Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 35
Fagið08/09 höndum þrátt fyrir skýrar reglur, sjá mynd 3. Mikilvægt er að vandað sé til almennra þrifa og sótthreinsunar á umhverfi, tækjum og tólum. Litið er á ræstingu á sjúkrahúsum sem mikilvægan hlekk í sýkingavörnum. Þegar faraldrar ónæmra baktería hafa geisað á deildum hafa þær bakteríur ítrekað verið ræktaðar af hlutum sem fara á milli sjúklinga. Dæmi um þess konar hluti eru blóðþrýstingsmælar, súrefnismettunarmælar, blóðsykursmælarog hjólastólar. Mikilvægt er að sótthreinsa hluti sem fara á milli sjúklinga eða eyrnamerkja hverjum sjúklingi hvern hlut og sótthreinsa þá þegar sjúklingur hefur verið útskrifaður. Það hefur vakið sérstaka athygli sýkingavarnadeildar í faröldrum ónæmra baktería að ósjaldan greinast jákvæð umhverfissýni frá rýmum sem tilheyra starfmönnum eingöngu, til dæmis kaffistofu starfsmanna, starfsmannasalerni, lyfja- herbergi og býtibúri, svæði sem sjúklingar koma ekki inn á, þannig að ljóst er að mengaðar hendur starfsmanna bera örverur á þessa staði. Lokaorð Samstillt átak heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks þarf til að taka á þessari ógn sem hröð útbreiðsla sýklayfjaónæmis er. Árið 2015 hefur hver faraldurinn á fætur öðrum af völdum ónæmra baktería herjað á Landspítalann. Húsnæði spítalans er barn síns tíma og hjálpar ekki til í baráttunni. Skortur á einbýlum, þrengsli og salerni sem margir deila stuðla að dreifingu örvera. Byggingu nýs spítala, þar sem allir sjúklingar eru á einbýli með sér salerni, er því beðið með óþreyju. Með bættri handhreinsun, grundvallarsmitgát og nákvæmari þrifum í umhverfi sjúklinga er hægt að draga úr þessum faröldum og spítalasýkingum almennt á stofnuninni. Fyrir stuttu síðan bárust þær ánægjulegu fréttir að ráðherrar heilbrigðismála og matvæla á Norðurlöndum ætli að taka höndum saman og efla samstarf Norðurlanda í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Er það einlæg von okkar sem vinnum að sýkingavörnum að þetta verði annað og meira en orðin tóm. Ingunn Steingrímsdóttir og Ólöf Másdóttir eru hjúkrunarfræðingar á sýkingavarna- deild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.