Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Side 30

Hugur og hönd - 01.06.1990, Side 30
Einars. Er vart aö efa aö útsaums- verk þessi hafi verið unnin af Ragn- heiöi og námsmeyjum, „kennslu- jungfrúm,“ hennar, eöa af þeim síð- arnefndu undir handarjaöri hennar. Uppruni, ævi og ættmenni Ragnheiðar Jónsdóttur Laust fyrir miðja öldina sautjándu, nánar til tekið 1646, fæddist prófasts- hjónunum í Vatnsfirði, Hólmfríði Sigurð- ardóttur (5. mynd) og Jóni Arasyni, dóttir er hlaut nafnið Ragnheiður, önnur tveggja dætra þeirra með því nafni. Hólmfríður (f. 1617, g. 1636, d. 1692) var dóttir Sigurðar yngra (d. 1617) Oddsson- ar biskups Einarssonar og konu hans, Þórunnar ríku Jónsdóttur sýslumanns að Galtalæk Vigfússonar, en séra Jón (f. 1606, d. 1673) var sonur Ara sýslumanns í Ögri Magnússonar og konu hans, 1. og 2. Fram- og bakhlið íslenska 5000 króna peningaseðilsins sem gefinn var út 1986. A framhlið (1) eru myndir er líkja eftir myndum á mál- verki, nú í Þjóðminjasafni íslands (sjá 7. mynd), af Ragnheiði Jóns- dóttur, þriðju frú Gísla Þorlákssonar Hólabiskups, sem og biskupinum og tveimur fyrri eiginkonum hans. Auk þess hlutar af útsaumi á altaris- klæði frá Laufási í Eyjafirði (sjá 3. mynd). Á bakhlið (2) er teikning, hugmynd, af Ragnheiði og tveimur námsmeyjum hennar að skoða full- unnið altarisklæðið. Situr biskups- ekkja á útskornum stóli með kistu- sæti og heldur á sjónabók í vinstri hendi. Hvorir tveggja gripirnir, stóll- inn og bókin, voru í eigu Ragnheið- ar, en eru nú varðveittir í Þjóðminja- safni íslands, Þjms. 2702 og 1105. 3. Altarisklæði og altarisdúkur með brún úr Laufáskirkju í Eyjafirði. Frá 1694. Neðan til á altarisklæðinu er eftirfarandi áletrun: ÞETTA ALTARIS KLÆDE GIEFVR RAGNEIDVR IONS DOTTER / KIRKIVNNE AD LAVFASE FIRER LEGSTAD SINNAR SÆLV Hl / ARTANS MODVR HOLMFRIDAR SIGVRDAR DOTTVR 1694. Mislitt ull- arband í hvítt hörléreft. Stærð altar- isklæðisins er um 99x115 cm. Þjms. 404 og 405. Ljósmynd: Gísli Gests- son. 4. Altarisdúkur með brún frá Laufás- kirkju. Á enda dúksins hægra megin er eftirfarandi áletrun: ÞENNANN ALLTARIS DVK GIEFVR ARE IONS SON KIRKIVNNE / AD LAVFASE FIRER LEGSTAD SINNAR BLESSVDV MODVR HO / LMFRYD- AR SIGVRDAR DOTTVR SÆLLRAR MINNINGAR. Á vinstri enda dúksins er letrað: ANNO 1694. Á altarisbrún- inni eru vers úr tveimur sálmum úr sálmabók Guðbrands biskups Þor- lákssonar frá 1589: ÞINNE KIRKIV OG KRISTNVM LYD KIÆRE FADER HLYF ALLANN TYD / HALLT ÞV OSS FAST I HREINNE TRV HERNAD OVINA FRA OSS SNV * GIEF/ ÞINNE KRISTNE GODANN FRID GVDS SON VMM VORAR TYDER / ÞVI ECKERT HOFVUM VIER ANNAD LID EINN ÞV FIRER OSS STRYDIR S [jálfur] G[uð] V[or] S[annur] F[aðir]. Lengd er um 155 cm, breidd með brún og kögri um 73 cm. Þjms. 405. Ljósmynd: Gísli Gestsson. 5. Hólmfríður Sigurðardóttir, móðir Ragnheiðar Jónsdóttur. Málverk eft- ir séra Jón Guðmundsson á Felli (f. 1631, d. 1702). Stærð innan ramma 66x52 cm. Þjms., mms. 2, áður Þjms. 402. Ljósmynd: Gísli Gests- son. 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.