Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 19

Hugur og hönd - 01.06.1981, Side 19
sýnishorn úr nýrri bók h.í. um vettlinga í tilefni af 30 ára afmæli Heimilisiðnað- arfélagsins gefur félagið út bók, Tví- bandaðir vettlingar. Þetta eru uppskriftir af ýmsum vettlingum, sem eru í safni fé- lagsins og hefir Kristín Jónsdóttir handa- vinnukennari unnið bókina. Bókin er til sölu í íslenzkum heimilisiðnaði, Lauf- ásvegi 2 og Hafnarstræti 3. vettlingar úr borgarfirði Upprunaleg fyrirmynd prjónuð úr tvinnuðu fínu þelbandi, unnin af Ólöfu Elíasdóttur, húsfreyju að Stóru-Fellsöxl, Borgarfirði. Efni: tvinnað band cða kambgarn, um 50 g af aðallit og 25 g af hvorum munsturlit. Vett- lingarnir á myndinni eru prjónaðir úr tvinnuðu bandi, mórauðu no 31, hvítu no 32, sauðsvörtu no 28. Stærð vettlinga úr bandi: lengd 28 cm, vídd 9 cm. Prjónafesta tvinnað band: 13 lykkjur = 4 cm 14 umf. = 4 cm Prjónar fyrir tvinnað band: no 2Vi í stuðla- bekk og no 3 í belg. Prjónar fyrir kambgarn: no 2 í stuðlabekk og no 2Vi í belg. Lykkjufjöldi: fitjið upp 48 lykkjur á prjóna no 2>/2 ( 2 ) og prjónið stuðlabekk 7 til 8 cm langan á eftirfarandi hátt: 3 sléttar, 1 brugð- in, 1 slétt, 1 brugðin, þetta endurtekið alla umferðina. I fyrstu sléttu umferð er aukið í 12 lykkjum með jöfnu millibili, þá eru 60 lykkjur á. Prjónið eftir teikningu, sem er les- in frá hægri til vinstri fyrir hægrihandar vett- ling, en frá vinstri til hægri fyrir vinstrihand- ar vettling. Eftir 19. umferð er prjónað í 12 lykkjur fyrir þumli. Úrtaka: tekið er úr á mótum 2. og 3. prjóns og 4. og 1. prjóns á eftirfarandi hátt: prjónið þar til 1 lykkja er eftir á 2. prjóni, takið hana af óprjónaða, prjónið saman tvær fyrstu Iykkjur á 3. prjóni, steypið nú lykkjunni, sem tekin var af óprjónuð, yfir, sú lykkja sett aftur á 2. prjón. Prjónið þar til ein lykkja er eftir á 4. prjóni og farið að eins og lýst var að framan. Þumall: Sprettið endanum úr, setjið þumal- lykkjurnar á 3 prjóna, prjónið 2 til 3 lykkjur upp í hvoru viki, svo ekki komi gat. Verði lykkjur of margar er aftur tekið úr við vikin. Prjónið þumal eftir teikningu. Gangið vel frá öllum lausum endum á röngu. Þvoið vett- lingana úr volgu. mildu sápuvatni. Sléttið þá vandlega á handklæði og látið þorna. HUGUR OG HOND 19

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.