Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 42
Fólkið05/06 skemmtileg vinnustemning. Manneldisráð var á sama stað, slysavarn- ir barna og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Þá var verið að ræða um stofnun Lýðheilsustöðvar og að sameina þessar litlu stofnanir. Mér fannst það skynsamleg ráðstöfun þó að niðurstaðan yrði önnur en ég sá fyrir.“ Þorgerður starfaði þó aldrei innan Lýðheilsustöðvar. „Þegar Lýðheilsustöð var stofnuð sóttist ég eftir ákveðnu starfi en fékk það ekki og langaði ekki að halda áfram sem verkefnisstjóri vímuvarna og valdi að hætta. Þaðan lá leiðin til Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir um tíma. Þar starfaði ég sem framkvæmastjóri og kynntist starfi þessara frábæru félagasamtaka í kringum veik börn og börn með fötlun og þroskahömlun. Þetta er ókeypis þjónusta og mikilvæg fyrir fjölskyldur þessara barna. Margir hafa fengið þar mjög góðan stuðning við að breyta einhverju til þess að fjölskyldan virki betur og aðstæður barnsins batni,“ segir hún. Eftir þrjú ár hjá Sjónarhóli og að afloknu öðru meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu færði Þorgerður sig enn um set til að annast kynningarmál hjá Tryggingastofnun. „Það skiptir máli að miðla upp- lýsingum um réttindi almannatrygginga til almennings og ég er stolt af að hafa tekið þátt í að gera þær aðgengilegri og betri en þær voru,“ segir Þorgerður. Á þeim tíma sem hún var hjá Tryggingastofnun voru gerðar nokkrar skipulagsbreytingar með tilheyrandi breytingum á starfssviði hennar. „Eftir ár tók ég að mér framkvæmdastjórastarf á nýju sviði kringum þjónustu- og kynningarmál sem síðar var nefnt samskiptasvið. Eftir sjö ár hjá Tryggingastofnun var ég búin að fá nóg, enda starfið mjög erilsamt. Kannski er ég bara svona, ég þarf að skipta reglulega um starf, er lítið fyrir endurtekningar en finnst skemmtilegt að takast á við ný verkefni. Reyndar get ég sagt að í öllum þeim störfum sem ég hef gegnt hefur hjúkrunarmenntunin nýst mér vel. Stundum hefur fólk með annan bakgrunn rekið upp stór augu á fundum þegar ég hef bent þeim á að hægt sé að leysa við- fangsefnið með hjúkrun. Fólk botnar náttúrlega ekkert í því, sér bara „Það skiptir máli að miðla upplýsingum um réttindi almanna- trygginga til almenn- ings og ég er stolt af að hafa tekið þátt í að gera þær aðgengilegri og betri en þær voru.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.