Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 29
Fagið02/09
Í gegnum aldirnar hafa menn háð harða baráttu við örverur sem valdið
hafa sýkingum og sjúkdómum. Miklu hefur verið áorkað í þessari
baráttu með bólusetningum, sýklalyfjum og bættum aðbúnaði fólks.
Uppgötvun sýklalyfja í upphafi 20. aldarinnar er eitt mesta afrek
vísindalegrar læknisfræði. Með tilkomu penisillíns 1940, og annarra
sýklalyfja sem komu í kjölfarið, kviknaði von um að hægt væri að lækna
og jafnvel útrýma mörgum af hættulegustu sjúkdómum heimsins.
FljótlEga EFtir að notkun sýklalyfja hófst komu fram ónæmir
stofnar baktería (Landlæknisembættið, e.d.). Alexander Fleming,
sem uppgötvaði penicillinið, varaði strax við ónæmi í nóbelsræðu
sinni árið 1945 þar sem hann sagði að auðvelt væri að gera bakteríur
ónæmar fyrir penicillini á rannsóknarstofum með því að útsetja þær
fyrir lyfinu í styrkleika sem ekki dugir til að drepa þær (Fleming,
1945).
Einn af áhrifamestu þáttunum í myndun og dreifingu sýklalyfja-
ónæmis er hvernig sýklalyfin eru notuð. Röng eða of mikil notkun
sýklalyfja eykur hættu á sýklalyfjaónæmi. Sala á sýklalyfjum án
lyfseðils, meðhöndlun veirupesta með sýklalyfjum, ónauðsynleg
notkun á breiðvirkum sýklalyfjum og notkun sýklalyfja í landbúnaði,
eru allt þættir sem stuðla að útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Lélegar
sýkingavarnir, slæmur aðbúnaður og röng meðhöndlun matvæla hafa
einnig áhrif á dreifingu ónæmra baktería (Landlæknisembættið, e.d.
a; ECDC, 2015; WHO, 2014).
Af hverju að hafa áhyggjur?
Í apríl 2014 varaði Alþjóðaheilbrigðisstofnunin við útbreiðslu
sýklalyfjaónæmis með þessum orðum: „Þessi alvarlega ógn er ekki
lengur framtíðarspá, þetta er að gerast núna alls staðar í heiminum
og getur haft áhrif á alla, á hvaða aldri sem er, í hvaða landi sem er.
Sýklalyfjaónæmi, þegar baktería breytist þannig að sýklalyf virka ekki
lengur á fólk sem þarf meðhöndlun vegna sýkinga, er nú gríðarleg
ógn við lýðheilsu“ (WHO, 2014).
Án áhrifaríkra sýklalyfja getum við horfið aftur til þess tíma þegar
sýklalyfin voru ekki til. Þá er nánast óhugsandi að gera stórar aðgerð-
ir og líffæraígræðslur eða meðhöndla fólk með krabbameinslyfjum
svo fátt eitt sé nefnt. Afleiðingar sýklalyfjaónæmis eru ýmsar, lengri