Hugur og hönd - 01.06.2010, Side 9

Hugur og hönd - 01.06.2010, Side 9
Gilitrutt býr í Rauðafelli undir Austur-Eyjajjöllum. Guðný A. Valberg frá Þorvaldseyri gerði tröllskess- urnar. fram hugmynd að handverkshátíð á fundi Stéttarfélags bænda á Hvamms- tanga og fór svo að Hagar hendur tóku að sér undirbúning og skipulagningu fyrstu hátíðarinnar. Sameiginlegur vettvangur handverksfólks Þó svo að hugmyndin að hátíðinni væri ný og framandi tókst að afla nokkurra styrkja og Eyjafjarðarsveit lagði til hús- næði. Fyrsta handverkshátíðin var haldin um miðjan júní 1993 í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Hátíðin var kynnt sem sú fyrsta sinnar tegundar á landinu þar sem handverksfólk allsstaðar að kæmi saman, kynnti vinnubrögð sín og seldi handunnar vörur. Opið var fyrir almenn- ing föstudag og laugardag en sunnudag- urinn var ætlaður fundahöldum hand- verksfólks. Hátt í hundrað einstaklingar og handverkshópar tóku þátt í þessari fyrstu handverkshátíð. Nokkuð var fjallað um hátíðina í fjöl- miðlum og þá tvo daga sem opið var fyrir almenning komu um 2000 gestir. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum og viðbrögð gesta voru jákvæð. Raunar vissi enginn við hverju væri að búast og mátti sjá undrunarsvip á mörgum gest- um sem bjuggust helst við að í salnum „yrðu prjónakonur á víð og dreifý eins og Elín orðaði það í samantekt í sýning- arskrá handverkshátíðarinnar árið 2006. „Eg held að þetta sé aðeins byrjunin11 var haft eftir Elínu í dagblaðinu Degi á Akureyri í vikunni eftir fyrstu hátíðina. Hátíðin vex og dafnar Fyrsta hátíðin þótti takast ákaflega vel og var því ekki hikað við að slá upp annarri árið eftir. Handverk ‘94 var með svipuðu Hjólahnakkar - verðlaunatillaga Sigurlínar Jónsdóttur í samkeppninni Þráóur fortíðar tilfram- tíðar sem haldin var árið2009. sniði og árið áður en opnunartíminn var þó lengdur um einn dag og ýmsum upp- ákomum bætt við. Sýnd voru gömul vinnubrögð, svo sem ullarvinnsla og skógerð. Arið eftir var hátíðin færð fram í ágúst og hefur hún verið haldin á svipuðum tíma síðan, eða aðra helgina í ágúst. Sú breyting varð einnig 1995 að Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar vék frá form- legri umsjón með sýningunni enda hafði hugsunin alltaf verið sú að tryggja hug- myndinni brautargengi og koma henni síðan í hendur heimamanna til vaxtar og viðgangs. Nokkur umræða varð um hvort flytja ætti sýninguna til Akureyrar þar sem kvartað hafði verið yfir þrengslum og loftleysi í mannmergðinni í íþróttahús- inu við Hrafnagilsskóla. Af því varð þó ekki heldur var farin sú leið að stækka sýningarsvæðið, nýta meira af skólahús- næðinu og vera einnig með stórt útisvæði og sýningartjöld. Eyjafjarðarsveit tók að sér ábyrgð og umsjón hátíðarinnar og skipaði sýning- arstjórn, sem hefur síðan haft yfirumsjón með framkvæmd og stefnumótun hátíð- arinnar. Árið 1997 komu nýir sýningar- haldarar til sögunnar, Hreiðar Hreiðars- son og fjölskylda hans. Þau önnuðust framkvæmd hátíðarinnar í samvinnu við sveitarfélagið næstu árin en frá árinu 2006 hefur sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit alfarið séð um rekstur hátíðarinnar og haft starfsmann í hlutastarfi. Núverandi framkvæmdastjóri verkefnisins er Dóróthea Jónsdóttir. Árið 2006 stækkaði hátíðin nokkuð og nafni hennar var breytt í Uppskera og handverk. Sett var upp verkstæði hand- verksfólks þar sem handverksmönnum Úr norska básnum árið 2007. var boðið að koma með tæki sín og tól og gestir gátu fylgst með þeim við vinnu sína. Námskeið hafa verið haldin í tengslum við hátíðina frá upphafi. Kennarar hafa verið bæði innlendir og erlendir gesta- kennarar sem sýnt hafa eigin framleiðslu og leiðbeint handverksfólki. Fyrsti hópur erlendra gesta kom á hátíðina árið 1997 frá Grænlandi og Færeyjum. Gesta- kennarar hafa langflestir komið frá Norðurlöndunum enda er þar rótgróin hefð fyrir hvers konar handverki. Mismunandi þemu hátíðanna Á árunum 1998 - 2008 hafði hver hand- verkshátíð sitt þema. Árið 1998 var hald- ið landsmót hestamanna á Melgerðis- melum í Eyjafjarðarsveit og þótti tilvalið að tengja það þema sýningarinnar. Þannig varð hesturinn fyrsta þemað. Tilraunin tókst vel og ákveðið var að gera þemaefni að föstum lið. Tréð var tekið fyrir árið 1999, kirkjan árið 2000, sauð- kindin 2001, torf og grjót 2002, kýrin 2003, málmar 2004, hafið 2005, tónlist 2006, kornið 2007 og miðaldir árið 2008. Þrátt fyrir fyrirfram ákveðin þemaefni voru þátttakendur ekki bundnir á neinn hátt af þeim en glögglega mátti sjá í hönnun margra þeirra skýrar tengingar við þemað hverju sinni. Fjölbreyttir viðburðir hafa einnig verið fastur liður samhliða sýningarhaldinu. Þar má nefna tískusýningar, söng- skemmtanir og kvöldskemmtun þar sem veittar hafa verið ýmsar viðurkenningar hátíðarinnar. Ef gluggað er í gamlar sýningarskrár er gaman að sjá hversu mikil fjölbreytni er í þeim hráefnum sem handverksfólk vinn- HUGUROG HÖND2010 9

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.