Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 41
strangt nám áður cn hann fékk meistararéttindi, gat sett
upp eigið litunarverkstæði og tekið lærlinga í nánt og
vinnu. Hver litunarmeistari mcrkti sína vöru mcð sérstöku
merki eða stimpli og varð síðan að gæta að orðstír sínum
sem listamaður, því kaupmcnn og eftirlitsmenn textiliðn-
aðarins gættu vel að stimplum litara ef gallar komu í ljós
og mistök höfðu orðið í lituninni.
Hér skal minnst á nokkur helstu litunarefnin sem notuð
hafa verið við jurtalitun fyrr og nú.
Fyrir rauða liti ber mest á notkun kaktuslúsar og krapp-
rótar. Kaktuslúsin (Coccus cacti) er lítið skorkvikindi setn
þekkt varð scm litarefni eftir landnám Spánverja í Mexico
í upphafi 16. aldar. Lúsin sem liflr á ýmsum kaktustegund-
um varð eitt af bestu litunarefnum textiliðnaðarins. Með
notkun mismundandi málmsalta má fá mjög gott úrval af
rauðum litum úr kaktuslús. Allt frá hlárauðum upp í
skæra blóðrauða liti. Kaktuslúsin tók við af skyldu litunar-
efni, sent fékkst úr kermeslúsinni (Kermococcus vermiliá),
sem ásamt purpurasniglinum (Murcx brandaris cða Murex
trunculus) var eitt af elstu og bestu litunarefnum sögunn-
ar. Úr rót plöntunnar Rubia tinctoria og rótum nokkura
skyldra jurta fæst ákaflega gott litunarefni fyrir rauða,
gulrauða og brúnrauða liti. Rótin var þekkt sem litunar-
efni meðal forna menningarþjóða austurlanda og plantan
var síðar ræktuð í stórum stíl í Evrópu fyrir upprennandi
litunar-og textiliðnað þar. Islensku plönturnar gulmaðra,
hvítmaðra og krossmaðra (Galium verum, Galium
normanii og Galium boreale) eru sömu ættar og Rubia
tinctoria eða krapp eins og Norðurlandabúar kalla hana og
rætur þessara íslensku möðrutegunda gefa rauðan lit svip-
aðann krapprótarlitnum. En þessar plöntur eru mjög smá-
ar, ræturnar fíngerðar og erfitt að safna nægilega miklu
fyrir sterkan og haldgóðan lit.
Úr mosategundinni Rocella tinctoria var áður fyrr
unninn rauður litur, en ekki þótti sá litur nærri því eins
haldgóður og liturinn úr kaktuslúsinni eða þá krapprótar-
liturinn.
Önnur litunarefni fyrir rauðan lit verða ekki nefnd hér
þau eru þó nokkur til en ákaflega mismunandi að gæðunt.
Fyrir bláa liti, hefur litunarefnið indigo skipað sérstak-
ann sess í litunar- og textilsögunni og þykir enn í clag eitt
besta fáanlega litunarefnið á ull. Indigo er unnið úr plönt-
um af ættinni indigofera og liturinn er með afbrigðum
ljósþolinn og hlæfagur. Litunin sjálf er hins vegar nokkuð
vandasöm. Til að fullnægjandi árangur náist þarf að gera
litinn leysanlegann í alkalíupplausn og eru til þess nokkrar
leiðir sem dálítið lag þarf við. Súrefnið í andrúmsloflinu
kveikir svo litinn og festir hann endanlega þegar vefjarefn-
ið er tekið upp úr litunarbaðinu. Indigo er að þessu leyti
ólíkt þeim litunarefnum sem áður er minnst á og eru upp-
leysanleg í vatni að undanskildum purpuralitnum sem þarf
svipaða meðhöndlun og indigoliturinn.
Portúgalskir, enskir og hollenskir kaupmenn fluttu
indigo með sér frá Indlandi á 16. öld. En nokkur tími leið
þangað til það náði fótfestu í litunariðnaði Evrópuland-
anna. Innflutta indigoið átti lengi í harðri samkeppni við
litunarcfni af sömu tegund sem unnið var úr jurtinni vaid
(Isatis tinctoria). Þessi jurt var ræktuð um aldaraðir, víða
í Evrópu og var þekkt sem lilunarjurt í fornöld austur-
landa. Vitað er að forfeður okkar víkingarnir þekktu ein-
nig vaid og notuðu hana til litunar. Notkun vaid lagðist
síðan smám saman niður og innflutt indigo varð alls-
ráðandi í textiliðnaði Evrópu.
Gult í ýmsum litbrigðum hefur ævinlega verið auðfeng-
inn litur úr jurtaríkinu. Akaflega margar jurtir innihalda
gult litunarefni en mismunandi mikið og mismunandi
haldgott. Þennan lit er einna erfiðast að fá vel ljósþolinn
og þær jurtir sem notaðar hafa verið í einhverjum mæli
eru tiltölulega fáar, aðeins þær sem gefa sterkustu og
haldbestu litina.
Af þeirn er þá helst að nefna vau (Reseda luteola) sem
ásamt farvevisse (Genista tinctoria) er ein af elstu þekktum
litunarjurtunum. Báðar þessar jurtir voru ræktaðar fyrir
textiliðnað í Evrópu. Beitilyng (Calluna vulgaris) og sortu-
lyng (Arctostaphylos uva-ursi), birki- og fjalldrapalauf (Be-
tula alba og Bctula nana), eru einnig ágætar litunarjurtir
og mikið notaðar á Norðurlöndum fyrr og síðar þar sem
þessar jurtir eru algengar. Nefna má hér einnig gulspón
(Morus tinctoria) sem litar sterkan gulan lit en ekki mjög
haldgóðan.
Fleiri litunarefni fyrir gula liti skulu ekki nefnd hér, en
eins og áður er sagt má fá einhvern gulan lit úr allfiestum
jurtum og líklegt er að hver hafi notað það sem hendi var
næst þegar unt heimalitun var að ræða.
HUGUR OG HÖND
41