Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 31
Fagið04/09 sýkingar af völdum Enterococcae. Bakteríurnar geta myndað ónæmi fyrir Vancomycin og kallast þá Vancomycin ónæmir Enterococci. Fólk getur verið með VÓE í görninni án nokkurra einkenna (sýklun) en á sjúkrahúsum getur þessi baktería valdið sýkingum hjá veikburða einstaklingum (Landspítali, 2010). BBL (breiðvirkir betalaktamasar) er samheiti yfir ESBL (Extended spectrum beta-lactamase), AmpC og Karbapenamasa. Yfirleitt er um að ræða Gram-neikvæðar bakteríur sem tilheyra eðlilegri flóru garna (oftast E. coli eða Klebsiella pneumoniae) sem verða ónæmar fyrir betalaktamlyfjum og jafnvel fleiri sýklalyfjaflokkum. Þessar bakteríur geta meðal annars valdið þvagfærasýkingum, blóðsýkingum, sára sýkingum og sýkingum í kviðarholi. Bakteríur sem mynda Karbapenemasa eru ónæmar fyrir fleiri tegundum sýklalyfja en betalaktamlyfjum og geta í versta falli verið alónæmar (Landlæknisembættið, e.d. b). Ógnvænleg þróun hefur orðið í út- breiðslu karbapenamasa-myndandi baktería í heiminum. Dánartíðni af völdum þessara baktería er á bilinu 30-60% (Tzouvelekis o.fl., 2014). mynd 1. Meþisillín-ónæmur Staphylococcus aureus (MÓSA) í mönnum á Íslandi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.