Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 63
FÉlagið02/03 stEFna FÉlags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykkt á aðal- fundi félagsins 18. maí síðastliðinn. Með því að setja fram stefnu félagsins er skerpt á hlutverki þess. Sett er fram sýn félagsins, gildi þess og markmið, aðgerðir og leiðir til að ná settum markmiðum. Unnið hefur verið að gerð stefnunnar í nokkurn tíma. Til loka- vinnslunnar var skipaður starfshópur undir forystu dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur. Hópurinn rýndi í innra og ytra umhverfi félagsins og skilgreindi tilgang þess. Einnig skoðaði hann hvernig best væri að haga skipulagi og framkvæmd starfseminnar til að félagið næði sem bestum árangri. Í stefnunni er sett fram skilgreining á félaginu, gildum þess og sýn. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er skilgreint sem samtök hjúkrunar- fræðinga sem vinna saman að þróun hjúkrunar, heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar. Félagið er einnig hagsmunasamtök hjúkrunarfræðinga sem standa vörð um réttindi þeirra, skyldur og kjör. Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og árangur félagsins byggist á virkri þátttöku þeirra. Það eru því hjúkrunarfræðingar sjálfir sem hafa mest um það að segja hvort félagið er virkt og á hvern hátt það starfar. Sýn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er sú að félagið vinni að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu með þeim leiðum sem það hefur yfir að ráða. Þar má nefna eflingu hjúkrunar á öllum svið- um heilbrigðisþjónustunnar og aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í þróun og stefnumótun hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustunnar. Samfélagsleg ábyrgð hjúkrunarfræðinga er því mikil enda ekki hægt að efla heilbrigðisþjónustuna án þess að hafa á að skipa nægilegan fjölda vel menntaðra hjúkrunarfræðinga. Gildi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru ÁBYRGÐ – ÁRÆÐI – ÁRANGUR. Ábyrgðin felur í sér að félagið nýti þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga með þarfir skjólstæðingsins í fyrirrúmi og í samræmi við siðareglur félagsins og lög og reglugerðir sem snúa að heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og heilbrigðisþjónustunni. Áræði stendur fyrir framsækið félag sem er í forystu í baráttu fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu, viðunandi kjörum og heilsueflingu íbúanna. Árangur vísar til þess að félagsmenn nái settum markmiðum um fagmennsku, kjör og samfélagslegt hlutverk. Starfsemi félagsins byggist á og endurspeglast í gildum þess. Því er mikilvægt að hver og einn félagsmaður geri þau að sínum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.