Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 67
Fólkið03/04 framkvæmd hennar að miklu leyti. Með henni í vinnuhópi voru Anna Leif Elídóttir, verkefnisstjóri safnasvæðisins, og Guðjón Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Margar konur á Akranesi og víðar lögðu hönd á plóg. Bergdís Kristjánsdóttir aðstoðaði við að finna til sýningarmuni en margt af því sem hún safnaði saman og skráði fyrir nokkrum árum er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Einnig fengust munir frá Stykkishólmi og Hvammstanga. Ljósmyndasafnið og héraðsskjalasafnið á Akranesi lögðu einnig til gögn. Það kom síðan í hlut hjúkrunarfræðinga að klæða gínurnar í hina ólíku búninga sem hjúkrunarfræðingar hafa klæðst í gegnum tíðina. Saga Sjúkrahúss Akraness rakin frá 1915 Á sýningunni er saga Sjúkrahúss Akraness rekin, eða allt frá árinu 1915 þegar umræður hófust að reisa þar sjúkraskýli. Árið 1926 beitti kvenfélagið sér fyrir því að byggt yrði sjúkrahús en það varð ekki að veruleika fyrr en 1952. Lengst af þurftu menn að berjast við sjúk- dóma innan veggja heimila sinna. Á sýningunni er líkan af herbergi á bænum Bjargi á Akranesi en þar sinnti Kristrún, húsmóður á bænum, sjúklingum með undraverðum árangri á árunum eftir 1886. Það gerði hún þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar aðstæður. Fyrsta menntaða hjúkrunarkonan á Akranesi var Lovísa Friðrika Lúðvíksdóttir. Hún var fædd 1904 á Djúpavogi, tók hjúkrunarpróf í Noregi 1928 og var bæjarhjúkrunarkona á árunum 1933-1946. Á ljósmynd á sýningunni má sjá hana taka á móti nokkrum hundruðum hjúkrunarkonum frá Norðurlöndum á bryggjunni á Akranesi 1939. Á sýningunni má sjá Sigríði Eiríksdóttur standa við reiðhjól sem lengi var geymt í Sigríðarstofu hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sigríður notaði hjólið reyndar aldrei en það kemur úr dánarbúi annarrar hjúkrunarkonu sem einnig starfaði hjá Líkn. Í einu horni sýningarinnar má sjá skápa og hillur úr apóteki Fríðu Proppé en hún rak apótek við Suðurgötu á árunum 1935 til 1973. Áhugavert er að sjá hvaða vörur voru til afgreiðslu þar. Mikilvægar munnlegar heimildir Þá eru sýnd á sjónvarpsskjá viðtöl við nokkra heilbrigðisstarfsmenn sem hafa starfað á Akranesi. Ein þeirra sem talað var við er Sigurlín Gunnarsdóttir en hún var önnur tveggja hjúkrunarkvenna sem hófu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.