Hugur og hönd - 01.06.2010, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.2010, Side 20
Tré og list i glæsilegu húsnœði. I stöplum d gólfi eru útskurðarverk Siggu d Grund og rennd verk úr tré efiir Ólaf. A endavegg eru tvö verk Ólafs, vagnhjólið sem er elsta uppfinning mannsins en til hœgri er nútíminn sem er efiirlíking skrúfublaða fyrir þotumótor. hef rennt handa Bergþóru gerði ég af því að ég vildi að hún ætti hluti sem enginn annar ætti. Þær eru flestar límd- ar saman úr mörgum viðartegundum svo sem hlyn, mahóní og sebravið. Nú eru orðnar til margar ólíkar könnur sem sýna hvað hægt er að gera úr tré. Hér á landi er ekki hægt að velja úr stórum trjábolum en sú aðferð að líma saman viðarbúta gefur manni frelsi til að útfæra hlutina á sérstakan og persónulegan hátt“. Hugmyndirnar að verkunum segir Olafur oftast koma eins og mynd í huga sér, stundum í tengslum við eitt- hvað sem fyrir augu ber eða ákveðið tilefni. Smíðaáhuginn meðfæddur Verk Ólafs í Tré og list eru sum unnin af honum mjög ungum. „Ahugi minn á smíðum kom áreiðanlega um leið og ég fór að geta leikið mér eitthvað að ráði“ segir Ólafur aðspurður um æskuna. „Eg man ekki svo langt aftur að hafa ekki verið með eitthvað á milli handanna að smíða. Ég var líka svo lánsamur að geta komist í verkfæri og þó þau væru fátæk- leg á nútímamælikvarða hafði ég samt nokkuð forskot hvað þetta snerti því ekki var mér bannað sárungum að taka flug- beitt sporjárn í hendur. Ég fór mjög snemma að renna úr tré og skera út til dæmis höfðaletur. Utskurðarjárnin bjó ég til sjálfur úr brotnum járnborum því þau bitu svo vel. Þessi járn á ég til enn í dag”. Smíðarnar einskorðuðust ekki við tré því frá unga aldri voru þeir bræður í Forsæti stöðugt að gera tilraunir: smíða bíla, báta, flugvélar, flugdreka, vindmyll- ur og boga auk þess sem þeir gerðu til- raunir til að steypa úr gleri og bræða blý. Rúmlega fermdur smíðaði Ólafur bát sem allur var hnoðaður saman úr blikki. Bátnum sigldu þeir bræðurnir síðan segl- um þöndum upp eftir Þjórsá og létu strauminn hjálpa sér að róa heim. Mikilvægi tónlistar Þegar hafa verið haldnar tónlistarupp- ákomur hjá Tré og list og fleiri eru áformaðar í framtíðinni. Tónlist hefur ávallt verið í hávegum höfð í Forsæti. Munu fáir dagar hafa liðið í búskap for- eldra Ólafs án þess að farið væri með kvæði og tekið í hljóðfæri. Ólafur spilar á orgel líkt og faðir hans gerði. Hann lætur sér þó ekki nægja fótstigið orgel heldur hefur fullbúið pípuorgel inni á heim- ilinu. Hljóðfærið er dæmi um óbilandi eljusemi og verklagni Ólafs. Orgelið fékk hann keypt úr Landakirkju í Vestmannaeyjum eftir að það hafði verið Verkstœði Sigurjóns Kristjánssonar í Forsœti eins og hann skildi viðþað. Tveir spunarokkar sem hannfann upp og smíðaði í forgrunni. 20 HUGUR OG HÖND 2010

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.