Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Page 23

Hugur og hönd - 01.06.1990, Page 23
Ausur Hér eru birtar myndir af ausum sem Hannes Lárusson, mynd- listamaður, hefur smíðað, en hann hélt sýningu í Gallerí 11 á Skólavörðustíg 4 síðastliðið vor. Það sem vakti athygli okkar í ritstjórn Hugar og handar var að ausurnar birtust þar sem sjálfstæð listaverk í nútíma skilningi, en um leið heldur notagildið sér að fullu. 1. Skaft á ausu á 2. mynd. Ljósmynd: Áslaug Sverrisdóttir. Ausurnar eru allar listavel smíöaö- ar og hafa sumar þeirra dýpri merk- ingu en þá sem augljós er viö fyrstu sýn. Viö gefum listamanninum oröiö: Ausurnar byggjast á sama hugs- unarhætti og þau verk sem ég geri á annan hátt nema aö því leyti aö kraf- an um notagildi heldur stæröinni í skefjum, útheimtir styrk og rétt lag. Notagildiö hefur ísmeygilegt aödrátt- arafl og merkingu sem fagurfræðileg útfærsla á ausunum er jafnan knúin til aö bregðast viö. Ausan sem hlutur er síendurtekið tilbrigöi viö þaö við- fangsefni aö gera vökvahelda holu í tré — og þaö er einmitt frammi fyrir dulúð þessa íláts sem sumir vilja horfa á þaö en aðrir nota það. í raun- inni eru þessi verk hugsuð sem skúlptúrar en unnir sem nytjahlutir. í dag hef ég gert um 45 ausur og finnst mér eins og möguleikar holunnar séu rétt aö byrja aö opnast. í október 1990, Hannes Lárusson Hannes Lárusson er fæddur áriö 1955. Hann hefurstundað myndlista- nám á íslandi, í Kanada og Banda- ríkjunum. Tók B.A. í heimspeki frá H.í. 1986, M.F.A. frá NSCAD, Halifax og N.S. í Kanada 1988. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.