Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 63
FÉlagið02/03 stEFna FÉlags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykkt á aðal- fundi félagsins 18. maí síðastliðinn. Með því að setja fram stefnu félagsins er skerpt á hlutverki þess. Sett er fram sýn félagsins, gildi þess og markmið, aðgerðir og leiðir til að ná settum markmiðum. Unnið hefur verið að gerð stefnunnar í nokkurn tíma. Til loka- vinnslunnar var skipaður starfshópur undir forystu dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur. Hópurinn rýndi í innra og ytra umhverfi félagsins og skilgreindi tilgang þess. Einnig skoðaði hann hvernig best væri að haga skipulagi og framkvæmd starfseminnar til að félagið næði sem bestum árangri. Í stefnunni er sett fram skilgreining á félaginu, gildum þess og sýn. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er skilgreint sem samtök hjúkrunar- fræðinga sem vinna saman að þróun hjúkrunar, heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar. Félagið er einnig hagsmunasamtök hjúkrunarfræðinga sem standa vörð um réttindi þeirra, skyldur og kjör. Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og árangur félagsins byggist á virkri þátttöku þeirra. Það eru því hjúkrunarfræðingar sjálfir sem hafa mest um það að segja hvort félagið er virkt og á hvern hátt það starfar. Sýn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er sú að félagið vinni að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu með þeim leiðum sem það hefur yfir að ráða. Þar má nefna eflingu hjúkrunar á öllum svið- um heilbrigðisþjónustunnar og aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í þróun og stefnumótun hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustunnar. Samfélagsleg ábyrgð hjúkrunarfræðinga er því mikil enda ekki hægt að efla heilbrigðisþjónustuna án þess að hafa á að skipa nægilegan fjölda vel menntaðra hjúkrunarfræðinga. Gildi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru ÁBYRGÐ – ÁRÆÐI – ÁRANGUR. Ábyrgðin felur í sér að félagið nýti þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga með þarfir skjólstæðingsins í fyrirrúmi og í samræmi við siðareglur félagsins og lög og reglugerðir sem snúa að heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og heilbrigðisþjónustunni. Áræði stendur fyrir framsækið félag sem er í forystu í baráttu fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu, viðunandi kjörum og heilsueflingu íbúanna. Árangur vísar til þess að félagsmenn nái settum markmiðum um fagmennsku, kjör og samfélagslegt hlutverk. Starfsemi félagsins byggist á og endurspeglast í gildum þess. Því er mikilvægt að hver og einn félagsmaður geri þau að sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.