Hugur og hönd - 01.06.2010, Qupperneq 31
Ásdís Birgisdóttir
Textílsetur íslands
- blómleg starfsemi í Kvennaskólanum á Blönduósi
Ljósmytidir Asdís Birgisdóttir
KvennaskóLinn d Blönduósi. Húsið er byggt drið 1912 og teiknað afErlendi Einarssyni (1883-1968) húsameistara.
Textílsetur Islands var stofnað árið 2005 og hefur það aðsetur í
gamla Kvennaskólanum á Blönduósi. Húsið stendur við bakka
Blöndu og er eitt helsta kennileiti bæjarins. Kvennaskólinn var
byggður árið 1912 og var það Erlendur Einarsson (1883-1968)
húsameistari sem teiknaði hann. Húsið hefur mikið varðveislugildi
vegna byggingarlistar og menningarsögu auk þess að vera mikil-
vægur hluti gömlu byggðarinnar á Blönduósi. Margir þekkja þessa
byggingu og einnig Heimilisiðnaðarsafnið sem stendur við hlið
skólans. Safnið er í byggingu sem upphaflega var fjós skólans en
hefur nú verið stækkað til muna með glæsilegri viðbyggingu sem
Guðrún Jónsdóttir arkitekt teiknaði. Kvennaskólahúsið er nú í
eigu ríkis og sveitarfélaga en Kvennaskólinn var á sinni tíð öflug og
áhrifamikil menntastofnun fyrir ungar konur. Starfsemi
Kvennaskólans var hætt árið 1979 en miklar breytingar höfðu þá
orðið í samfélaginu og á viðhorfum til starfsemi kvenna- og
húsmæðraskóla.
Stofhun Textílseturs íslands
Um síðustu aldamót efldist mjög áhugi heimamanna á að koma
aftur á fór starfsemi í Kvennaskólanum á sviði textíls. Tilgangurinn
með starfseminni skyldi vera að efla nágrannasvæðin þar sem
stunduð er öflug sauðfjárrækt og enn er lifandi þekking á textíl og
textílmennt frá fyrri tímum. Arið 2004 var skipuð undirbúnings-
nefnd um stofnun Textílseturs Islands á Blönduósi. í nefndinni
áttu sæti Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra, Hrönn Vilhelms-
dóttir textíllistakona og Dr. Guðrún Helgadóttir frá Háskólanum
á Hólum. Textílsetur Islands var stofnað í mars árið 2005.
Stofnendur þess voru Blönduósbær, sveitafélög í Austur-
Húnavatnssýslu, Byggðastofnun, Heimilisiðnaðarsafnið,
Heimilisiðnaðarfélag Islands, Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur,
Textíll ehf., einstaklingar og fyrirtæki þar sem starfað er við textíl
eða áhugi fyrir honum er til staðar. Textílsetur hefur notið styrkja
af fjárlögum og frá Iðnaðarráðuneytinu. Fyrsti framkvæmdastjóri
setursins var Ingileif Thorlacius.
Rúmlega þrjdtíu nemendur sóttu Jýrstu sumarndmskeiðin á vegum Textílseturs
sem haldin voru i lok júní 2009. Þessi dhugasami hópur handverkskvenna tók
þdtt í prjónandmskeiði hjá Margréti Lindu Gunnlaugsdóttur.
HUGUR OG HÖND 2010 31