Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 46
garðaprjónuð peysa
með misþróða
röndum
Slærð: S8.
F.fni: 550 gr þrinnaðnr plölulopi, rúm
200 gr misþráða ullargarn ( faanlcgt í
íslcnskum Hcimilisiðnaði ) í tvcim
litum, tvcir hnappar.
Prjónar: hringpr nr 5, 7 og 8, 60 c:m
langir.
Þcnsla: 12 I. og 2 umf garðaprjcin =
10x10 cm.
ATH. Peysan er öll prj fram og til
baka á hringprjóna, brugðningar á nr
5, grunnlitur á nr 7 og rendur á nr 8.
Rendurnar eru ýmist einn eða tveir
prjónar með 3-5 garða millibili og
litum raðað af handahófi. Samskeyti
eru höfð í vinstri hlið.
Fitjaðar eru upp 114 L á pr nr 5. prj
1 sl, I br, 6 cm. Skiptið yfir á pr nr 7
og garðaprjón. Prj rendur eins og fyrr
segir. Þegar bolurinn mælist 42 cm er
komið að handvegum. Skiptið L til
helminga, verða þá 57 L á bakst og 57
L á framst. Prj fyrst bak.
Bakstykki: Takið úr fyrir handvegum 1
L í byrjun og 1 L á enda annars hv pr
6 x hv megin. verða þá á prj 45 L. Prj
þar til handvegur mælist 21 cm. Þá er
komið að öxlum. Fellið af í byrjun pr
3-4-4-4 L hv megin. Þær 15 L sem eftir
verða eru felldar af.
Framstykki: Takið úr fyrir handvegum
eins og á bakst, en eftir 5 garða eru 11
miðlykkjurnar felldar af og hvort axlar-
stykki prj fyrir sig. Prj 6 garða takið 1
L úr hálsmáli, prj 6 garða og takið
aftur 1 L úr hálsmáli. Prj þar til hand-
vegur er jafnlangur og á bakst. Fellið
af öxlum 3-4-4-4 L. Prj seinna axlarst
eins nema gagnstætt.
Ermar: Fitjaðar eru upp 30 L á pr nr.
5 og prj 1 sl, 1 br 6 cm. Skiptið yfir á
pr nr 7 og garðaprjón, aukið samtímis
í 5 L jafnt yfir. Látið nú rendurnar
standast á við rendur á bol. Aukið í
ermina 2 L á 14 hv pr (1 L í byrjun og
1 L í enda pr), þar til 45 L eru á pr.
Þegar ermin mælist 42 cm er komið að
handveg. Takið úr erminni 1 L í byrjun
og 1 L á enda annars hv pr 6 x, 1 L í
byrjun og 1 L á enda fjórða hv pr 5 x,
2 L í byrjun pr 2 x. Eftir verða 19 L,
eru þær felldar af.
Kragi: Saumið saman axlirnar. Prj upp
L á hálsmálinu, byrjið frá réttu á hægra
axlarst. Prj upp 32 L að axlarsaum, 15
L af baki og 32 L af vinstra axlarst, 79
L alls. Merkið miðl á kraganum. prj 1
sl, 1 br. Prjónið nú upphækkun á krag-
ann þannig: Prj 7 L fram fyrir merkta
miðl, snúið við, prj aftur 7 L fram fyrir
merktu L, snúið við, prj 3 L lengra en
á síðasta pr, snúið við og prj 3 L lengra
en á síðasta pr. Þannig er haldið áfram
að bæta alltaf 3 L við, þar til 14 L eru
eftir hvoru megin. Er nú prj alla leið
yfir. Kraginn á að vera 9 cm, eða jafn
og breidd hálsmáls að framan. Fellið
laust af.
Frágangur: Jaðrið saman frá réttu hlið-
ar og ermasauma. Saumið ermarnar í
frá réttu og látið rendurnar standast á
við rendur á bol. Hafið ermina við á
öxlinni eins og þarf. Leggið kragann á
misvíxl og saumið hann við hálsmálið
að framan. Festið tvo hnappa á sam-
skeyti kraga og bols, með u.þ.b. 5 cm
bili. Gerið tvær hneslur í brún kragans.
Gangið frá endum, þvoið peysuna og
leggið til þerris. Hér eru settir nokkuð
þykkir axlarpúðar í peysuna, er það
ekki nauðsynlegt.
H.T.
46
HUGUR OG HÖND