Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 48
Fagið03/03 hef komist að því að með þolinmæði, kímni, þekkingu og sjálfsaga er hægt að temja jafnvel erfiðasta Svarta hundinn.” Ég átti svartan hund er falleg saga sem veitir lesandanum sýn inn í hugarheim einstaklings með þunglyndi. Að tákngera þunglyndið með svörtum hundi hittir algjörlega í mark því það er auðvelt að gera sér grein fyrir áhrifunum sem fyrirferðamikill hundur hefur á tilveruna. Þannig er bókin öflugt verkfæri fyrir fagaðila sem og aðra til að útskýra hvað raunverulega á sér stað innra með einstaklingum sem eru haldnir þunglyndi. Hún færir um leið lesandanum von um að það er hægt að eignast merkingarbærara líf þegar horfst er í augu við Svarta hundinn – þunglyndið. Eðli málsins samkvæmt getum við hjúkrunarfræðingar öðlast þekkingu á margþættum sjúkdómum og meðferð við þeim auk þess sem við höfum yfir að ráða færni til að sýna skjólstæðingum okkar samhygð og stuðning. En við getum aldrei séð tilveruna með sömu augum og skjólstæðingarnar eða upplifað nákvæmlega hvað það er sem þeir eru að ganga í gegnum. Ég átti svartan hund veitir innsýn í erfiða og flókna tilveru með þunglyndi. Ferð okkar fjölskyldunnar niður Hellisheiði eystri vakti með mér samkennd og sterka tilfinn- ingalega upplifun. Einfaldar en áhrifamiklar og fallegar teikningar Johnstone sem eru magnaðar með stuttum en hnitmiðuðum setning- um vekja á sama hátt samkennd lesandans með söguhetjunni auk þess að auka víðsýni og skilning. Þrátt fyrir að vera aðeins fjörutíu og fjórar blaðsíður og í litlu broti geymir bókin sterk skilaboð til allra sem á einn eða annan hátt, persónulega eða faglega, eiga í samskipt- um við einstaklinga með þunglyndi – sem eiga Svarta hunda.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.