Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 45
FÉlagið02/02 öldungadeildarinnar. Þar vann hún meðal annars að því að koma á fót formlegu sambandi milli danskra og íslenskra hjúkrunarfræðinga sem komnir eru á eftirlaun, en það stuðlaði að samstarfi og kynnum þessara hópa. Guðrún hafði áhuga á að varðveita sögu hjúkrunar og hjúkrunarminjum. Stofnun hjúkrun- ar minjasafns hér á landi, í líkingu við hjúkrunarminjasafn danska hjúkrunarfélagsins, var Guðrúnu hugleikið. Guðrún ferðaðist ásamt þáverandi formanni öldungadeildar- innar, Pálínu Sigurjónsdóttur, til Danmerkur sumarið 2000 til að skoða safnið sem staðsett er í Kolding á Jótlandi. Öldungadeildin varð síðan virkur þátttakandi í stofnun og starfi minjanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar þökkuðu Guðrúnu fyrir langt og farsælt starf að félagsmálum hjúkrunarfræðinga með því að gera hana að heiðurs- félaga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga vorið 2007. Blessuð sé minning Guðrúnar Guðnadóttur hjúkrunarfræðings. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Gúðrún við útskrift úr Hjúkrunarskóla Íslands 1957.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.