Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.1990, Blaðsíða 29
lslenskhannyrðakonaá17.öld Úr óprentaðri ritgerð í upphafi greinar minnar, ur saumað hvert eitt spor.’ Krossspor Hólmfríðar Pálsdótt- ur,“ í Hugur og hönd 1986, gat ég um íslenska merkiskonu sem uppi var á seinni hluta 17. aldar og öndverðri 18. öld, konu sem fáum íslendingum mun nú vera kunn nema af því einu að mynd hennar og myndefni henni tengt skartar á fimm þús- und króna peningaseðli lands- manna sem út kom 1986 (1. og 2. mynd). Kona þessi, Ragn- heiður Jónsdóttir, prófasts- dóttir af Vestfjörðum og frú tveggja biskupa á Hólum, var mikilvirk hannyrðakona og annálaður kennari í þeirri grein. Vitað er um þó nokkrar kirkjur norðanlands sem áttu út- saumsverk frá henni komin eða henni merkt. Tvö ef ekki þrjú slík klæði hafa varðveist í Þjóð- minjasafni íslands, og hægt er að nafngreina sex námsmeyjar hennar og tiigreina hannyrðir sumra þeirra. Altarisbúningur frá Laufási í biskupsvísitasíu Laufáskirkju 1748 eru meðal kirkjugripa skráð alt- arisklæði ásamt altarisdúk með áfastri brún, allt útsaumað. Segir þar, í fyrsta skipti í vísitasíum kirkjunnar svo öruggt sé, frá merkilegum sam- stæðum altarisbúningi sem Björn prófastur Halldórsson í Laufási sendi Þjóðminjasafni íslands 1867 ásamt öðrum góöum gripum úr kirkjunni þar (3. og 4. mynd). Eru hér komin verktengd Ragnheiði Jónsdóttur, því að af áletrun á altarisklæðinu má sjá að hún hefur gefið það kirkjunni 1694 fyrir legstað móður sinnar, sem þar er nafngreind, og á altarisdúknum er tilsvarandi áletrun, nema hvað gef- andi er þar tilnefndur einn bræðra hennar. Ragnheiður Jónsdóttir var, svo sem þegar er getið, frú tveggja Hólabiskupa, þeirra Gísla Þorláks- sonar, bróður Þóröar Skálholtsbisk- ups, og Einars Þorsteinssonar; var hún þriðja kona Gísla og seinni kona HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.