Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 33
græðismyrs! úr íslenskum jurtum Það er auðvelt að búa til jurta- smyrsl. Það sem til þarf eru græðandi jurtir og feiti. Best er að tína jurtirnar áður en þær blómgast og velja falleg og ung blöð. Ekki skal tína jurtir þar sem mengun er rnikil og umferð. Gott er að tína í pappírs- eða léreftspoka og nota jurtirnar nýjar, en sé það ekki hægt eru þær geymdar á dimmum og þurrum stað. Við gerð smyrsla er ágætt að nota lítinn emaleraðan skaftpott. Fyrst er feitin brædd og hefur Palmín-feiti (kókos-feiti) reynst ágætlega, þar sem hún er lyktarlaus og storknar vel. Síð- an eru jurtirnar saxaðar smátt og sett- ar útí. Suðan er rétt látin koma upp og síðan á aðeins að krauma í pottin- urn. Til þess að vera viss um að ekki brenni við, er potturinn hafður á pönnu með vatni í og hrært í af og til. Potturinn má gjarnan vera á hcllunni í tvo til þrjá daga, og er þá kveikt undir eftir hentugleikum. Jurtunum er bætt útí smám saman. Því meira af jurtum, því betra smyrsl. Að lokum er „jurtagrauturinn“ síaður gegnum sigti í annan pott og til að ná sem mestu úr jurtunum eru þær kreistar í léreftsklút. Til þess að smyrslið storkni betur er bívaxi bætt útí á þessu stigi og er það látið bráðna í smyrslinu við hægan hita, og hrært vel í. Síðan er smyrslinu hellt í lítil ílát (helst glerílát) látið kólna og lokin sett á. Smyrslkrukkur sem ekki eru í notkun ætti að geyma á köldum stað eða í ísskáp. Hér eru nöfn nokkurra algengra jurta sem gott er að nota í smyrsl. Hver og einn getur svo ráðið hversu margar tegundir hann notar og í hvaða hlutföllum. Birkilauf, gra>ðisúra, ljónslappi, lyijagras, maríustakkur, sortulyng og vallhumall. Smyrslið má nota á öll sár (þó ekki opin sár, nema lítil séu) útbrot, þurra húð, hrjúfar hendur og rauða barns- rassa, svo eitthvað sé nefnt. ný bók „hör som husflicP Víða um löncl var línrækt mikilvæg- ur heimilisiðnaður, og var það unnið og spunnið, ofið og saumað á heimil- unum. Skyrtur og svuntur, sængur- fatnaður og dúkar urðu skínandi fal- legir úr hör. Því miður hefur þetta öndvegis efni orðið undan að víkja fyrir alls konar gerviefnum, sem eru ódýrari í framleiðslu og auðveldari í þvotti en línið. Utgáfufélagið Borgen hefur sent Hug og hönd nýútkomna bók um lín eftir deildarstjóra Textil- deildar Þjóðminjasafns Dana, Hanne Frösig Dalgaard, ,,Hör som Husflid”. Er það ýtarleg lýsing á ræktun, verk- Dæmi um uppskríft Vi stykki Palrnín (250 gr) Ca. 3 lúkur lyfjagras — 2 lúkur maríustakkur — 1 lúka birkilauf — 1 lúka ljónslappi — 1 lúka vallhumall % af bívaxplötu (ca. 15-20 gr fæst í lyfjabúðum). Suðutími: ca. 4 — 6 tímar. Heiðrún Kristjánsdóttir un og notkun þessa frábæra vefjarefn- is í Danmörku. Væri ekki úr vegi að áhugafólk um heimilisiðnað og/eða garðyrkjuáhuga- menn sneru sér að því að endurvekja ræktun líns á Islandi. En mikinn fróð- leik er að finna í þessari ágætu bók. HUGUR OG HÖND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1981)
https://timarit.is/issue/406971

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1981)

Aðgerðir: