Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 54
FÉlagið02/06
Eitt aF hlutverkum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er að taka
þátt í umræðum um heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinga heil-
brigðisþjónustunnar að leiðarljósi. Félagið hefur fylgst með og átt þátt
í þróun öldrunarmála hér á landi undanfarna áratugi. Til að þjónusta
við aldraða verði einstaklingsmiðuð, heildræn og örugg þarf þekking
og færni í hjúkrun auk viðeigandi mönnunar hjúkrunarfræðinga og
annars fagfólks að vera til staðar.
Heilbrigðisþjónusta aldraðra – vaxandi verkefni í náinni
framtíð
Meðalævi Íslendinga hefur lengst jafnt og þétt undanfarna áratugi.
Samkvæmt mannfjöldaspá (miðspá) Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir
að fram til ársins 2020 fjölgi öldruðum 71-80 ára um 32%, 81-90 ára
um 6% og 91-100 ára um 56%. Hagstofan gerir einnig ráð fyrir að
hlutfall 80 ára og eldri
hækki úr 3,1% árið
2010 í 7,5% árið 2050.
Aldraðir eru sá
þjóðfélagshópur sem
þarfnast hvað mestrar
aðstoðar og stuðnings
frá heilbrigðiskerfinu.
Allar spár benda til
þess að aldraðir verði
stærsti hópur langveikra
í nánustu framtíð.
Heilsufarsvandamál
þessa hóps eru oft og
tíðum fjölþættir og
langvinnir sjúkdómar
sem valda því að
aldraðir þurfa á aukinni
heilbrigðisþjónustu
að halda. Fjölgun
langveikra aldraðra
eykur þörf fyrir þjónustu
Í StýriHÓpNUM SÁtU StjÓrNAr-
MENN FAGdEiLdAr ÖLdrUNAr-
HjÚkrUNArFræðiNGA oG SVið-
StjÓri FAGSViðS.
n Erla K. Sigurgeirsdóttir,
hjúkrunarfræðingur BS,
meistaranemi, formaður
n Anný Lára Emilsdóttir,
hjúkrunarfræðingur MS,
sérfræðingur í öldr-
unarhjúkrun, Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins,
heimahjúkrun, gjaldkeri
n Sigrún Bjartmarz,
hjúkrunarfræðingur MS,
sérfræðingur í hjúkrun
aldraðra, gæðastjóri lyf-
lækningasviðs Landspítala,
ritari
n Hlíf Guðmundsdóttir,
hjúkrunarfræðingur MS,
sérfræðingur í hjúkrun
aldraðra, öldrunarþjón-
ustu lyflækningasviðs
Landspítala og klínískur
lektor, meðstjórnandi
n Þórunn Bjarney
Garðarsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur BS, forstöðu-
maður Múlabæjar og
Hlíðabæjar, meðstjórnandi
n Anna Guðbjörg
Gunnarsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur BS, MPH
lýðheilsufræði, hjúkrunar-
og mannauðsstjóri í
Sóltúni, varamaður
n Vilhelmína Þ. Einarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur
MS, hjúkrunarstjóri
hjá Heimaþjónustu
Reykjavíkurborgar og
aðjúnkt við hjúkrunarfræði-
deild HÍ, varamaður
n Aðalbjörg J.
Finnbogadóttir, hjúkrunar-
fræðingur MS, sviðstjóri
fagsviðs FÍH