Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 17
Fólkið03/04
við sitja og hótuðu uppsögn ef þessu fyrirkomulagi yrði ekki breytt,
og í kjölfarið voru tveir hjúkrunarfræðingar saman á næturvakt. „Við
segjum því gjarnan við ungu stelpurnar, eða hjúkrunarfræðingana,
sem eru að kvarta í dag yfir þremur eða fjórum næturvöktum bara að
slaka á.“
Ekki spáð frama í hjúkrun
Lilja byrjaði að læra hjúkrun 1967 og hóf starfsferil sinn á 4B sem þá
var handlækningadeild karla. Árið 1974 fór hún yfir á 4A handlækn-
ingadeild, sem þá var orðin blönduð deild og tekið á móti sjúklingum
sem höfðu orðið fyrir bruna, og var þar til 1981. Þaðan fór hún
yfir á 13D þvagfæradeild en hún hefur lengst af unnið á lýta- og
brunadeild, eða frá árinu 1989. „Ég hef alltaf hallast að brunanum
eins og þeir eru nú erfiðir. Það hefur höfðað til mín þrátt fyrir að þeir
séu erfiðir viðureignar. Þetta er erfið vinna en hún gefur mikið, bæði
frá samstarfsfólki, sjúklingum og ættingjum.“ Þrátt fyrir að Lilja hafi
lagt fyrir sig umönnun brunasjúklinga, sem er mikil þolinmæðisvinna
og liggur ekki fyrir öllum, hafði henni nú ekki verið spáð frama í
hjúkrunarstarfinu. „Frænka mín reyndist ekki forspá þegar hún sagði
við mig sex ára gamla eftir að liðið hafði
yfir mig á sjúkrahúsinu á Siglufirði út af
megnri eterlykt, að það yrði næsta víst að
ég yrði aldrei hjúkrunarkona,“ rifjar Lilja
upp. „En enginn veit sína ævi fyrr en öll
er.“
General Hospital var örlagavaldur
Lilju hafði ekki órað fyrir að leggja fyrir
sig hjúkrun þegar hún fór sem skiptinemi
til Bandaríkjanna árið 1965, þá nýbúin
að sækja umsóknareyðublað í leikskóla-
kennaranám. Á þeim tíma voru út-
sendingar sjónvarps ekki hafnar hér á landi, fyrir utan Kanasjónvarpið
sem Lilja hafði ekki aðgang að enda búsett á Siglufirði. „Ég var oft ein
á daginn eftir skóla en hjónin sem ég bjó hjá áttu engin börn. Settist
ég því fyrir framan sjónvarpið og fyrr en varði stóð ég mig að því að
horfa hugfangin á spítalaþáttinn General Hospital. Ég man þáttinn
„Ég hugsaði með
mér að þetta væri
það sem ég vildi
læra. Það fyrsta
sem ég gerði var að
sækja um í hjúkrunar-
skólann þegar heim
kom.“