Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 35
Fagið08/09 höndum þrátt fyrir skýrar reglur, sjá mynd 3. Mikilvægt er að vandað sé til almennra þrifa og sótthreinsunar á umhverfi, tækjum og tólum. Litið er á ræstingu á sjúkrahúsum sem mikilvægan hlekk í sýkingavörnum. Þegar faraldrar ónæmra baktería hafa geisað á deildum hafa þær bakteríur ítrekað verið ræktaðar af hlutum sem fara á milli sjúklinga. Dæmi um þess konar hluti eru blóðþrýstingsmælar, súrefnismettunarmælar, blóðsykursmælarog hjólastólar. Mikilvægt er að sótthreinsa hluti sem fara á milli sjúklinga eða eyrnamerkja hverjum sjúklingi hvern hlut og sótthreinsa þá þegar sjúklingur hefur verið útskrifaður. Það hefur vakið sérstaka athygli sýkingavarnadeildar í faröldrum ónæmra baktería að ósjaldan greinast jákvæð umhverfissýni frá rýmum sem tilheyra starfmönnum eingöngu, til dæmis kaffistofu starfsmanna, starfsmannasalerni, lyfja- herbergi og býtibúri, svæði sem sjúklingar koma ekki inn á, þannig að ljóst er að mengaðar hendur starfsmanna bera örverur á þessa staði. Lokaorð Samstillt átak heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks þarf til að taka á þessari ógn sem hröð útbreiðsla sýklayfjaónæmis er. Árið 2015 hefur hver faraldurinn á fætur öðrum af völdum ónæmra baktería herjað á Landspítalann. Húsnæði spítalans er barn síns tíma og hjálpar ekki til í baráttunni. Skortur á einbýlum, þrengsli og salerni sem margir deila stuðla að dreifingu örvera. Byggingu nýs spítala, þar sem allir sjúklingar eru á einbýli með sér salerni, er því beðið með óþreyju. Með bættri handhreinsun, grundvallarsmitgát og nákvæmari þrifum í umhverfi sjúklinga er hægt að draga úr þessum faröldum og spítalasýkingum almennt á stofnuninni. Fyrir stuttu síðan bárust þær ánægjulegu fréttir að ráðherrar heilbrigðismála og matvæla á Norðurlöndum ætli að taka höndum saman og efla samstarf Norðurlanda í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Er það einlæg von okkar sem vinnum að sýkingavörnum að þetta verði annað og meira en orðin tóm. Ingunn Steingrímsdóttir og Ólöf Másdóttir eru hjúkrunarfræðingar á sýkingavarna- deild Landspítalans.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.