Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 18
Fólkið04/04 eins og ég hefði horft á hann í gær, og sérstaklega eftir henni Jessicu deildarstjóra. Ég lifði mig svo inn í þáttinn og þótti lífið á deildinni hennar Jessicu svo áhugavert en hún vann greinilega á handlækn- ingadeild,“ rifjar Lilja upp og brosir að minningunni. „Ég hugsaði með mér að þetta væri það sem ég vildi læra. Það fyrsta sem ég gerði var að sækja um í hjúkrunarskólann þegar heim kom. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í og hafði aldrei unnið við umönnun né hjúkrun af nokkru tagi. Það opnaðist bara nýr heimur fyrir mér. Þannig að sjónvarpið hefur tvímælalaust áhrif á mann.“ Eftir 45 ára farsælt ævistarf hefur Lilja nýhætt störfum. „Ég er alveg sátt við að vera hætt að vinna og fara að gera það sem mig langar meðan ég hef heilsu til. Ég er búin að vinna síðan barn, eða allt frá því að vera í síldinni á Siglufirði, og hef alltaf látið vinnuna ganga fyrir öllu. Ég á einn son og tvær dætur og sögðu dæturnar sögðu mér snemma að þær ætluðu ekki að vera hjúkrunarkonur, “ segir Lilja og bætir við: „Það var sko alveg á hreinu hjá þeim af því að mamma var aldrei heima!“ Lilja hefur haft í nógu að snúast með fjölskylduna enda komin sjö barnabörn. „Það er gott að eiga ömmu sem getur hjálpað til.“ „Ég á tvær dætur og þær sögðu mér snemma að þær ætluðu ekki að vera hjúkrunarkonur. Það var sko alveg á hreinu hjá þeim af því að mamma var aldrei heima!“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.