Hugur og hönd - 01.06.2010, Page 11

Hugur og hönd - 01.06.2010, Page 11
ÓJöf Stefánsdóttir Frjáls útsaumur með Bettinu Andersen - fræðsla fyrir textílkennara Anxgður nemandi með lóur fagurlega útsaumaðar í saumavél. Félag textílkennara (FT) er fagfélag textílkennara í grunnskólum landsins. Tilgangur félagsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfx meðal textíl- kennara og aðstoða og hvetja til áfram- haldandi menntunar. Þetta hefur einkum verið framkvæmt með fundahöldum, fræðandi erindum ásamt því að standa fyrir námskeiðum. Ollum grunnskóla- kennurum er ætlaður ákveðinn tími til endurmenntunar en félagsmönnum FT hefur fundist nokkuð skorta á að stjórn- endur endurmenntunar sjái félagsmönn- um fyrir námskeiðum sem styrkja textíl- fagið sérstaklega. Fræðsluerindi var síðast haldið í nóvember en þá fékk stjórn félagsins Steinunni Sigurðardóttur fata- hönnuð og borgarlistamann Reykjavíkur 2009 til Ieiðsagnar um sýningu hennar á Kjarvalsstöðum. I júní síðastliðnum stóð stjórn félagsins fyrir tveimur tveggja daga námskeiðum í frjálsum útsaumi. Kennari á námskeiðun- um var danska textíllistakonan Bettina Andersen. FFún gerir myndverk og skúlp- túra auk þess sem hún er þekkt fyrir töskur sínar. Akvörðunin um að fá Bettinu til landsins var tekin eftir að ein úr stjórn félagsins hafði farið á námskeið til hennar í Skals og líkað vel. Námskeið á sumrin í Skals hafa verið vinsæl hjá textílkennurum, einkum vegna þess að þar er hægt að velja um nokkur stílbrigði í textíl. Nú er talsvert dýrara en áður að fara utan og því brugð- um við á það ráð að fá Bettinu til Islands og með henni ferskan og framandi blæ. Svarta boxið. Þrívítt textíllistaverk eftir Bettinu Andersen. Stœrð kassans er 40 x 40 x 40 cm. Bettina hefur í nógu að snúast við að sinna eigin listsköpun, skrifa bækur og halda námskeið og fyrirlestra. FFún hefur frá árinu 1992 kennt og haldið yfir 500 erindi vítt og breitt um Norðurlönd. Bettina hefur skrifað sex bækur um frjálsan útsaum og haldið fjölda sýninga, bæði einkasýningar og með öðrum. Textíllistakonan sækir hugmyndir sínar víða. FFún leitar gjarnan í náttúruna sem birtist þá ýmist greinanlega eða óhlut- bundið (abstrakt). Sjá má hvernig hún vinnur með liti og áferð út frá hughrifum náttúrunnar í bókinni Broderi naturlig- vis. Einnig sækir hún hugmyndir í borg- arlífið á frjálslegan hátt. Bettina hefur í samvinnu við danska heimilisiðnaðarfé- lagið (Dansk husflid) þróað endurmennt- unarnámskeið fyrir þá sem vilja auka færni sína og skilning á frjálsum útsaumi. Nemendur geta valið um þátttöku í stök- um námskeiðum eða öllum átta sem í boði eru. Flvert námskeið er haldið yfir eina helgi og öll átta dreifast á þriggja ára tímabil. Námskeið Bettinu í frjálsum útsaumi fyrir Félag textílkennara fóru fram í fallegum húsakynnum Fdússtjórnar- skólans við Sólvallagötu í Reykjavík. FFún hélt einnig opinn fyrirlestur á sama stað og sýndi líka nokkur verk á Skörinni, sýningaraðstöðunni hjá Fdandverki og hönnun í Aðalstræti 10 þann tíma sem hún dvaldist hér. Námskeiðið var afar kærkomið og vel sótt af textílkennurum. A námskeiðinu var kennd myndsköpun í textíl úr efnisbútum og þráðum hvers konar. Hugmynd eða kveikja að textíl- verkunum voru myndir sem þátttakend- ur höfðu annað hvort tekið sjálfir eða fengið að láni. Unnið var í saumavél eða saumað út í höndum allt eftir því hvaða áferð átti að ná frarn í verkunum. Bettina kenndi nokkrar tæknilegar útfærslur og hvatti þátttakendur til að gera prufur til glöggvunar. Síðan valdi hver og ein sína leið til að skapa það sem hugurinn bauð. Hver stund var vel nýtt og nutu textíl- kennararnir þess að fá að vinna sjálfir að eigin verkum. Það var kærkomitt til- breyting fyrir kennarana að ljúka skóla- árinu með því að skipta um hlutverk, fá leiðsögn og finna fyrir þeirri vellíðan sem fylgir því að mega einbeita sér að skap- andi vinnu. Hægt er að fræðast meira um Bettinu á heimasíðu hennar: www.bettinaandersen.dk Nánari upplýsingar um Félag textíl- kennara má finna á heimasíðunni: www.textilkennari.is HUGUR0G HÖND2010 11

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.