Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 46
BÓKARKYNNING LÍTIL BÓK MEÐ STERK SKILABOÐ Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Fagið 01/03 Fyrir Fáum árum var ég á ferðalagi austur á fjörðum ásamt fjöl- skyldunni minni. Við höfðum ekið suður fyrir landið og upp alla Austfirðina. Lokahnykkurinn var svo Hellisheiði eystri frá Egilsstöðum yfir til Vopnafjarðar hvar við ætluðum að dvelja hjá vinafólki. Veðrið á leiðinni hafði verið köflótt; sól á Klaustri, skýjað á Höfn, sól á Egilsstöðum. Þegar við vorum komin upp á háheiði Hellisheiðarinnar sáum við að Vopnafjarðarmegin var algjör blindaþoka. Það var rétt þarna efst uppi sem við sáum í heiðan himinn. Við fikruðum okkur hægt niður heiðina, enda með okkar sjö manna bíl fullskipaðan börnum og okkur foreldrunum, stútfullt tengdamömmubox á þaki bílsins auk þess að draga á eftir okkur tjaldvagn. Þetta var í fyrsta sinn sem við ókum Hellisheiðina og við hefðum að öllum líkindum ekki valið þessa leið hefðum við vitað af blindaþokunni og rigningunni sem mætti okkur á niðurleiðinni. Í hugum allra sem hafa ekið Hellisheiði eystri hefur orðið snarbratt skýra merkingu. Og þar sem við ókum niður snarbratta heiðina með öllum sínum ófyrirséðu beygjum og snúningum flögraði það að mér að ef hægt Ég átti svartan Hund. Höfundur: Mat- thew Johnstone. Útgefandi: Geðhjálp, Reykjavík 2015. ISBN: 978-9979-72-784-2. Bókin er 44 bls.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.