj oddabekkur neðan á þá og endar hver oddi í skúf. Hér voru oddarnir 6 en má allt eins hafa þá fleiri og minni. Lykkjurnar, hér 10, voru prjónaðar, snúið við og prj til baka og 1 1 tekin úr á enda prjóns, snúið við, prj til baka, tekið úr á enda prjóns o.s.frv. Bandið dregið gegnum síðustu 2 1 og haft það langt ( 20 - 30 cm ) að mynda mátti úr því skúf með því að vefja því nokkrum sinnum um 2 fingur snúa utanum það og fela endann, klippa uppúr. Næsti oddi myndaður á sama hátt og svo koll af kolli. Miðhlutinn var prjónaður áfram og var nú lykkjum fækkað um eina á hverjum pr hér innan við 3 yztu lykkjurnar. Þegar ekki voru eftir nema 3 1 var bandið dregið gegnum þær og búinn til skúfur þar líka. Skakkinn þveginn og strekktur. V.P. 16 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.