Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1990, Qupperneq 28

Hugur og hönd - 01.06.1990, Qupperneq 28
vera til hér. Aö vísu mun Ochrolechia tartarea vera sjaldgæf en önnur skyld, Ochrolechiaparella, er algeng og hún gefur einnig rauðan lit, aö sögn Gunnvarar Bærentsen. Rauögulu skófirnar, Xanthoria parietina, munu vera öruggur litgjafi og þarf ekki að prófa þær áöur en þær eru teknar. En þær hvítu þarf aö prófa (líklega vegna þess hve erfitt er aö greina á milli tegunda). Þá er gert svolítið sár með hnífsoddi niður undir efsta lagið og dropi af klorox látinn drjúpa í þaö. Verði sáriö rautt gefur skófin rauöan lit, annars ekki. Fléttu- tegundir eru til ótal margar, einnig á íslandi, og er ekki ólíklegt aö fleiri gefi eftirsóknarveröa liti. Þaö hlýtur aö vera skemmtilegt og spennandi viöfangsefni fyrir þá sem fást viö jurtalitun aö gera tilraunir meö ís- lenskar skófir. En munum að „aögát skal höfö í nærveru" skófa. Sigríöur Halldórsdóttir 3. Band í ýmsum litum, litað með mismunandi steinaskófum í Færeyj- um 1990. 4. Skófir á fjörusteinum í Færeyjum. Ljósmyndir: Sigríður Halldórsdóttir. Flókagerö á íslandi í tilefni af frásögn, sem birt er hér í blaðinu, um meðferð og tilraunir Önnu Þóru Karlsdóttur á ull (sjá Ull- arlist) vaknaði forvitni um hvort flóka- gerö heföi ekki fyrrum veriö hagnýtt á einhvern hátt hér á landi. Fremur eru heimildir fátæklegar um þetta efni, þó má finna eftirfarandi í /s- lenskum pjóðháttum eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili í lesmáli um reiötygi: „Þá er aö minnast á þaö áreiði, Tvíbrotinn þófi. Fátækleg reiðtygi fyrri alda. sem algengast var meö almenningi: þaö var þófinn. Eiginlega var þófinn haföur sem laus undirdýna undir hnakka og söðla, en svo var hann almennt haföur einsamall. Hann var þannig geröur, aö tekin var ull, tog og úrgangur, og lagt margfalt, bleytt og þæft, þangað til oröiö var aö sam- felldum þéttum flóka“. Ennfremur er þófaflókinn sagöur VA ál. breiður (um 78 cm), allt aö 3 ál. langur (um 188 cm) og 11/2-2 þuml. aö þykkt (um 4- 5 cm). Hann var venjulega hafður tvíbrotinn á hliöum (þrefaldur) og festur á hestinn meö ólum, gjörö og reiöa. Ekki er ósennilegt aö einhvern tíma hafi menn hérlendis kunnaö aö nýta sér ullarflóka til annars en í þófa. Njáll var sagður hafa átt þófahött og í öörum sögum segir frá þófastökk- um sem menn báru í bardögum og voru þannig aö á þá bitu ekki vopn. Vel er hugsanlegt aö slíkir stakkar hafi verið úr þykkum ullarflóka, ekki er heldur ólíklegt aö höttur Njáls hafi verið mótaöur úr flóka. Þófa er getið á nokkrum stööum í sögunum, svo e.t.v. hafa þeir veriö viö lýöi frá upphafi landnáms, en heldur munu þeir hafa þótt óviröuleg reiötygi. Þófar voru aö mestu af lagð- ir fyrir aldamótin 1900. Ekki er lýsingin í íslenskum þjóð- háttum nákvæm á því hvernig þófinn var gerður. Geta veröur sér til aö ullin hafi verið kembd og kemburnar lagð- ar hver ofan á aöra í mörgum lögum áöur en þófiö hófst. Mikil ull hefur far- ið í þófana og ekki eintómt tog því þaö þófnar illa. Aöra heimild um flókagerð er aö finna í Hlín, ársriti Sambands norö- lenskra kvenna (síöar ársrit íslenskra kvenna). Þar er birt lýsing á þófa- sokkum (flókaskóm) sem ritstjórinn, Halldóra Bjarnadóttir, sá hjá Vestur- íslendingum í Kanada 1937 (Þófa- sokkar. Hlín, 21. árg. Flókaskór. Hlín, 32. árg.). Halldóra lét vinna flóka- sokka í Tóvinnuskóla sínum aö Sval- baröi og hafa nemendur vafalaust borið kunnáttuna meö sér um landið en aldrei varö flókasokkagerö al- menn i landinu. Þó segir Halldóra (H.B.) þá afar skjólgóða, „en ekki eru þeir fallegir". Sigríöur Halldórsdóttir 28 HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.