Hugur og hönd

Tölublað

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 53

Hugur og hönd - 01.06.1981, Blaðsíða 53
hneppa reiðbuxnaskálmunum, og hjálpuðu oft stúlkurnar helclri gestum til þess. I langferðum voru menn oftast í skinnsokkum, er náðu upp að hné eða hærra.” (2, bls 319). I íslenskum þjóðsögum er víða getið um fatnað á draugum og fylgjum samanber Móra í mórauðri peysu, en aðrir draugar voru betur búnir. Þannig var um Brand, og var hann ,,svo búinn, að hann var í blárri yfirhöfn af þeim, er kavíur eru nefndar; var hún bæði víð og síð og með stórunr kraga”. „Var hann auðkenndur, því að kavían flaksaðist frá honum og var hann allgustmikill.” (3, bls. 307). „Nokkra menn sá ég í síðtreyjum, sem einnig voru kall- aðar skipstreyjur og mussur. Þær voru hér um bil eins og jakkar gerast nú”. ( 2, bls 318 ) Hér eru mussur sagðar svipaðar jökkum, en í dag á nafnið við blussu eða stakk sem er nokkuð víður og laus, oftast úr bómullarefni og það síður að hann nái niður á mjaðmir eða lendar. Síðtreyju- og skipstreyju nafnið á enn við um þykkar yfirhafnir tvíhnepptar. En hvaðan er þá nafnið káfía komið? Erlendir menn, sem hingað lögðu leið sína voru flestir danskir og til Dan- merkur leituðu menn menntunar. Þeir sem þaðan kornu báru með sér nýju tískuna á öllum sviðum. Ekki er ósenni- legt að einhver hafi komið lieim í nýrri og finni slagkápu og sagt að þetta væri „kavej” I Nudansk ordbog stendur: >>kavaj — en, er (fra hollansk Kabaai der maaske er laant fra polsk kabat tröje) lang sver frakke”. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að breyta framburðinum úr dönsku yfir 1 íslensku, og er þá skýringin fengin. Sé leitað í erlendum bókum um sögu fatnaðar, kemur 1 ljós að yfirhafnir karlmanna með 3—5 földum kraga eða herðaslái, tilheyra tímabilinu upp úr 1800 (4, bls 267) (5, bls 455). En Broby-Johansen segir í bók sinni „Krop & Klær”. „Havelock, opnevnt efter eng. General i 1850-erne lang Herrekappe uden ærmer, men m. pelerinelignende slag”. Þessi tíska í yfirhöfnum hefur því verið um 30 ár að ná útbreiðslu hér sbr. t.d. „um þetta leyti eða kringum 1820 kornu hér upp hinar útlendu vagnstjóra yfirhafnir (kafeiurnar) sem náðu niður á kálfa. Voru þær með yfirkraga fram yfir olnboga og þar að auki flákraga um hálsinn og mittisbandi þóttu þær rétt góðar í rigningum. Þær féllu úr gildi um 1860.” (6, bls 112) og „karlmenn gengu ýmist í frakka cða treyju þ.e. allir búðar og heldri- menn í frökkum en hinir á stutttreyjum. Svo var ein flík enn, sem kölluð var mussa. Það var víst yflrhöfn. (7, bls 18). Ferðafrakki Ludwigs I. af Bayern um 1820- 30. Munclien, Bayern, Nat.-Museum. Lýsingin á við Akureyri um 1865, og sýnir vel hve stétta- skifting hefur verið mikil í þeim bæ. Ætla má að notkun káfía hafi einnig endurspeglað stéttaskiftingu og að þær hefi einungis verið í eigu þeirra sem betur voru efnum búnir. Því tæplega hefur það verið á allra færi að eyða 14 álnum af vaðmáli í eina flík. Enda var það sýslumaðurinn, sem klæddist káfíu í Skugga-Sveini. 1. Brandstaðaannáll, útg. Sögufélag Húnvetninga, 1941. 2. Þjóðhættir og æfisögur frá 19 öld, Finnur Jónsson frá Kjörseyri, Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar Akureyri, 1945. 3. Gríma hin nýja, Þorsteinn M. Jónsson. Þjóðsaga Reykjavík, 1965. 4. 'Fhe Mode In Gostume, R. Furner Wilcox. Útg. Charles Scribner Sons 1948, New York. 5. History of costume, Blance Payne. Útg. Harper & Row New York, 1965. 6. Þjóðlífsmyndir, Gils Guðmundsson, Iðunnarútgáfan Reykjavík, 1949. 7. Minningar, Guðrún Borgfjörð, Hlaðbúð, Reykjavík, 1947. HUGUR OG HÖND 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.06.1981)
https://timarit.is/issue/406971

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.06.1981)

Aðgerðir: