Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1990, Side 43

Hugur og hönd - 01.06.1990, Side 43
legt aö nemendur hljóti margvíslega verklega þjálfun og aö hún komi til góöa sem viöbót viö fagbundið verk- legt nám í grunnskóla. Hér eru ekki tök á aö lýsa ná- kvæmlega mismunandi leikbrúöu- geröum en minnt skal þó á nokkrar. Handbrúður úr vettlingum og sokkum. Vettlingur eöa sokkur er skreyttur meö mislitu garni, fílti, ull, tölum og ýmsu ööru og búin þannig til handbrúöa sem auðvelt er aö nota. Annars eru til ótal tegundir af handbrúðum. Áöur fyrr var brúöu- hausinn oft geröur úr tré eöa papp- írsmassa, nú er fremur notað svamp- gúmmí, nælonsokkar o.fl. Brúður úr pappírspokum. Andlit er teiknað og málaö á pokann, papp- írsrenningar, garn, fílt o.fl. notaö til skreytingar. Pokinn er fylltur meö krumpuöum dagblaöapappír, dýll eöa grannur trélisti settur í pokaopið og bundinn vel aö meö bandi. Brúður úr umbúðum. Margs kon- ar umbúöir, s.s. mjólkurfernur, pappadiskar, plastbrúsar, pappa- kassar o.fl., geta veriö ágætis uppi- staöa í einfaldar leikbrúöur. Gefa má hugmyndafluginu lausan tauminn, búa til brúöur og skreyta þær á sem fjölbreytilegastan hátt, þannig að þær hæfi hlutverkum sínum. Skuggabrúður. Skuggabrúöur eru oftast gerðar úr þykkum pappa eöa jafnvel þunnum krossviöi. Liöa- mót geta verið á höndum og fótum brúðunnar. Grannir trélistar eru festir við hvern einstakan hluta brúðunnar og henni stjórnaö meö þeim. Leikiö er meö brúöurnar upp við þunnt efni eöa dúk sem strekktur er á grind eöa stóran ramma, Ijós er haft á bak viö brúðuna, fjær áhorfendum, þannig aö skuggi brúðunnar fellur á tjaldið. Stangabrúður. Stangabrúöurnar geta verið svipaöar aö gerö og hand- brúðurnar en þeim er stjórnaö meö grönnum stöngum eöa léttum trélist- um. Er þannig hægt aö hreyfa höfuö, hendur og fætur leikbrúðunnar. Strengjabrúður. Strengjabrúöur eru leikbrúöur sem oftast eru búnar til úr tré, þær eru meö hreyfanleg liðamót. Frá liöamótunum liggja þræöir í stjórntækin og meö þeim stýrir leikbrúðumeistarinn hreyfing- um þeirra. Sjaldgæft er aö slíkar brúöur séu búnar til af grunnskóla- nemendum. Þaö krefsteinfaldlegaof mikils tíma aö búa þær til og aö þjálfa sig í aö stjórna þeim. Leiksvið Brúöuleikhús geta verið mjög mis- munandi. Þaö er til dæmis hægt aö strengja efni í dyraop, skilja eftir smá- bil og láta brúðurnar leika þar. Eins má skera op í stóran pappakassa og búa þannig til lítið leikhús. Venjulega er leiksviöiö gert úr trélistum, þ.e. lér- eft eöa annað þunnt efni strengt á trégrind. Aö lokum skal bent á aö leikbrúður má einnig nota án sér- staks leiksviðs, þó aö oftast sé skemmtilegra aö hafa þaö meö. Þórir Sigurðsson fvzr— a 1. Brúðuleikhús og ,,leikarar“ á sviði. Ljósmynd: Þórir Sigurðsson. 2. Handbrúða úr sokk. Fylling gæti verið ull eða svampur. 3. Venjuleg handbrúða úr saumuð- um serk og haus sem gæti verið kúla, gerð úr vatti eða bómull, klædd nælonsokk. 4. Skuggabrúða úr pappa eða þunn- um krossviði, stjórnað með trélist- um og stinnum vír. 5. Teikning sýnir hvernig stinga má fingrum í haus og arma á venjulegri handbrúðu. 6. Leiksvið sett upp í dyragætt. HUGUR OG HÖND 43

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.