Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 23
FÉlagið05/09 Kröfur Fíh, sem lagðar voru fram í samningaviðræðum við Samninganefnd ríkisins (SNR) snéru meðal annars að því að leið- réttur yrði sá munur sem var á launum hjúkrunarfræðinga og annarra stétta með sambærilega menntun og ábyrgð. Auk þess voru lagðar fram kröfur í viðræðunum um breytingar á vinnutíma-, álagsgreiðslu- og hvíldartímaköflum kjarasamningsins til hagsbóta fyrir hjúkrunar- fræðinga. Lítill hljómgrunnur var við þeim kröfum hjá SNR og voru haldnir nokkrir árangurslausir fundir með samninganefnd ríkisins þar sem kröfur Fíh fengust ekki ræddar. Tilboð sem hjúkrunarfræðingar fengu hljóðaði upp á sömu launahækkanir og samið hafði verið um á almenna markaðnum og var því ljóst að ekki yrði komið til móts við kröfur þeirra um leiðréttingu á launum. Víðtæk áhrif verkfalls á heilbrigðisstofnanir Hjúkrunarfræðingar samþykktu að efna til verkfalls með 90% at- kvæða. Verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu hófst 27. maí 2015. Verkfallið náði til margra heilbrigðisstofnana á landinu, eða til 2.146 hjúkrunarfræðinga í 1.600 stöðugildum. Hjúkrunarfræðingar störfuðu í verkfalli til að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sam- kvæmt öryggislistum og voru störf um 635 þeirra á þeim lista. Meðan á verkfallinu stóð voru síðan veittar undanþágur frá verkfallinu af sérstakri undanþágunefnd sem skipuð var af tveimur fulltrúum félags- ins og tveimur fulltrúum sem skipaðir voru af ríkinu. Veittar voru um 575 undanþágur þar sem öryggismönnun samkvæmt öryggislistum dugði ekki til þess að sinna nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu að mati stjórnenda heilbrigðisstofnana. Verkfallið hafði víðtæk áhrif á rekstur allra heilbrigðisstofnana og voru til dæmis engir hjúkrunarfræðingar fyrir utan yfirhjúkrunarfræðinga starfandi á heilsugæslustöðvum. Á sama tíma og verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir voru jafnframt aðrar stéttir háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins í verkfalli. Þar á meðal voru geisla- og lífeindafræðingar auk fleiri stétta sem tilheyra Bandalagi háskólamanna. Verkfall þeirra stétta sem tilheyra BHM var mismunandi víðtækt og hófst í byrjun apríl 2015. Áhrif verkfalls hjúkrunarfræðinga kom því ofan á þau áhrif sem verkfall lækna hafði skapað fyrst á árinu og auk þeirra áhrifa sem verkfall geisla- og lífeindafræðinga hafði haft á íslenska heilbrigðiskerfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.