Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Síða 27

Hugur og hönd - 01.06.1990, Síða 27
Af Færeyjaferð Það var norrænt heimilisiðnað- armót í Færeyjum í sumar, 1.-6. júlí 1990. íslenskir hafa því mið- ur sjaldan sinnt þessum ágætu árlegu fjölskyldumótum sem fyrst var efnt til í Svíþjóð sumar- ið 1984. Til Færeyja fóru þó þrír. Mikil eftirspurn var frá öðrum Norðurlöndum og komust færri að en vildu, þó að þátttakend- um væri fjölgað úr 60, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, í 90. Mótið var í alla staði hið ágætasta, lærdómsríkt og skemmtilegt í notalegu and- rúmslofti. Veðrið hefði getað verið betra en við sáum þó sér- stæða fegurð færeyskra fjalla og byggða í ökuferð sem farin var einn daginn um Straumey og Austurey og margir sáu meira. Að venju var þátttakendum skipt í starfshópa sem hver um sig fékk kennara í ákveðnu verkefni. Valið hafði staðið um 5 færeysk verkefni: Skógerð, trésmíði, bandagerð, ullar- vinnu og litun úr skófum. Auk þess voru börnin saman í stofu og fengu ýmislegt að fást við í umsjá ungra kennara. Þau virtust njóta sín mjög vel. Færeysk skógerð er fólgin í að handvinna létta sauðskinnskó með færeysku lagi. Þeir eru allt öðru vísi sniðnir en íslenskir sauðskinnskór og skinnið er Ijósbrúnt, verkað á sér- stakan hátt og litað með rót muruteg- undar sem algeng er í Færeyjum. Þeir eru bundnir um rist og ökkla með fléttuðu ullarbandi. Karlar tóku, trúi ég, allir þátt í tré- smíðinni. Ýmislegt smálegt var fram- leitt, m.a. skondnir trélásar hver með sínu lagi, mismunandi hökum og raufum, kallaðir hvolpalásar. Voru áður og eru kannski enn notaðir á hjalla og önnur útihús þar í landi. Þau sem fóru í bandagerðina lærðu að kríla, að bregða skrautleg bönd (sömu aðferð og hér er nefnd oddabrugðning) og búa til tólftotta- bönd. Allar gerðirnar eru notaðar á eða með færeyskum þjóðbúningum. í tóvinnuhópnum fengum við aö kynnast færeyskri ull sem okkur sýndist næstum eins og íslensk ull. Það var tekið ofan af sem á færeysku heitir að nappa, spunnið þel og tog, nappað ull og broddur, og einnig ullin upp með öllu saman, samfingin. Færeyskir rokkar eru mjög frá- brugðnir þeim íslensku. Þar hefur skotrokkurinn, sem er e.t.v. elsta gerð rokka, haldið velli. Við hann er staðið, stóru hjóli snúið með hægri hendi og kemban teygð með þeirri vinstri. Engin snælda né snælduum- búnaður er á rokknum, aðeins teinn sem bandið er undið upp á. Það fær aðra áferð en band sem spunnið er á stiginn rokk og báðar hendur hafðar á kembunni. Hægt er að spinna á venjulegan spólurokk á sama hátt og skotrokk og hafa Færeyingar iðkað það einnig, kalla hann litla srá. í fimmta hópnum var fengist við af- ar merkilega litun úr skófum. Litað var brúnt úr litunarmosa, að því er virtist sömu tegundar og hér þekk- ist (Parmelia saxatiles og e.t.v.einnig Parmelia omphalodes). Enn merki- legra var að kynnast aðferð við að ná fram rauðum og bláum litum úr tveimur öðrum gerðum af steinaskóf- um. Annars vegar eru þetta hvítar eða Ijósar skellur á steinum sem Færeyingar kalla korki (lat.: Ochro- lechia tartarea), hins vegar rauðgul- ar skófir sem eiga sér bara latneskt nafn (Xanthoria parietina). Með því að láta þær gerjast í ammoníakvatni (áður keytu) nást fram rauðir litir, og bláir þegar það sem litað hefur verið í rauðgulu skófunum er látið þorna í sólskini. Svo virðist sem nákvæmar litunaraðferðir hafi glatast en Gunn- vör Bærentsen, sem leiðbeindi hópnum, hefur fundið út með tilraun- um ákaflega einfalda aðferð. Árið 1987 gaf hún út lítið kver um þessar tilraunir sínar, Liting við skónum. Þar segir hún m.a. um rauðgulu skófirnar að úr þeim megi í rauninni fá alla liti, gula með suðu, rauða eftir gerjun, bláa með því að þurrka þann rauða í sól, græna ef gult band er litað blátt og fjólubláa á vissu stigi milli þess rauða og bláa. Gunnvör varar þó við að ganga nærri skófinni þar sem hún sé viðkvæm og þurfi langan vaxtar- tíma. Þetta eru óneitanlega forvitnileg litunarefni og furðulegt að aðferðir skuli hafa fallið í gleymsku, þar sem um svo vandfengna liti var að ræða. En ef til vill hefur farið eins fyrir þess- ari litun og sagan segir um þá leynd- ardómsfullu list að lita blátt úr blá- gresi, „að gömul kona í Vatnsskarði nálægt Skagaströnd hafi kunnað að lita blátt með blágresi, en haldið að- ferðinni leyndri“. Ekki er vitað um neinar heimildir um að hér á landi hafi rauður og blár litur fengist úr skófum, þó munu sömu tegundir og Færeyingar nota 1. Rokkteinn í færeyskum skotrokki. Sjá má hvernig þræðinum (kemb- unni) er haldið á ská út frá enda teinsins meðan snúðnum er hleypt upp á. 2. Sýnishorn úr ,,smíðadeildinni“. Fremst eru hvolpalásar, ofar trog og tréskeiðar. HUGUR OG HÖND 27

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.