Fréttablaðið - 21.03.2020, Page 53

Fréttablaðið - 21.03.2020, Page 53
Sigrún Elísabeth Arnar-dóttir tók við þremur stjúpbörnum þegar hún hóf sambúð með fyrrver-andi eiginmanni sínum aðeins 16 ára gömul og f ljótt bættust þeirra eigin börn í hópinn. „Ég var nýorðin 16 ára þegar ég flutti frá Hvammstanga út í sveit til mannsins míns fyrrverandi, sem þá var þrjátíu og eins árs bóndi. Það var dásamlegt að búa í sveitinni og mér leið mjög vel þar. Ég kom þó minnst nálægt sveitastörfum, hann var bóndinn og ég var húsmóðir auk þess að sjá um börnin.“ Sigrún var nýorðin 17 ára þegar fyrsta barnið, dóttirin Perla, kom í heiminn og í framhaldi bættist þétt í hópinn en um tvö til þrjú ár voru á milli barna. Sigrún ólst upp í fjögurra systk- ina hópi og aðspurð hvort hana hafi alltaf langað í stóra fjölskyldu svarar hún: „Nei, ég hef aldrei spáð í það hversu mörg börn mig langi í. Alls ekki. En þegar ég var krakki og unglingur passaði ég oft börn og ellefu ára gömul eignaðist ég litla systur sem fylgdi mér um allt og var mikið hjá mér þegar ég f lutti í sveitina.“ Fimm barna móðir 25 ára Við tuttugu og fimm ára aldur var Sigrún orðin fimm barna móðir. „Ég hef alltaf verið langt á undan sjálfri mér,“ segir Sigrún þegar talið berst að því að hún hafi óvenju ung átt mörg börn. Í þessum töluðu orðum hringir síminn. Ein af eldri dætr- unum er með þær fréttir að leik- skólinn loki óvenju snemma í dag og því þurfi að sækja yngsta soninn fyrr. Það er augljóst að samvinnan er góð á heimilinu og dóttirin tekur þetta að sér möglunarlaust. „Ég held ég hafi alltaf verið fullorðinsleg þó ég hafi tekið hratt unglingsskeið um 12-14 ára aldurinn.“ Jafnaldrar Sig- rúnar á Hvammstanga splittuðust út um landið í framhaldsnám eftir grunnskólann og segist Sigrún ekki hafa spáð mikið í það hvað hinir væru að gera, sjálf hafi hún verið ÉG HEF TEKIÐ AÐ MÉR BÖRN BÆÐI Í STUÐNING OG FÓSTUR Í 18 ÁR SVO ÞAÐ ER KOMINN GÓÐUR SLATTI AF BÖRNUM. Fjölskyldan þurfti heilt gistiheimili Sigrún Elísabeth Arnardóttir hafði aldrei séð fyrir sér að eignast stóran barnahóp en örlögin höguðu því þannig að hún eignaðist 10 börn á átján árum, auk þess að taka að sér þrjú stjúpbörn og eitt fósturbarn. Ólíkt því sem einhver hefði haldið var ekki vandamál að ná öllum hópnum saman á mynd. Aftari röð: Eldon Dýri, Helga Sóley fósturdóttir Sigrúnar, Perla Ruth, Myrra Venus, Sóley Mist, Skjöldur Jökull, Frosti Sólon. Fremri röð: Sigrún Elísabeth með Bæron Skugga í fanginu, Fanney Sandra með Líam Myrkva son sinn í fanginu, Jasmín Jökulrós og Máney Birta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heimili fjölskyldunnar á Selfossi hýsti áður gistiheimili fyrir ferðamenn, þar er pláss fyrir alla enda svefnherbergin níu talsins og allir hjálpast að. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is komin með börn og haft í nægu að snúast. Heyra má að Sigrún er stolt af börnum sínum stórum og smáum. „Krakkarnir eru öll rosalega flott og dugleg. Frumburðurinn Perla er 23 ára og spilar handbolta með Fram og landsliðinu. Hún og kærastinn hennar keyptu sér hús á Selfossi í fyrra og ætla að gifta sig í sumar.“ Tvær elstu dæturnar eru fluttar að heiman og er sú þriðja með annan fótinn í Reykjavík þar sem hún er í námi. Fjórtán börn með öllum Sigrún er orðin amma en næstelsta dóttir hennar, Fanney er orðin móðir. „Ég á f imm barnabörn, næstelsta dóttir mín á barn sem er 20 mánaða og stjúpdætur mínar tvær eiga tvö börn hvor. Maðurinn minn átti þrjú börn fyrir og ein stjúpdóttirin mín býr á Selfossi og er samgangurinn mikill, strákurinn hennar hleypur til dæmis oft til okkar eftir æfingar og hin tvö sem búa í Mosó koma oft um helgar. Tvö stjúpbarna minna bjuggu þónokk- uð mikið hjá okkur í sveitinni og tel ég stjúpbörnin til minna barna.“ En þá er þó ekki öll sagan sögð, tíu börn og þrjú stjúpbörn en nú býr einnig hjá Sigrúnu, í varanlegu fóstri, stúlka sem hún telur einnig til sinna barna. Samtals eru börnin þá orðin fjórtán. Sigrún hefur aftur á móti ekki tölu á því hversu mörg börn hún hafi tekið að sér í gegnum tíðina. „Ég hef tekið að mér börn bæði í stuðning og fóstur í 18 ár svo það er kominn góður slatti af börnum.“ Aðspurð hvers vegna hún hafi opnað heimili sitt og tekið að sér börn í fóstur, svarar hún með ann- arri spurningu: „Af hverju ekki? Ég er fær um það og það hefur alltaf gengið vel,“ segir Sigrún og hugsar sig um: „Ég er ofboðslega lánsöm. Ég á stórt og þétt fjölskyldunet og bý að miklum stuðningi. Það eru margir sem eiga það ekki og þar sem ég er fær um að hjálpa finnst mér það sjálfsagt.“ Langaði alltaf í nám Þar sem Sigrún flutti í sveitina eftir grunnskólann og börnin komu fljótt eitt af öðru, sat frekari skóla- ganga lengi á hakanum. „Mig hefur alltaf langað í nám og hefði örugg- lega farið í það fyrr hefði það verið í boði. Ég prófaði fjarnámsáfanga þar sem ég þurfti að sjá sjálf um allt utanumhald og einnig bréfaskóla þar sem ég var að frímerkja verkefni og senda, en lítið sem ekkert var um kennslu svo lítið varð úr þessu.“ Hin námsþyrsta Sigrún sá svo árið 2010 auglýsingu frá Háskóla- stoð en í ljós kom að til að fara þá leið þyrfti hún að mæta vikulega í tíma í Reykjanesbæ. Búandi í sveit- inni við Hvammstanga með fjöl- mörg börn vissi hún að það myndi ekki ganga. „Ég reyndi mikið að fá það í gegn að taka námið alfarið sem fjarnám en það karp gekk ekki lengi vel. Svo fór þó að ákveðið var að verða við ósk minni og mér boðið að hefja fjarnám. Þá aftur á móti var ég með fjögurra mánaða gamalt barn og ekki alveg tilbúin. Starfsmaðurinn sem ég hafði verið í sambandi við hringdi þá í mig og tilkynnti mér að ég gæti þetta alveg.“ Sigrún skráði sig til náms í Háskólastoð og í framhaldi í Keili og lauk þaðan stúdentsprófi. „Það var svo gaman að finna að maður gæti lært. Það var allt annar og nýr heimur sem opnaðist þegar ég var komin í nám og kynntist öðru fólki, það var æðislegt.“ Stúdentagarðar með átta börn Eftir stúdentsprófið hóf Sigrún fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri. „Þegar ég var í BA-náminu var ég með tvö ungbörn en þannig hefur því í raun verið hagað með allt mitt nám,“ segir Sigrún og hlær. „Myrra átti það til að vakna á 10 mínútna fresti á kvöldin og þá brá ég á það ráð að setja hana í barnabíl- stól undir borð. Þannig gat ég rugg- að henni með fótunum í myrkrinu undir borðinu á meðan ég sjálf lærði í birtu.“ Eftir útskriftina frá Háskólanum 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.