Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1981, Qupperneq 10

Hugur og hönd - 01.06.1981, Qupperneq 10
sjöl eftir áse lund jensen sýnd á listasafninu í kaupmannahöfn í maí 1981 Danska prjónalistakonan Áse Lund Jensen er íslendingum að góðu kunn. Eflaust muna einhverjir eftir sýningu hennar í Norræna húsinu 1971, og hafa ef til vill tekið þátt í prjónanám- skeiðum hennar, sem haldin voru á vegurn Heimilisiðnaðarfélagsins og Norræna hússins. í maímánuöi sl. var haldin sýning á sjölum í Kunstindustrimuseet í Kaup- mannahöfn. Þessi sýning var vel yfir- veguð blanda af gömlu og nýju, m.a. gömul íslensk munstur sem hún hafði fengið leyfi hjá H. í. til að nota. Tvö skrautleg sjöl voru eftirlíkingar af göml- um hyrnum frá því um 1850-60 sem hún hafði séð á safninu í Herning. Sjálf hyrnan er stór svartur þríhyrningur um- kringdur eldingabekk í skínandi litum, hvítu, gulu, ljósgrænu, rauðu, fjólubláu og svörtu. Gerði bekkurinn það að verkum að sjalið varð skínandi glað- legt. Eftirlíkingar af Færeyskum sjölum voru líka sýnd. Stór, listilega gerð tvö- ÁseLund'Jensen: eftirlíking af sjali frá Herninghéraði ea.1880 Efni: 1. litur = Áse Lund Jensen garn litur nr. 7 steingrár. 2. litur = Áse Lund Jensen garn litur nr. 30 svart. 3. litur = Spinni íslenskt eingirni sauðsvart. I uppskriftinni er gengið út frá þeim litum sem líkjast mest fyrirmyndinni. Prjónar: Stuttir prjónar og langur hringprjónn nr. 3 Vz. Þensla: 10 cm = 20 lykkjur 10 cm = 40 umferðir. 10 föld sjöl, unnin úr hárfínu bandi í sauðalitum. Auðvelt er að skilja að konur sem búa við óblítt veðurfar, hafi þurft á slíkum sjölum að halda og kunnað að meta þau. Nýrri gerðir af sjölum voru aftur á móti tilraunir til að setja saman ólík efni og tengja gömlum prjónaaðferð- um. Sérlega fallegt dæmi um það er sjal þar sem hún notar gamalt gata- munstur „haflöður” sem þekkt er víða um lönd undir mörgum nöfnum, en nýjungin er að hún notar til skiptis mjög þykkt og mjög þunnt ullargarn, sem gefur óvænta, lifandi áferð. Annað dæmi er sjal í taflborðsmunstri (svart- hvítt) í svokallaðri ,,neverkont-aðferð”. I Noregi hafa verið prjónaðir sokkar, sem kallaðir voru „neverkont”, eigin- lega þýðir það karfa fléttuð úr þunnum barkartágum, næfrum, lík gömlum spónakörfum. Upphaflegi tilgangurinn með að safna sjölum úr ýmsum áttum, var að koma þeim út í bók, og að því vann Sjalið er prjónað úr tveim þáttum af bandi 1. og 3. lit með garðaprjóni. Fitjið upp 7 1 og prjónið einn prjón slétt. Síðan samkvæmt teikningu. Þ.e.a.s. Aukið er út í báðum hliðum innanvið jaðarslykkju í hverri umf. En auk þess aukið út beggja vegna við 3 miðlykkjur í annarri hverri umferð. Ut- aukningin er gerð með því að prjóna í band milli lykkja og snúa upp á það. Þar sem sjalið er eins á réttu og röngu er ágætt að setja merkiþráð utan um miðlykkjurnar með hnút á þeirri hlið sem útaukning við miðlykkjur er gerð, en það er í umferð með stakri tölu. Prjónið þar til sjalið er 52 cm langt í Áse Lund Jensen síðustu árin, en hún féll frá 1977, og var bókinni þá ekki að fullu lokið. Henni hafði þó tekist að gera uppskriftir að og byrja á öllum þeim ólíku sjölum sem á sýningunni voru, en við fráfall hennar tók Marianne Isager við starfinu og lauk því á vinnustofu sinni á Jótlandi. Tilgangur Áse Lund Jensen með að gefa út bók um prjónuð sjöl og hyrnur, var að hluta til að sýna hve prjónalist forfeðra okkar var á háu stigi en hins vegar og ekki síður til að innblása núlifandi kynslóðum prjónalinda löngun til að gera tilraunir með ný efni og samræma þau gömlum hefðbund- num prjónagerðum, sem hæfi nútíma kröfum og smekk. Að prjóna einfalt sjal er góð byrjun, allir geta notað þau og ekki þarf að hafa áhyggjur af að stærðin sé ekki hæfileg á hvern sem er. Auk þess sést fljótt árangur, ef vel er að verið. Traute Sönderholm. miðju, þá er eingirnið slitið frá og prjónað með ALJ-garninu einu 4 prjónar. Fellt af. Gengið frá endum. Á sjalið er heklaður mjór kantur við hálsmál, en prjónaður breiður blúndu- bekkur að neðan, hvort tveggja úr ALJ garni í lit nr. 2. Heklaður kantur: Heklunál nr. 3 - 3 Vi. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.