Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 26

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 26
Bendilsletur á titilsíðu bókarinnar Ars moríendi. Yfirborðsskraut á gotnesku letri gerir stai'i t'tr uppbrotnum bencili. Trérista frá 1496, gerð af Jean Dttvet í Lyon. Að lokiut nátni við Myndlista- og hand- íðaskólann stundaði Gunnlaugur SE Brietn leturfræði í Kaupmannahöfn og Basel, og varði doktorsritgerð uin höfðaletur við Royal College of Art í London 1981. lafnframt rannsóknum hefur hann kennt við listaháskóla í Evrópu og Ameríku. Gotnesk framætt Höfðaletur rekur rætur til annarrar stílgerðar sem var í miklum metum og útbreidd um alla Vesturevrópu, afbrigði af textúrskrift sem kallað er bendilsletur. Hér þarflíklega skýringa við. Gotneskt skrautletur skiptist í tvo aðalflokka. I öðrum þeirraeru stafirnir leystir upp í marga drætti sem mynda flækju af iðuköstum og flúri, til dæmis má taka fraktúr -upphafsstafi. I hinum eru stafir með venjulega útlínu og prýddir á yfirborðinu með ýmsu móti allt frá mynstrum til kristilegra helgimynda. Ein þessara skreytinga var bendils- letrið svokallaða. I textúrletri er varla boglínu neins staðar að finna. Og þegar bætt hefur verið skástrikum yfir stafleggina hér og þar er auðvelt að láta sér sýnast að þeir séu búnir til úr samanbrotnum bendli. Þetta letur var vinsælt og í fjölbreyttri notkun frá Miðjarðarhafi norður að heimskautsbaug. Nýr stíll af misskilningi Nokkrir íslenskir gripir nreð bendils- letri, drykkjarhorn og málmsmíði, hafa varðveist. Og þar er að finna dærni um það sem Islendingar héldu síðar að þeir væru að skera út þegar þeir voru í raun réttri að skapa nýjan leturstíl. Smávægileg vik frá viðtekinni hugmynd hnika letri yfirleitt áfram á þróunarbrautinni. Það var seint á sextándu öld að Islendingar hættu að botna almennilega í bendilsletri. Letrið hélt áfram að vera nauðalíkt því senr það átti að sér, þótt nú væri það frumform höfðaleturs. Það sanra var haft til prýðis og venjulega: tvöföld útlína, skyggingar, fellingar og svo framvegis. En það var látið liggja milli hluta hvernig skrautið var sett upp. Yfirlitið skipti meiru en hvort heil brú var í verkinu. Þegar ekki var lengur hald í neinum reglum urðu hraðar breytingar á stöfunum. Og þar hófst stíll sem nú á tímum er kallað höfðaletur. Hann bjó við stjórnleysi í fjórar aldir. Meira að segja nafnið er þversögn. Upphafsstafa-lágstafir Það er líklegast að merking orðsins höfðaletursé upphafsstafír ogekki rökrétt að nota það nafn um smástafaletur. Höfðaletur sýnist vera bein þýðing á litteræcapitalis, eða höfuð-stafir. Langt fram á nítjándu öld tók það til allra skrautstafa: latínuleturs, gotíkur, munkaleturs — hvers sem vera skyldi. Nú á dögum er það meira að segja stundum notað um rúnir. Það er að mestu leyti tilviljun að stærsta framlag Islendinga til letursögunnar ber svo ágætt og ólíklegt nafn. Alþýðulist Framrás höfðaleturs var aldrei í ákveðnum farvegi. A Islandi var stéttaskipting ekki með þeim hætti að listfengu fólki og hagleiksmönnum væri skipað fyrir um smekk og stíl af kaupendum. Yfirleitt gat bíldskerinn gert það sem honum þóknaðist. Höfðaletur var handverk lagtæks manns sem jöfnum höndum gerði við amboð og fléttaði hrosshársreipi. Þeir vinir og nágrannar sem til hans leituðu um útskurð voru af sama tagi og hann sjálfur, frómt og guðhrætt bændafólk. Það sem þá langaði í var þekkileg skreyting: stutt áletrun, fangamark ef til vill, eða stílfærður akantus- teinungur. Og til hugarhægðar í mörgum áhyggjum náttmyrkursins var sama sálmaversið ‘ Vertu yfir og allt um kring’ skorið í rúmfjalir öld eftiröld. Þeir fengu áletranir sem þeir kunnu að rneta og borguðu fyrir. Og þeir þreyttust að því er virðist aldrei á þeim. Aðrar stílgerðir rötuðu inn í íslenskan útskurð: koparstunga, endurvakin rósaflúrsgotík, meira að 26 HTJGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1981)
https://timarit.is/issue/406971

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1981)

Aðgerðir: